Erfðabreytt mannkyn

Posted November 24th, 2017. Filed under tækni trú

Um daginn var haldinn fundur sem bar yfirskriftina “Heimspekispjall: Samræða um lífsiðfræði CRISPR-erfðatækninnar

Í tilefni af því skellti ég smá spurningu á Twitter

Það kom mér gríðarlega á óvart að 10 af 33 svöruðu þessari spurningu með ‘Nei’ en eftir á að hyggja þá ætti það kannske ekki að vera, slíkur hefur áróðurinn gegn ‘erfðabreyttum’ matvælum verið, oftast af óíhuguðum og grunnhyggnum ástæðum.

Mér finnst þessi spurning hafa augljóst ‘Já’ svar, enda eru framfarir sem hægt er að sjá fyrir gríðarlegar og svo allar hinar sem við sjáum enn ekki fyrir enn meiri.  Þetta þarf hins vegar að vekja umræðu um hvernig við gerum læknismeðferð þessa, sem og aðrar, sem eru dýrar, aðgengilega öllum óháð efnahag og búsetu í heiminum. 

Það er annað mál

En að 30% segi bara NEI! við lækninum er ógnvekjandi staðreynd. Einhver þessara halda að ‘erfðabreytingar’ séu einhvers konar skrímsli sem muni eyða heiminum. Það kann að vera en það er klárt mál að erfðabreytingar eru framtíðin. Eina spurningin er hvernig við stöndum að þeim. Fólk sem segir Nei er fólk sem er ófært um að horfa lengra fram í tímann en fimm ár. Ef það heldur að eftir 50-100 ár verði erfðabreytingum enn haldið niðri þá er það gríðarleg ranghugmynd. Eitt af því sem þetta fólk þarf að gera er að lesa vísindaskáldsögur. Þar má finna útópíur og dystópíur erfðatækni og hægt að ímynda sér hvað svo sem er.

En að svara Nei við „Eru erfðabreytingar á fólki réttlætanlegar“ er ekki bara heimskuleg skammsýni, heldur líka hrein og klár illmennska.

 

Einhver sem er hvorki nógu sleipur í íslensku né ensku[1] birtir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag og vitnar í bifflíuna[2]. Í því efni er rétt að hafa nokkur atriði í huga:

 • Guð er ekki til
 • Þ.a.l. er biblian ekki Orð Guðs.
 • Jesús var… kannske… til.
 • En hann var ekki sonur Guðs.
 • Svo það er alveg óþarfi að taka mark á því sem Jesús sagði, nema það sé almenn sannindi.

Þannig það er best að setja biblíuna bara á hilluna og láta hana rykfalla.

 • En ef þú vilt endilega trúa að Guð hafi verið til
 • Og að Jesú hafi verið til og verið sonur hans.
 • Þá er ljóst jafnvel þó að brjálæðingurinn og geðklofinn[3] Sál frá Tarsus hafi aldrei hitt Jesú.
 • Þá er brjálæðingurinn og geðklofinn Sál frá Tarsus augljóslega innblásinn af Guði
 • Og ef þú vilt trúa á Guð, er eins gott fyrir þig að fordæma samkynhneigða. Og fíkjur (Markús 11:12-14)[4]
 • Tókstu annars eftir því að á morgun vígir fráskilin kona  (Matt. 19,6) fráskilda konu  (Matt. 19,6) til biskups?

Hættum þessu trúarbulli, köstum trúnni, verum góð hvort við annað.

[1] “Fyrra bréf Páls til Korin (sic)”,  “When Christians are mute, then Bible says”

[2] http://eyjan.pressan.is/frettir/wp-content/uploads/2012/08/f4c3a2aa83-380x230_o.jpg

[3] Þetta tvennt fer ekkert endilega sama svo svo hafi verið í þessu tilfelli.

[4] Mikið skolli eru fíkjur samt vondar.

Athafnir.

Posted September 25th, 2007. Filed under trú

Eitt af því sem felst í því að vera trúlaus er aðskilnaður frá öllum helstu merkisathöfnum mannlífs á Íslandi, fyrir utan afmæli. Þessar stóru vörður á lífsleiðinni, nafngift, manndómsvígsla, brúðkaup og dánarkveðja eru rígnegldar við kirkjudyrnar.
Og þó. Síðustu 20 ár hefur borgaraleg ferming náð fótfestu og er það vel, enda eru þáttakendur í fermingunni á þeim aldri sem er hvað viðkvæmastur fyrir að vera ekki eins og aðrir og að veita þeim tækifæri til að finna sér hóp er ómetanlegt.
En eftir standa hinir þrír. Siðmennt veitir upplýsingar um allar fjórar tegundir athafna, en það er fyrst nú sem fréttnæmt verður að haldið er veraldlegt brúðkaup.
Í tengslum við umræðurnar um veraldlegu hjónavígsluna tók ég fyrst og fremst eftir einu, og líklega ekki því sama og aðrir. Það var athafnastjóratitill Jóhanns Björnssonar.
Samkvæmt bloggi Jóhanns kemur í ljós að “hafa nokkrir einstaklingar núþegar tekið námskeið í veraldlegri útfarastjórn”. Þetta er löngu tímabært og mikið fagnaðarefni.
Mikið verk er enn óunnið og langt í land. Hin ótrúlegu viðbrögð Salarins í Kópavogi að neita að halda athöfnina, og skítkast út í Siðmennt á bloggsíðum sýna það.
Hvað svo sem halda má fram um hversu rétt það er að halda veraldlega athöfn í Fríkirkjunni eða ekki, þá er það verulegt umhugsunarefni að það hreinlega vantar staði sem eru jafn fallegir og tignarlegir, hvort sem fyrir brúðkaup eða jarðarför. Það er vel hægt að segja “ef þú vilt ekki kirkjubrúðkaup ferðu bara til sýslumanns”, en þetta er jafn fjarstæðukennt og að halda fram að valið standi milli trúarlegrar útfarar og að vera huslaður í kyrrþey utan kirkjugarðsveggjar. Það er ekki trúin á Guð sem gerir brúðkaup að þeirri hátíðarstund sem það er. Og kveðjustund látins sem er ekki á leiðina í einhverja ‘eilífð’ á síst að vera veigaminni en hin.
Siðmennt má ekki vera ‘trúfélag’ og ég er reyndar alls ekki viss um að ég myndi vilja sjá ‘opinbert’ trúleysisfélag , en eins og staðan er nú, þá er ekki hægt að brjóta múrana á annan hátt. Til dæmis held ég að athafnarstjórar erlendis (celebrants) séu ekki endilega beintengdir einhverjum húmanistafélögum, en meðan viðurkenning á nauðsyn ótrúartengds hlutverks sem slíku er ekki til, verður Siðmennt að ryðja brautina.
Að baki þessu öllu liggur einfaldur sannleikur. Þegar veraldlegar nafngiftir, brúðkaup og jarðarfarir verða orðnar daglegt brauð, og jafn hátíðlegar og fallegar og kirkjuathafnirnar mun nefnilega trúarþörf Íslendinga snarminnka.
Það skyldi þó aldrei vera að einhverjir væru á móti því?
P.s. ég er ekki félagi í Siðmennt, en sem ég skrifaði þennan póst sá ég að ég varð að ganga í félagið. Og gerði það rétt í þessu.

Mannvonska

Posted June 20th, 2007. Filed under mannréttindi trú

Þar sem trúargeðveiki ræður ríkjum fær mannvonskan að leika lausum hala

Kosningar og Heródes who?

Posted May 8th, 2007. Filed under stjórnmál trú

Tók prófið sem allir eru að tala um:

Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 24%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 6.25%

Þabbara þa…
Tók það svo aftur, í þetta skipti herti ég aðeins á skoðunum mínum og varð ákveðnari:

Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%

Þetta getur ekki verið skýrara, eða hvað?? Gleymdu reyndar að spyrja hvort maður treysti liðinu! Þetta er samt skárra en síðast og eitthvað meira afgerandi.
Svo eru þeir búnir að finna gröf eins Heródesanna, Heródesar mikla meira að segja. Og trúarnöttararnir á Moggablogginu míga í sig af hrifningu af þessari staðfestingu á hve Biblían er sönn. Þarf eitthvað að fara náið út í hvað þetta er fjarstæðukennt? Vantrú reynir samt, svona fyrir þá sem ekki hafa nema hálfa hugsun. Svona eins og E***** A******.
Var boðið á krikketæfingu í gær. Þáði með þökkum en svo komst ég ekki á endum. Svolítið súrt.

Stórkostlegt

Posted April 26th, 2007. Filed under trú

Það er stórkostlegt að ‘þjóð’kirkjan hafi ekki samþykkt vígslu samkynhneigðra. Það er jú augljóst að bæði í Gamla testamentinu og í bréfum Páls er blátt bann lagt við kynmökum þeirra. Grænsápan tapaði. Það er því vonandi að augu þeirra sem nú hafa hátt og vilja ganga úr þjóðkirkjunni opnist enn frekar og þau geri sér grein fyrir að Biblían er ekki heilög og ekki sannleikur og að Páll var bara ofskynjunarsjúklíngurinn Sál.
Ef þú gengur úr þjóðkirkjunni af því þú vilt að samkynhneigðir fái að giftast í kirkju, þá ertu að ganga af trúnni og ég hvet þig til að ganga alla leið. Til hamingju!

Páskabíó

Posted April 5th, 2007. Filed under frí trú

Að gefnu tilefni horfði ég á Life of Brian áðan. Væri reyndar réttara á morgun, en þá er ég upptekinn.
Og hér mætast í einu myndbandi Monty Python, Richard Dawkins og Ted Haggard.

Fyndið? you betcha…

Þróun hvað?

Posted January 30th, 2007. Filed under trú

Í tilefni þess að ég víkkaði meginmálsspaltann til að koma fyrir YouTube vídeóum (þú gætir verið að missa af del.icio.us linkunum mínum hægra megin ef þú ert með mjóan vafursglugga, það er verra, góðir linkar þar) þá er hér fagurt dæmi um uppfræðslugildi kristinnar trúar:

via: Frelsi og franskar og Pharyngula.
Í sama ranni má benda á að mér finnst ankannalegt að sjá Davíð Þór Jónsson lofsama vanþekkingu:

En ef við leggjum okkur fram getur okkur tekist að upplifa léttinn þegar því oki er lyft af okkur að þurfa alltaf að hafa öll svör á reiðum höndum og við getum hvílt sál okkar í trausti á Guð. Þegar okkur tekst að sleppa og treysta. Þegar okkur tekst að láta af og leyfa Guði. Þegar við finnum að við þurfum ekki að gera neitt annað en að hætta að stjórna og vita og skilja og hleypa Guði að.

Hefði haldið að hann væri fróðleiksfús maður.
Að lokum er rétt að benda á Teit Atlason, BA í guðfræði, rífa í sig Vinaleið í Fréttablaðinu í dag.
Prédikun dagsins lokið! Næsta mál á dagskrá er að gera súpu úr Baunum!