Það er ekki eins og ég hafi ekki nóg til að eyða tímanum í, eða horfa á í sjónvarpinu, en Making Light er búið að kveikja í mér. Þar á bæ er hafið enduráhorf á einhver… nei köllum það bara bestu sjónvarpsþáttaröð allra tíma, Babylon 5. Þannig að ég ætla að gera slíkt hið sama. Langt síðan ég horfði síðast á snilldina. Ætli þetta endist ekki vel fram á vorið?
Planið um að klára sem flestar bækur um helgina verður eitthvað slakara fyrir vikið, bunkinn af bókum sem ég er byrjaður á og kominn eitthvað áfram í er orðinn allt of stór og ætlunin var að grynnka á honum.
Kláraði þó ævisögu Gunnars Thoroddsen í gærkvöld. Nokkuð ánægður með bókina þó að ég finni á henni vankanta, svo sem að ekki sé nógu skýrt hverjar pólítískar áherslur hann hafði síðustu árin, og líka hefði kannske mátt skoða betur hvað áorkaðist í hans forsætisráðherratíð, nokkuð sem er rétt tæpt í einni setningu frá Svavari Gests í eftirmála. En engu að síður er þetta stórvirki og vel lestrarins virði

Ég spáði þessu sem möguleika fyrir nákvæmlega fjórum árum síðan.

Á leið á kjörstað

Posted May 12th, 2007. Filed under stjórnmál

Er á leið á kjörstað og var rétt í þessu að ákveða mig. Það er ágætt. Held ég. Aldrei verið svona óviss um mitt atkvæði, þetta er allt saman pakk.
Plana svo að renna í bæinn og gera eitthvað skemmtilegt.

Kosningar og Heródes who?

Posted May 8th, 2007. Filed under stjórnmál trú

Tók prófið sem allir eru að tala um:

Stuðningur við Samfylkinguna: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 30%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 24%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 6.25%

Þabbara þa…
Tók það svo aftur, í þetta skipti herti ég aðeins á skoðunum mínum og varð ákveðnari:

Stuðningur við Samfylkinguna: 62.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 31.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 12.5%

Þetta getur ekki verið skýrara, eða hvað?? Gleymdu reyndar að spyrja hvort maður treysti liðinu! Þetta er samt skárra en síðast og eitthvað meira afgerandi.
Svo eru þeir búnir að finna gröf eins Heródesanna, Heródesar mikla meira að segja. Og trúarnöttararnir á Moggablogginu míga í sig af hrifningu af þessari staðfestingu á hve Biblían er sönn. Þarf eitthvað að fara náið út í hvað þetta er fjarstæðukennt? Vantrú reynir samt, svona fyrir þá sem ekki hafa nema hálfa hugsun. Svona eins og E***** A******.
Var boðið á krikketæfingu í gær. Þáði með þökkum en svo komst ég ekki á endum. Svolítið súrt.