Erfðabreytt mannkyn

Posted November 24th, 2017. Filed under tækni trú

Um daginn var haldinn fundur sem bar yfirskriftina “Heimspekispjall: Samræða um lífsiðfræði CRISPR-erfðatækninnar

Í tilefni af því skellti ég smá spurningu á Twitter

Það kom mér gríðarlega á óvart að 10 af 33 svöruðu þessari spurningu með ‘Nei’ en eftir á að hyggja þá ætti það kannske ekki að vera, slíkur hefur áróðurinn gegn ‘erfðabreyttum’ matvælum verið, oftast af óíhuguðum og grunnhyggnum ástæðum.

Mér finnst þessi spurning hafa augljóst ‘Já’ svar, enda eru framfarir sem hægt er að sjá fyrir gríðarlegar og svo allar hinar sem við sjáum enn ekki fyrir enn meiri.  Þetta þarf hins vegar að vekja umræðu um hvernig við gerum læknismeðferð þessa, sem og aðrar, sem eru dýrar, aðgengilega öllum óháð efnahag og búsetu í heiminum. 

Það er annað mál

En að 30% segi bara NEI! við lækninum er ógnvekjandi staðreynd. Einhver þessara halda að ‘erfðabreytingar’ séu einhvers konar skrímsli sem muni eyða heiminum. Það kann að vera en það er klárt mál að erfðabreytingar eru framtíðin. Eina spurningin er hvernig við stöndum að þeim. Fólk sem segir Nei er fólk sem er ófært um að horfa lengra fram í tímann en fimm ár. Ef það heldur að eftir 50-100 ár verði erfðabreytingum enn haldið niðri þá er það gríðarleg ranghugmynd. Eitt af því sem þetta fólk þarf að gera er að lesa vísindaskáldsögur. Þar má finna útópíur og dystópíur erfðatækni og hægt að ímynda sér hvað svo sem er.

En að svara Nei við „Eru erfðabreytingar á fólki réttlætanlegar“ er ekki bara heimskuleg skammsýni, heldur líka hrein og klár illmennska.

 

Gleði mín í síðustu færslu var ótímabær. Bent var á í athugasemd að það er Senu að þakka að iTMS er ekki á Íslandi, þar sem Sena neitar að leyfa iTMS að selja þeirra tónlist og iTMS kemur ekki inn á markaði nema geta selt lókal mússík. Sena er hluti af 365 sem og d3, og þetta er því allt sama pakkið. Ég kaupi því ekki minnsta snitti af tonlist.is, því það er þeim að kenna að ég get ekki keypt erlenda tónlist. Rakkarapakk.
En að skemmtilegri hlutum. Bikarúrslitaleikur í dag og við getum hirt okkar fjórðu tvennu (þrennan er talin með). Það yrði yndislegt.
Skemmtum okkur því við að rifja upp næstbesta leikmann sem hefur klæðst rauðu skyrtunni:
.
Svo var ég búinn að lofa að svara henni Freyju:

1. Ferðu eitthvert í sumar?
Já
2. Hvert ferð þú í sumar?
Grikklands (og helgarferð til London reyndar líka
3. Hvað verðurðu lengi?
Tvær vikur
4. hefurðu farið þangað áður?
Já, til Grikklands, en ekki til eyjunnar Εύβοια þar sem ég verð núna.

Þar til nú hefur þessi færsla verið í fullu gildi (reyndar fóru víst gæðin á einhverjum punkti upp í 192kbps).
En ekki lengur! Skv Mogga í morgun ætlar tonlist.is að taka DRM af skrám sínum!. Þetta eru frábærar fréttir! Nú er hægt að kaupa af þeim lög og *eiga* þau, ekki bara fá þau lánuð með skilyrðum. iPod eigandinn og iTunes eigandinn ég get loksins farið að nota þetta. Skv fréttinni fer þetta í loftið á laugardag, ég mun mæta og kaupa góðan slurk!
Sé að þeir munu bjóða upp á mismunandi form, t.d. bæði aac og mp3. Fróðlegt væri ef maður gæti fengið lag á báðum formum, svona ef maður treystir ekki að maður muni alltaf nota iPod, eða vill geta spilað í ekki-iPod tónhlöðum eða iPod lausum tölvum. Kemur í ljós.
Geri ráð fyrir að þetta verði vatnsmerkt á einhvern hátt þannig að ekki verður áhættulaust að dreifa keyptum lögum áfram, en, það er nú einu sinni ólöglegt 😉
edit: Sem sé frábært!. Ekki frábært. tónlist.is sökkar enn! Sjá hér