Stórmeistarajafntefli?

Posted June 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010 víkingur

Fóru bæði lið inní kvöldleikinn með sömu hugsanir og ég, að liðin myndu eiga auðvelt með hvort tveggja Suður Afríku og Mexíkó og því riði á að tapa ekki þessum leik?
Hvað um það, leikurinn var hrútleiðinlegur, og ef eitthvað var dapurlegra að sjá sóknartilburði Frakka. Hver sendingin af annari fór í vitleysu inn á teig, og Anelka var jafn eigingjarn og alltaf.
En ég held enn að þessi lið fari áfram.
Ég sá allavega ekkert eftir því að missa af síðasta hálftímanum í þessum leik til að fara á Víking – ÍA. Bara djöfull skítt að Víkingur fékk á sig fjórða markið í uppbótartíma á tímabilinu. Verða að taka sig á.

Sigur í annarri tilraun

Posted May 18th, 2008. Filed under fótbolti heimilið víkingur

Ekki hafði ég mörg orð fyrsta leikinn, tap gegn Selfossi var óþarfi, missa mann útaf í algerri vitleysu og tapa niður unnum leik. Rétt þó að minnast á að þetta var fyrsti leikur sem systkinin úr Logalandinu koma á.
Þetta var betra í dag. KA tekið á hraðanum í fyrri hálfleik, 2 mörk á 1 mínútu og síðan maður rekinn útaf sem ég sá ekki hvað var, strax í upphafi seinni hálfleiks. Það var samt eins gott að Høyer setti eitt beint úr horni, því KA sótti og sótti undir lokin án þess að hafa erindi sem erfið. Góð þrjú stig í hús, en enn þarf að bæta í.
Á morgun verður síðan brotið undan svölunum hjá mér… komst að því að þar er allt vel sprungið og gott ef ekki hálflaust. Ekki seinna vænna að byrja niðurbrotið enda verður garðurinn fjarlægður í vikunni. Allt að gerast í G22

Einu lokið og annað tekur við

Posted May 12th, 2008. Filed under fótbolti víkingur

Eins og ætið á vorin, þá taka leiktíðirnar við hvor af annarri.
Fyrsti leikur Víkings í fyrstu deild hefst eftir 40 mínútur. Liðinu er spáð góðu gengi í sumar, vonandi að það gangi eftir, en gamlir stresshausar eins og ég eru alltaf svolítið svartsýnir, a.m.k. áður en vitað er hvernig liðið stendur sig í alvöru leikjum.
Það ætti þó alla vega að vera betra sumar í ár en fyrra hvað eitt varðar, ég sá nefnilega ekki einn einasta sigurleik Víkings í fyrra, þeir voru fáir og ég missti af þeim öllum.

Alltaf einhvern veginn svo að ef ég trassa í 2-3 daga að skrifa um eitthvað sem gerðist, þá endar það svo að ekkert er skrifað.
En síðasta helgi var hreinlega of skemmtileg til að hún sleppi við að vera fest á blogg. Hún byrjaði á stórfínu vinnupartíi upp við Elliðavatn á miðvikudegi. Partíið var síðan ekki verra fyrir það að Liverpoolarar voru ekki frá sér af gleði allt kvöldið, en þeir voru samt ekkert að skemmta sér neitt minna fyrir vikið. Ég tók skynsama ákvörðun, var á bíl og var því ferskur sem fjóla daginn eftir, 1. maí, og brá mér í Víkina til að taka þátt í árlegri fjölskylduhátíð, sem í þetta sinn var viku fseinna en venjulega og var byrjunin á þriggja daga afmælishátíð. Afmælissýningin sem ég tók smá þátt í að setja upp var opnun og er hún sérlega flott, allir hvattir til að sækja hana, opin næstu 2 mánuði í kjallara Víkurinnar.
Á föstudaginn var síðan afmæliskvöldverðurinn. 500 Víkingar fylltu aðalsal Hilton Nordica og skemmtu sér stórkostlega. Þetta verður til að setja aukinn kraft í félagslíf Víkings því Víkingar finna hvað er gaman þegar við komum saman.
Aftur var ég á bíl og kom sér vel því laugardagurinn var langur, hófst með United sigri á West Ham, síðan enn og aftur í Víkina þar sem haldinn var hátíðafundur þar sem megindagskráin var heiðrun alla þeirra mörgu Víkinga sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið. Ég hef sum af þeim grunuð að vera að vinna með fleiri stundir í sólarhringnum en við hin, slík er eljusemin.
Frá Víkinni var haldið beint í partí ársins. 20 ára stúdentsafmælið var tekið með trukki og dýfu, flott forpartí og æðisleg veisla í Viðey. Stuðið var sem aldrei fyrr og árin, sem þó íþyngja fæstum, hrundu í burt og það var tjúttað fram á nótt. Ég veit að það var ekki nokkur þarna sem ekki skemmti sér stórkostlega.
Eftir stuttan rúnt í miðbænum hélt heim, þreyttur og glaður.
Bónus helgarinnar var að með sigri í umspili komst FC United of Manchester enn upp um deild. Nú fer þetta væntanlega að verða erfiðara. Hinn FC bloggari Íslands er nú þegar búin að minnast á þennan sigur, en því miður fyrir hana og aðra stuðningsmenn Halifaxhrepps lítur út fyrir að greiðslustöðvunin sé einungis stoppistöð á leið í gjaldþrot og að lið sem fyrrum var ástsælt á Íslandi muni brátt heyra sögunni til.
En brátt verður kominn tími til að gleyma kröggum neðrideildarliða í bili og horfa á ríku liðin og vona að United standi uppi sem meistarar eftir tæpa fjóra tíma!

Afmælisgjöf

Posted April 26th, 2008. Filed under fótbolti handbolti united víkingur

Handknattleiksmenn Víkings færðu félaginu frábæra gjöf í gær og tryggðu sæti okkar í efstu deild næsta vetur. Ekki síðri gjöf var fjölmennið sem var vil leikinn þó að ekki næði ég að vera þar á meðal.
Síðan heldur íþróttaspennan áfram, eftir 45 mínútur reynir United að tryggja sér meistaratitilinn með því að verða fyrsta liðið í nær fjögur ár að vinna á Stamford Bridge. Best að vera ekkert of bjartsýnn fyrir það!

Til hamingju Víkingur 100 ára!

Posted April 21st, 2008. Filed under víkingur

Fagni nú allir Víkingar nær og fjær því félagið okkar er 100 ára í dag. Ætli nokkuð annað félag sem stofnað var af jafn ungum drengjum hafi náð þessum aldri og þeim afrekum sem Víkingur sem hefur gert? Það er yndislegt að lesa Moggann í dag, glæsilegt hvernig þessarar hátíðar er minnst.
Í dag er sjálfur afmælisdagurinn og eftir vinnu verður haldið í Víkina í kaffi og konfekt, en í næstu viku verður svo tekið á því með trukki og dýfu, 1. 2. 3.! Fjölskylduhátíð, afmæliskvöldverður og hátíðafundur. Hvet alla Víkinga til að mæta á alla þessa viðburði og halda rækilega upp á þessi tímamót!
Nú er bara að smella á sig Víkingsbindinu og drífa sig í vinnuna

16 ár

Posted November 24th, 2007. Filed under fótbolti njála queen Ronaldinho víkingur

Þegar mamma sagði mér nývöknuðum að Freddie væri dáinn benti ég henni vinsamlega á að þetta væri nú bara misskilningur í gömlu konunni, hann hefði bara tilkynnt daginn áður að hann væri með eyðni, þetta væri ekki búið enn.
Ekki í fyrsta eða síðasta skiptið sem mamma hefur réttara fyrir sér.
Síðan eru sextán ár.
Var á Herrakvöldi Víkings í gær. Góð skemmtun, Guðni Ágústsson átti salinn, sem kom sumum vissulega á óvart. Á eftir fór hann að rifja upp þegar hann hitti mig sem krakka. Ég efast ekki um að ég kunni mun minna í Njálu nú en þegar ég var fimm ára. Kominn tími á að lesa hana aftur frekar en þetta endalausa SF&F, þó skemmtilegt sé. En ætli ég verði ekki að klára bunkann sem ég fékk um daginn fyrst. Er með bókamerki í einum 6 bókum núna. Helgin fer í það, og 6-Y hitting í kvöld. Ekki seinna vænna að hittast, svona rétt áður en við verðum tuttugu ára stúdentar, og engi.. næstum enginn orðinn fertugur.
Brandari vikunnar:

Tributes are being paid to Scotland this morning [á fimmtudag] after the entire country laughed itself to death,
The alarm was first raised at around 10pm last night as thousands of phone calls and text messages went unanswered.
Small groups of volunteers from Berwick-upon-Tweed and Carlisle ventured north just after midnight only to find houses full of dead people gathered around still blaring television sets. By dawn, as RAF helicopters flew over deserted city streets, it was clear that the whole country had suffered a catastrophic abdominal rupture.
Wayne Hayes, a special constable from Northumberland, said: ‘We went into one house in Dunbar and found three men sitting on the sofa with huge smiles on their faces, still holding cans of 70 Shilling. They seemed to be at peace’
Moving tributes are already being placed along the Scotland-England border with many mourners opting to leave a simple bag of chips or a deep-fried bunch of flowers.

Mynd vikunnar: Ástæðan fyrir að Ronaldinho getur ekki blautan lengur. Hrikalegt að sjá þetta. Og að hugsa sér, ef United hefði fengið Ronaldinho, værum við ekki með Ronaldo. Í dag myndi enginn United maður skipta.
Blast from the past vikunnar: Man ekki afhverju einhver benti á þessa gömlu frétt, en ég hef ekki hlegið jafn mikið lengi: Bjartsýni Liverpool manna er eilíf.. Auðvelt að vera vitur eftir á, en þetta er samt bara fyndið núna. Hvar er Le Tallec í dag??? Annars er þetta bara biturð út í að það sé ekki til jafn gott United blogg…