Segir það ekki allt um þetta sker að í febrúar get ég vart um annað hugsað en sumarfríið mitt?
Tvær vikur í Grikklandi og svo ein óákveðin, líklega smá flakk um Balkanskagann. Á einhver ráðleggingar um það síðarnefnda?

Sunnudagur að kveldi kominn

Posted February 4th, 2007. Filed under Uncategorized

Whúfh.
Það liggur við að manni líði illa að koma í heimsókn og horfa á liðið sitt valta yfir lið gestgjafans. Næstum… *Næstum* dónaskapur.
Að vinna Watford 4-0 á heimavelli er næstum skylda. Að vinna Tottenham á útivelli 4-0 er næstum ósanngjarnt. En voða sætt, ég var dauðhræddur fyrir leikinn, enda lagði ég í að mæta í United skyrtu. Í mörg ár horfði ég aldrei á leik í United skyrtu, það var uppáskrift uppá tap. Núna á ég auðvitað ekki glazerzka skyrtu en þessa fínu eftirlíkingu af ’48 bikarsigursskyrtunni og reyndi hana um daginn hér heima, við unnum og ég held að þessi sé ekki bölvuð.
Er í ritdeilu við moggabloggara í framboði (eru allir moggabloggarar í pólitík?) sem telur það ósvinnu af þýsku heimsmeisturunum að vera með gerviskegg af því það minni á litla liðþjálfann. Það er semsé ekki misskilin karlmennska og tískuslys að Þjóðverjar séu gjarnir til skeggsins, heldur er það merki um… nei, hættu nú alveg.
Er að tapa þúsundkalli í veðmáli af því ég næ ekki að klára HM spákeppnis uppgjör í kvöld. Nei, ekki þetta HM. Alvöru HM. Já, þetta frá í fyrra. Procrastinators’R’Us.
Gamall Garfield brandari kemur í hugann: “Would you be willing to lead a parade to celebrate laziness? If so, you’re already disqualified”
Er ekki sure sign að Garfield sé uppiskroppa með sögur að Jón fékk loksins séns? Ekki það, ég gafst upp fyrir 20 árum og finnst svosem ágætt að Nonni litli sé hamingjusamur, en er ekki bara betra að slá þetta af? Svona eins og besta teiknimyndasaga síðustu 30 ára gerði?
Nóg komið, farið nú að sofa, það er vinna á morgun.

Kaupþing

Posted December 29th, 2006. Filed under Uncategorized

Og nú er ég semsagt að fara að vinna hjá Kaupþingi. Er reyndar búinn að vera að vinna hjá Kaupþingi banka hf. síðan í fyrra ef ég man rétt. Jújú, þetta er kannske svolítið skrýtið, en allar þessar nafnabreytingar eru skiljanlegar fyrir þá sem vilja. Og auglýsingabransamenn vita þetta örugglega betur en einhvern veginn held ég að kostnaðurinn við þessa breytingu sé ekkert ógurlegur, nokkrar heilsíðuauglýsingar, eitthvað í sjónvarpi, sem er hvort sem er bara ágætar auglýsingar á bankanum, og því ágætlega varið. En hvað veit ég, það er blessunarlega ekki mín deild.
Meira en nóg af vinnunni sjálfri, vinnufélagi minni H.Karl, var tekinn rækilega í gær á afmælinu, enginn vildi þýðast heimboð hans þegar hann um daginn var að reyna að fá vini sína í heimsókn, og á endanum var piltur orðinn verulega Grumpy McGrumpherson. Skýringin var auðvitað sú að frúin var búinn að skipuleggja óvænt afmælisteiti. Hann var ansi lengi að jafna sig eftir að hann kom heim til sín eftir smá skrepp með þeim fáu félögum sem höfðu viljað hitta hann og sá liðið. Hann fyrirgaf líka leiðindin fljótt!

Rétt í þessu var skott Englendinganna endanlega skorið og sigur í fjórða Testinu var Ástrala, með miklum yfirburðum (lota og 99 hlaup). Kom mér næstum á óvart að Shane Warne reyndi ekki að varpa frá báðum endum þarna undir lokin til að tryggja sér eins og eitt vikkett undir lokin, en Brett Lee hreinsaði. Það er með ólíkindum hvað Englendingarnir eru slakir, en staðreyndin er sú að Ástralar eru ‘winnerar’ en Englendingar ekki. Nú verður þó mikil endurnýjun í líði Ástrala og fróðlegt verður að sjá hvernig liðið verður í Asknakeppninni sumarið 2009. En fyrst ætla Ástralir að vinna fimmta testið í Sydney og hvítþvo þessa keppni.
Eins og þeir sem birtast hálfgrátandi í heilsíðutilkynningum í blöðunum í dag læt ég í dag af störfum hjá KB banka. Við erum bara ekki öll nógu mikilvæg til að það sé tilkynnt um hvert og eitt.

Gleðileg jól!

Posted December 24th, 2006. Filed under Uncategorized

Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
Ljómandi ljósahátiðarbúin…
Kraftmikils Kwanzaa
Heillandi hátíðarhvaðahátiðar (mega Vottar lesa blogg?)
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

Jólasveinn og hangikjöt.

Posted December 17th, 2006. Filed under Uncategorized

Fyrst ætla ég að plögga Spur eins og í fyrra. Það er nefnilega svo jólalegt.
Spur jólastelpan
Er að horfa á Everton – Chelsea. Það er enn 0-0. Ætli það standi lengi. Svo er bara að reyna að skreyta aðeins.
Var að fá þær fréttir að 2/3 gesta á jóladag komi ekki vegna breytinga á dagskrá. Kemur í ljós hvað verður úr. Dregur aðeins úr viljanum við að redda jólatré. Eru þau ekki öll uppseld, anyway?
Að lokum, veit einhver lesandi um lógistík á því að koma hangikjöti til Bandaríkjanna? Fyrir jól? Svör á bjorn hjá undo púnktur com.

Þoggblurrð. Eður ei.

Posted December 9th, 2006. Filed under Uncategorized

Hef ekki nennt að stinga niður stílvopni eða lemja á lyklaborð. Það er eiginlega gott enda helst að bloggviljinn verði til þegar ég er hvað pirraðastur yfir fréttum og ekkifréttum og ég er ekki viss um að það þjóni of miklum tilgangi að tjá mig um að fólk, nafngreint, sé fífl. Nema hvað.
Þori varla að skrifa neitt um boltann, í dag bíður bananahýði… Svo er ekki einu sinni hægt að gleðjast ótakmarkað því alltaf gnæfir Glazer skugginn yfir. pufthhh.
Fór í jólakaffi og afmælisveislu um síðustu helgi sem var hin besta skemmtun og í kvöld er vinnujólahlaðborð með deildinni og nýtilfærðum úr deildinni, það er búin að vera doltil fart á endurskipulagningu milli deilda. Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni. Það má því eins búast við að hægt verði að hitta mig í ‘félagsheimilinu’ mjög síðla kvölds.
Absolute Sandman kom í hús í vikunni. Jömmí. Fögur bók. Ég sé að Erlingur er ekki á ósvipuðum bókaslóðum, ég reyndar læt Terry aldrei bíða, og Neil smásögurnar og Hiaasen bíða kilju. Ég má bara ekki við að kaupa mikið í harðspjöldum, hef einfaldlega ekki pláss! (ekki spyrja hvar ég ætli að geyma fjögur bindin af Sandman… en ég mun á endanum geta losað mig við kiljurnar 11. Vill einhver? Gætir þurft að borga smá)
Fór í geymsluna áðan að ná í jólasveinana til að dreifa þeim um stofuna. Það er spurning hvort ég ætti að fara taka einn umgang í að fletta í gegnum gömlu boltablöðin mín. Veit það er svolítið trist að halda upp á á annað þúsund gamalla blaða, en ég hef ekki enn haft mig í að henda þeim. Ætli það verði fyrr en ég flyt næst. Svo eru bókakassar þarna sem ég indexaði rækilega þegar ég raðaði í þá fyrir 9 árum en skráin fór í diskakrassi fyrir margt löngu. Líklega ekki mikið merkilegt þar.
Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina er bent á séra Spooner

Hnjask

Posted November 26th, 2006. Filed under Uncategorized

Ef ekki fyrir þetta væri ég mun aumingjalegri en ella núna. Núna get ég þó allavega andað grunnt án verkja og setið uppréttur án mikið meira en eymsla, þannig að samanburðurinn við síðasta ár gerir þetta allt mjög bærilegt. Ég rann nefnilega svo snyrtilega á ís í gærkvöld hér fyrir utan og skall á síðuna. Rifin væntanlega vel marin, og kannske brákuð. Who cares… Verst að það er ekkert þægilegt að liggja, þannig að ég verð líklega ekki í bælinu í allan dag, eins og væri freistandi, svona til að ná úr mér kvefinu.
Laufabrauð í gær annars, hef líklega áður minnst á prófessjonalismann í því, byrjað að skera kl 10 og steiking búin um sex leytið. Líklega hátt í 200 kökur. Tók að mér að fylgjast með og aðeins að prófa steikinguna, enda þarf að fara að huga að verkaskiptingu milli kynslóða. Ég held að sjaldan hafi verið skornar jafn flottar kökur. Yngri unglingarnir eru að byrja að koma inn í þann pakka, gott að sjá. Vantaði að mestu eldri unglingana, þannig ég þori ekki að dæma þau. Ég bara fletti, er fyrir löngu búinn að gefast upp á að vona að einhvern tímann verði almennilega kaka úr mínu krafsi.

Asni.

Posted November 9th, 2006. Filed under Uncategorized

Ég er víst asni. Það verður víst að hafa það.
Ekki alveg ótengt, eins og segir í heimsbókmenntunum “”Charming man … I wish I had a daughter so I could forbid her to marry one …”

Win some, lose some

Posted November 8th, 2006. Filed under Uncategorized

Það er bara staðreynd að United er bara ekki með betri mannskap en svo að ef 1-3 af bestu miðju og sóknarmönnunum eru ekki með, þá er þetta erfitt. Og það er eiginlega gott að vita að neðri deildar lið getur unnið stórlið. *hóst* Markmaðurinn átti stórleik og ég held að United hafi átti 15-20 skot á mark á móti þrem Southend. Frekar þarna en í deildinni segi ég bara, en þessir leikir í miðri viku mega alveg fara að fara betur
Á hinn bóginn er sigur í BNA þar sem hægri flokkurinn vinnur öfgahægriflokkinn. Góðar fréttir þar. Þegar þetta er skrifað er meira að segja séns á að Demmar taki öldungadeildina líka. Það væri fagurt.
Vikan næstum hálfnuð, hún mun enda vel, mjög vel.

Vikjaenni

Posted November 4th, 2006. Filed under Uncategorized

Gott eftirmiddagsboð hjá Doktor Gunna… nei, það er víst búið að taka það frá fyrir fullt og allt, þannig að við skuldum kall’ann GunnarPhD. Fullt hús af samstúdentum mínum.
Nú á eftir er haldið á starfsdag KB banka, sem er ekki lengur heilsdagsdagskrá, blessunarlega, held ég. Hvar svo sem kvölddagskráin fer svo fram má bóka fjör.

Álag?

Posted November 2nd, 2006. Filed under Uncategorized

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana, eftir gott partý á laugardaginn var sameiningarpartý í nýrri deild í gær. Snæddum góðan kvöldverð á Vegamótum og fengum aðeins meððí. Ég reyndar hætti leik frekar snemma, um hálftólf, en aðrir voru duglegri. Á morgun verður svo nýbakaður doktor heimsóttur og á laugardaginn er starfsdagur bankans, þannig að það er nóg eftir.
Í kvöld verður hins vegar legið í leti og safnað kröftum.

Endurfundir

Posted October 30th, 2006. Filed under Uncategorized

Liðin helgi var meiri háttar. Byrjaði á vinnupartíi á föstudegi sem var ágætis skemmtun en ég tók því rólega enda langur laugardagur framundan. Kannske er það eins gott miðað við myndirnar sem gengu í vinnunni í dag. Ekkert dónalegt, flýti ég mér að taka fram, en greinilega mikið fjör.
Klukkan 11 á laugardaginn var síðan haldið í næsta bæjarfélag og fagnað fertugsafmæli Böðvars vinar míns með þessum fína brönsj. Þurfti reyndar að fara burt í miðju ‘bíó’, hefði verið gaman að sjá meira af myndunum þeim. En ég átti eftir að útrétta aðeins fyrir kvöldið og síðan sá ég stóran hluta af stórleik og stórsigri United á Bolton. Fegurri bolta hafa mínir menn ekki spilað í mörg ár.
Og svo leið að kvöldi og rétt rúmlega á tilsettum tíma (þetta eru jú Íslendingar) fóru fyrrverandi 9-Hingar anno 1984 að láta sjá sig í Giljalandinu. Þetta er í fyrsta skipti í þrettán ár sem þessi öðlingsbekkur heldur partí og það var ljóst af stemmingunni að þetta var langþráð. Reyndar voru ekki nema um 13-15 manns á staðnum en ég held ég geti fullyrt að allir skemmtu sér stórkostlega. Það verður alveg víst að ekki líða önnur þrettán ár í næsta partí, enda er nú búið að hafa upp á netföngum nær allra í bekknum og þarf því ekki að hafa mikið fyrir að boða liðið. Og fyrir utan almennileg partí verður örugglega hóað á kaffihús af og til, t.d. þegar einhverjir útlaganna láta sjá sig á klakanum.
Allir voru sammála um að enginn hafi breyst nokkurn skapaðan hlut (sumir reyndar orðnir fetinu hærri…) fyrir utan að hárböndin hafa týnst og hvítir lokkar í hári löngu horfnir (og ekki komnir aftur…. enn…)
Síðustu gestir fóru rétt fyrir þrjú og sunnudagurinn var rólegur eftir því.

Leki

Posted October 27th, 2006. Filed under Uncategorized

Hvað er verra en að fara til tannlæknis?
Jú, að fara ekki til tannlæknis af því að á leiðinni þangað kemur símtal úr vinnunni að nágranninn sé að leita að manni af því það eru stífluð niðurföll og lekur inn í hús.
Granninn missti nýja parkettið, hjá mér reyndist lekinn minni og vatnshallinn í þvottahúsinu góður sem sá til þess að allt fór niður um skólpniðurfallið þar sem ekki er stíflað, en ekki inn á parkett.
Sit ég nú og bíð eftir stíflulosara…

Ljúft, svo ljúft

Posted October 22nd, 2006. Filed under Uncategorized

Það verður ekki betra en að vinna Liverpool. Svona líka sanngjarnt.
Ekki spillir að vinnufélagi minn sem ég hirði flösku af fyrir vikið viðurkenndi að hafa farið á betsson þegar staðan var 1-0 og lagt vel undir á 2-0. Það getur verið að hann hafi unnið einhverja þúsundkalla á því, en segir þetta ekki bara allt um hvaða álit púlarar hafa á sínum mönnum!
Nenni ekki að horfa á Alonso hirða þetta, mun eflaust halda með honum á næsta ári, en ekki núna. Schadenfreudistar mega svo fagna, sama er mér, Schumacher er sá besti.
Veit aðalfréttaritari Sameiningar Mannshesta á Íslandi af þessari grein?

*tap* *tap*

Posted October 18th, 2006. Filed under Uncategorized

*tap* *tap*
Is this thing on?
Ég er hér enn, hef bara ekki nennt að blogga. Á ég eitthvað að nenna að skrifa um DeeTheeJay? Kannske ekki. Týpiskir útúrsnúningar í manninum.
Næsta helgi verður líklega róleg, en síðan koma fjórar þéttar helgar í röð. Farinn að hlakka sérlega til 28. október!

Sveitasæla

Posted September 30th, 2006. Filed under Uncategorized

Nú skal haldið á vit sveitasælunnar (já, hættið að hlæja þið þarna í öftustu röð). Þar verður alvöru myrkur (fyrir utan útiljósin á bæjunum) þannig að vð vonumst eftir heiðskýrri nótt.
Annars verður þetta bara afslöppun, ég finn ekki regngallann, þannig að ég fer ekki í gönguferðina ætluðu ef það verður rigning. Það væri verra, enda eina áreynsla helgarinnar. Ef áreynslu skyldi kalla.
Held að það segi ýmislegt um vikuna að ég svaf í 11 tíma í nótt. Þess vegna er ég svolítið seinn á ferðinni.

Ljúfur lækjarniður

Posted September 27th, 2006. Filed under Uncategorized

Það var einkennilegt að vakna í nótt við að húsið var algerlega kyrrt og hljótt. Niðurinn úr tölvuherberginu þagnaður, enda rafmagnslaust.
Spurning hvort maður fari að gera eitthvað í hljóðmálum, þetta var afskaplega notalegt!
Berserkir voru valdir bestu stuðningsmenn 13-18. umferðar í fótboltanum. Þó það nú væri!

Lén…

Posted September 25th, 2006. Filed under Uncategorized

Sé að ýmsir lesendur Nönnu hafa kíkt hérna yfir eftir komment mitt á þessa færslu. Vonandi þið skemmtið ykkur vel.
Annnars fyrir þá sem ekki vita og nenna/kunna ekki að fletta upp á isnic.is, þá var lénið bistro.is skráð í dag, 25. september og er í eigu Íslendingasagnaútgáfunnar ehf. Sem vill svo skemmtilega til að gefur út Gestgjafann. Þar sem ýmsir starfsmenn nýja tímaritsins Bistro unnu áður. Eða heitir blaðið Bístró? bístró.is er reyndar líka skráð í dag og eigandi virðist eftir stutta eftirgrennslan tengdur aðili. Það gæti samt reynst þrautin þyngri að beina fólki á bístrópunkturis frekar en bistropunkturis.
Úps…

Ögurstund

Posted September 23rd, 2006. Filed under Uncategorized

Í dag ræðst í hvernig skapi ég verð næsta árið. Áfram Víkingur! Hei!