Það er ekki eins og ég hafi ekki nóg til að eyða tímanum í, eða horfa á í sjónvarpinu, en Making Light er búið að kveikja í mér. Þar á bæ er hafið enduráhorf á einhver… nei köllum það bara bestu sjónvarpsþáttaröð allra tíma, Babylon 5. Þannig að ég ætla að gera slíkt hið sama. Langt síðan ég horfði síðast á snilldina. Ætli þetta endist ekki vel fram á vorið?
Planið um að klára sem flestar bækur um helgina verður eitthvað slakara fyrir vikið, bunkinn af bókum sem ég er byrjaður á og kominn eitthvað áfram í er orðinn allt of stór og ætlunin var að grynnka á honum.
Kláraði þó ævisögu Gunnars Thoroddsen í gærkvöld. Nokkuð ánægður með bókina þó að ég finni á henni vankanta, svo sem að ekki sé nógu skýrt hverjar pólítískar áherslur hann hafði síðustu árin, og líka hefði kannske mátt skoða betur hvað áorkaðist í hans forsætisráðherratíð, nokkuð sem er rétt tæpt í einni setningu frá Svavari Gests í eftirmála. En engu að síður er þetta stórvirki og vel lestrarins virði

Evróvision.. ha?

Posted May 12th, 2007. Filed under sjónvarp

Ha?
Jújú, úkraína var allt í lagi, en ég var að fíla Svía, Finna og Frakka. Í þessari röð. Maður getur víst ekki kosið sigurvegara á hverju ári.

Sjónvarp næstu árin

Posted January 18th, 2007. Filed under sjónvarp

Nú er hægt að hlakka til því gera á stuttseríu úr Diamond Age eftir Stephenson og HBO ætlar að búa til alvöru seríu eftir Song of Ice and Fire eftir George RR Martin, ein þáttaröð per bók.
Ef af verður og ekki eitthvað klúður gæti þetta hvort tveggja orðið alger snilld.