Alltaf einhvern veginn svo að ef ég trassa í 2-3 daga að skrifa um eitthvað sem gerðist, þá endar það svo að ekkert er skrifað.
En síðasta helgi var hreinlega of skemmtileg til að hún sleppi við að vera fest á blogg. Hún byrjaði á stórfínu vinnupartíi upp við Elliðavatn á miðvikudegi. Partíið var síðan ekki verra fyrir það að Liverpoolarar voru ekki frá sér af gleði allt kvöldið, en þeir voru samt ekkert að skemmta sér neitt minna fyrir vikið. Ég tók skynsama ákvörðun, var á bíl og var því ferskur sem fjóla daginn eftir, 1. maí, og brá mér í Víkina til að taka þátt í árlegri fjölskylduhátíð, sem í þetta sinn var viku fseinna en venjulega og var byrjunin á þriggja daga afmælishátíð. Afmælissýningin sem ég tók smá þátt í að setja upp var opnun og er hún sérlega flott, allir hvattir til að sækja hana, opin næstu 2 mánuði í kjallara Víkurinnar.
Á föstudaginn var síðan afmæliskvöldverðurinn. 500 Víkingar fylltu aðalsal Hilton Nordica og skemmtu sér stórkostlega. Þetta verður til að setja aukinn kraft í félagslíf Víkings því Víkingar finna hvað er gaman þegar við komum saman.
Aftur var ég á bíl og kom sér vel því laugardagurinn var langur, hófst með United sigri á West Ham, síðan enn og aftur í Víkina þar sem haldinn var hátíðafundur þar sem megindagskráin var heiðrun alla þeirra mörgu Víkinga sem hafa unnið óeigingjarnt starf fyrir félagið. Ég hef sum af þeim grunuð að vera að vinna með fleiri stundir í sólarhringnum en við hin, slík er eljusemin.
Frá Víkinni var haldið beint í partí ársins. 20 ára stúdentsafmælið var tekið með trukki og dýfu, flott forpartí og æðisleg veisla í Viðey. Stuðið var sem aldrei fyrr og árin, sem þó íþyngja fæstum, hrundu í burt og það var tjúttað fram á nótt. Ég veit að það var ekki nokkur þarna sem ekki skemmti sér stórkostlega.
Eftir stuttan rúnt í miðbænum hélt heim, þreyttur og glaður.
Bónus helgarinnar var að með sigri í umspili komst FC United of Manchester enn upp um deild. Nú fer þetta væntanlega að verða erfiðara. Hinn FC bloggari Íslands er nú þegar búin að minnast á þennan sigur, en því miður fyrir hana og aðra stuðningsmenn Halifaxhrepps lítur út fyrir að greiðslustöðvunin sé einungis stoppistöð á leið í gjaldþrot og að lið sem fyrrum var ástsælt á Íslandi muni brátt heyra sögunni til.
En brátt verður kominn tími til að gleyma kröggum neðrideildarliða í bili og horfa á ríku liðin og vona að United standi uppi sem meistarar eftir tæpa fjóra tíma!

Beðið með eftirvæntingu

Posted November 3rd, 2007. Filed under dægurmál fótbolti skemmtun

Fór aðeins út á lífið í gær, var frekar stilltur og vaknaði hress og kátur, dreif mig í ræktina núna áðan og bíð nú spenntur eftir Arsenal -United. Yfirleitt eru stórleikir lítið fyrir augað, járn í járn, en liðin hafa bæði verið að spila geysifagran fótbolta og ef bæði halda sig við það gæti þetta orðið klassísk viðureign. Ég hlakka ofsalega til.
Heyrði í einum dyggum lesanda á fimmtudaginn sem kvartaði undan því að þetta væri lítið annað en boltatuð og vildi heyra eitthvað um menn og málefni. Ég legg eiginlega ekki í það, það geta allir sem eitthvað þekkja til mín, þó ekki nema af þessu bloggi væri, hvar ég stend í helstu umræðuefnum vikunnar og finnst satt að segja mótrök í sumum málum svo gjörsamlega glórulaus að það er ekki orðum eyðandi á.
Á hinn bóginn fagna ég vaxtahækkun Seðlabanka. Það er orðið morgunljóst að þenslan er bara á leiðinni áfram og það verður að reyna allt til að draga úr neyslunni. Meira að segja hjá mér dregur þetta úr græjufíkn. Svolítið allavega… Hagfræðin, hin döpru vísindi. So true.

Góður laugardagur

Posted October 28th, 2007. Filed under fótbolti fjölskylda skemmtun

Verulega góður dagur í gær. Hófst á ferð í ræktina (átak í gangi, gengur ekki illa), síðan var það Musteri Mammons til að græja gjöf. Var búinn að mæla mér mót við vin á Glaumbar og kom við hjá öðrum til að ferja hann þangað. Frú þess síðarnefnda kom í tæka tíð heim og við drifum okkur í bæinn og sáum okkar menn rústa ‘boro 4-1. Frábær fótbolti og spennandi að sjá að fremstu fimm menn okkar í leiknum eru allir 23 ára eða yngri. Ferjuðum einn bíl á Víðimel að leik loknum og svo var haldið heim. Kvöldið byrjaði kl.6 þegar mamma kom við og við fórum í veislu til að samfagna Möggu frænku að hafa loksins ákveðið að skilja við lögfræðideildina þrátt fyrir að henni hafi greinilega þótt ákaflega gaman að vera skráður nemandi! Maður þekkir aldrei of marga lögfræðinga.
Garðabærinn var lokaviðkomustaður kvöldsins, þrítugsafmæli yfirmannsins og þar var skemmt sér og dansað fram á rauðanótt í frábæru partíi!
Sem sé, geysigaman í allan gærdag, og eftirköstin lítil.
FC United vann reyndar líka góðan sigur í gær. Ekkert að því!
Og að lokum, fyrir þá fáu lesendur sem vita ekki af því, þá er ég á Facebook

Meiri raunir.

Posted August 19th, 2007. Filed under fótbolti skemmtun

Og enn versnar það. Og auðvitað þurfti það að vera Siddy sem sá um fyrsta tapið á tímabilinu. Spurning um að kveða titilinn nú þegar?
En menningarnótt var góð, var í bænum frá 3-2 með góðu fólki í frábæru veðri. Ekkert að því.

Weetabix FC

Posted May 22nd, 2007. Filed under fótbolti skemmtun Tinni

“When I was in the leverage buy-out business we bought Weetabix and we leveraged it up to make our return. You could say anyone who was eating Weetabix was paying for our purchase of Weetabix. It was just business. It is the same for Liverpool. Revenues come in from whatever source and go out to whatever source and, if there is money left over, it is profit.”

Sjá neðst í þessari grein.
Knattspyrnulið eru bara eins og hver önnur fabrikka. Annars er ágætt að líkja Liverpool við Weetabix. Það síðarnefnda er álíka bragðgott og hið fyrrnefnda er skemmtilegt á að líta, þannig að maður snertir á hvorugu.
Hm. kannske á líkingin enn betur við Chelsea, Weetabix nær þó allavega árangri! Sleppum því samt, hér eftir vita lesendur viða hvað átt er þegar Weetabix FC ber á góma.
Annars veit ég ekki hvort er verra. Að gleyma ekki obskúr persónu úr Tinna og spyrja um hana, eða að hafa ekki hugsað um þá sömu persónu í 25 ár, en muna eftir henni þegar nafnið kemur upp. Reyndar var nafnið mjög augljóslega úr íslenskri Tinnaþýðingu sem kom mér á sporið, en það tók mig mínútu að kveikja. Mín afsökun? Leyndardómurinn var önnur af tveimur Tinnabókum sem ég átti. Hinar las ég bara á safninu meðan ég var að bíða eftir að bækurnar sem ég var að fá lánaðar voru stimplaðar út.

Mezzoforte

Posted March 27th, 2007. Filed under skemmtun

Frábærir tónleikar í kvöld, frábærir listamenn þarna á ferð, pottþétt skemmtun. Hlakka til að sjá DVDinn. Fín pizza á Horninu á eftir. Góður dagur.