Gleði mín í síðustu færslu var ótímabær. Bent var á í athugasemd að það er Senu að þakka að iTMS er ekki á Íslandi, þar sem Sena neitar að leyfa iTMS að selja þeirra tónlist og iTMS kemur ekki inn á markaði nema geta selt lókal mússík. Sena er hluti af 365 sem og d3, og þetta er því allt sama pakkið. Ég kaupi því ekki minnsta snitti af tonlist.is, því það er þeim að kenna að ég get ekki keypt erlenda tónlist. Rakkarapakk.
En að skemmtilegri hlutum. Bikarúrslitaleikur í dag og við getum hirt okkar fjórðu tvennu (þrennan er talin með). Það yrði yndislegt.
Skemmtum okkur því við að rifja upp næstbesta leikmann sem hefur klæðst rauðu skyrtunni:
.
Svo var ég búinn að lofa að svara henni Freyju:

1. Ferðu eitthvert í sumar?

2. Hvert ferð þú í sumar?
Grikklands (og helgarferð til London reyndar líka
3. Hvað verðurðu lengi?
Tvær vikur
4. hefurðu farið þangað áður?
Já, til Grikklands, en ekki til eyjunnar Εύβοια þar sem ég verð núna.

tonlist.is! Frábært!ekki frábært.

Posted May 15th, 2007. Filed under tækni tónlist

Þar til nú hefur þessi færsla verið í fullu gildi (reyndar fóru víst gæðin á einhverjum punkti upp í 192kbps).
En ekki lengur! Skv Mogga í morgun ætlar tonlist.is að taka DRM af skrám sínum!. Þetta eru frábærar fréttir! Nú er hægt að kaupa af þeim lög og *eiga* þau, ekki bara fá þau lánuð með skilyrðum. iPod eigandinn og iTunes eigandinn ég get loksins farið að nota þetta. Skv fréttinni fer þetta í loftið á laugardag, ég mun mæta og kaupa góðan slurk!
Sé að þeir munu bjóða upp á mismunandi form, t.d. bæði aac og mp3. Fróðlegt væri ef maður gæti fengið lag á báðum formum, svona ef maður treystir ekki að maður muni alltaf nota iPod, eða vill geta spilað í ekki-iPod tónhlöðum eða iPod lausum tölvum. Kemur í ljós.
Geri ráð fyrir að þetta verði vatnsmerkt á einhvern hátt þannig að ekki verður áhættulaust að dreifa keyptum lögum áfram, en, það er nú einu sinni ólöglegt 😉
edit: Sem sé frábært!. Ekki frábært. tónlist.is sökkar enn! Sjá hér

Nanci Griffith

Posted March 8th, 2007. Filed under tónlist

Langtímalesendur vita aðdáun mína á Nanci Griffith. Fæst ef nokkur ykkar hafa heyrt í henni og því hvet ég alla þá sem þetta lesa til að hlusta á þátt hennar á BBC frá síðasta föstudegi, Friday Night With…Nanci Griffith. (lokabrotin úr þættinum á undan eru þarna í byrjun). Þetta verður á netinu þangað til á morgun (fyrirgefið að ég var ekki búinn að sjá þetta fyrr). Og þetta er horfið af netinu. En ég gat hirt þetta… tæknin lætur ekki að sér hæða.
Paul Gambaccini kynnir hana sem “Outstanding Woman of Music”. Ég get einungis tekið undir það.