Skoðanir stjórnlagaþings

Posted December 1st, 2010. Filed under pólitik

Mjög hissa á að DV sé ekki búið að taka þetta saman, en hér er þetta eins og mér sýnist þetta vera

Sumt kemur á óvart en það er svo sem ekki margt. Þeir sem vildu breytingar komust að.

Fyrst andvígur/hlynntur spurningar, ég slumpaði á hvað þingið virtist halda en í sviga eru tölurnar fyrir (mjög hlynnt(ur); frekar hlynnt(ur) ;hlutlaus; frekar andvíg(ur); mjög andvíg(ur); svaraði ekki)

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómsmálaráðherra fari einn með vald til að skipa hæstaréttardómara?:
Mjög andvígt (0;0;0;2;21;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að vald til að veita opinberar stöður sé hjá einum pólitískum ráðherra?:
Mjög eða frekar andvígt (0;2;3;8;9;1)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að ráðherrar geti setið á Alþingi?:
Mjög eða frekar andvígt (0;1;1;7;13;1)
Eru hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að dómarar verði kosnir af almenningi?: Mjög eða frekar andvígt (0;1;2;8;12;0)
Á að draga úr eða auka valdheimildir forsetans í stjórnarskránni?:
Mjög dreift/hlutlaust (2;5;9;3;2;2)
Á að kjósa ríkisstjórn beinni kosningu?:
Mjög dreift (2;8;3;7;2;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að hafa ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi í stjórnarskránni?: Frekar andvígt (1;4;2;10;6;0)
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) persónukjöri?:
Mjög eða frekar hlynnt (11;6;3;3;0;0)
Telur þú ástæðu til að breyta stjórnarskránni?:
Mjög eða frekar hlynnt (10;9;1;0;3;0)
Á forseti Íslands áfram að hafa málskotsrétt?:
Frekar hlynnt (5;14;2;1;1;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að viðhafa þjóðaratkvæðagreiðslur í auknu mæli?:
Mjög eða frekar hlynnt (14;7;0;2;0;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forseti getur setið?:
Mjög eða frekar hlynnt (10;11;1;1;0;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að íslenska verði bundin í stjórnarskrá sem þjóðtunga?:
Frekar hlynnt (6;9;6;1;1;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að tryggja jafnrétti óháð kynhneigð í stjórnarskrá?:
Mjög eða frekar hlynnt (17;3;3;0;0;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að réttur almennings til upplýsinga sem varða almannahag verði tryggður í stjórnarskrá?:
Mjög eða frekar hlynnt (16;4;2;1;0;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) að eignarhald þjóðarinnar á náttúruauðlindum verði bundið í stjórnarskrá?:
Mjög eða frekar hlynnt (20;2;0;1;0;0)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að heimilaðar verði opnar yfirheyrslur á Alþingi?:
Frekar hlynnt (7;9;3;1;2;1)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að takmarka hversu lengi forsætisráðherra getur setið?:
Mjög eða frekar hlynnt (12;5;2;3;0;1)
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að stjórnarskrá kveði á um að Ísland verði ávallt kjarnorkuvopnalaust land?:
Mjög eða frekar hlynnt (14;5;0;0;1;3)

og svo er það hitt:

Eiga þjóðaratkvæðagreiðslur að vera ráðgefandi eða bindandi?
Bindandi 9
Ýmist ráðgefandi eða bindandi eftir atvikum 14

Hvort viltu heldur að kjördæmaskipan byggi á einfaldri meirihlutakosningu í einmenningskjördæmum eða á hlutfallskosningu?

Einföld meirihlutakosning 3
Hlutfallskosning 6
Ekkert á við 14

Hver eftirfarandi möguleika lýsir þínum áherslum um kjördæmaskipan á Íslandi best?

Kjördæmaskipun verði óbreytt 2
Kjördæmum verði fjölgað (t.d. einmenningskjördæmi) 5
Kjördæmum verði fækkað eitthvað 1
Landið verði eitt kjördæmi 12
Hlutlaus 3

Hver á að geta knúið á um þjóðaratkvæðagreiðslur? (merktu við allt sem við á)
Forsetinn 18
Meirihluti alþingis 11
Minnihluti alþingis 9
Hlutfall kjósenda 21

Á að lækka eða hækka kosningaaldurinn?

Óbreyttur 21
17 ár 1
16 ár 1

Á að fjölga eða fækka þingmönnum?

Hlutlaus 2
Fækka 14
Óbreyttur 7

Hver er afstaða þín til atkvæðavægis í Alþingiskosningum?

Vægi atkvæða á að vera hið sama óháð búsetu 21
Það er eðlilegt að vægi atkvæða sé ólíkt eftir landshlutum 2

Bandarísk pólitík

Posted January 11th, 2008. Filed under BNA pólitik

Tók smá próf að gamni til að sjá hvern ég ætti að styðja í forsetakosningunum í BNA:
86% Dennis Kucinich
82% Mike Gravel
81% Barack Obama
80% Chris Dodd
80% Bill Richardson
79% Joe Biden
77% Hillary Clinton
76% John Edwards
38% Rudy Giuliani
30% John McCain
29% Ron Paul
25% Mitt Romney
22% Mike Huckabee
13% Tom Tancredo
13% Fred Thompson

2008 Presidential Candidate Matching Quiz
Kemur ekki stórlega á óvart, tók eitthvað svipað um daginn með svipuðum niðurstöðum.
Og þarna kemur ekki fram aðalástæðan fyrir að mér líkar ekki alveg við Barack, hann er aðeins of mikið að sleikja sér upp við kristna með ummælum sem ganga á hlut okkar trúleysingja.

Hulk heyra Edward Norton leika Hulk. Hulk ekki ánægður.
Ansi held ég að ég myndi leggja á flótta ef Hulk myndi sýna óánægju í minn garð.
Það kemur ekki á óvart að popúlistaflokkur Íslands vill afnema verðtryggingu. Ég legg til að þeir sem vilji afnema verðtryggingu taki óverðtryggð lán sem allir bankar bjóða upp á, og/eða forðist jafngreiðslulán sem eru helsta ástæða þess að lán ‘lækkar ekki’. Jafngreiðslulán til 40 ára þýðir að fyrstu 24 árin eða svo myndast varla nafnverðseign nettó. Ekki koma og kvarta við mig ef þú áttar þig ekki á því áður en þú tekur lán. Eða reyna að skattleggja mig með neikvæðum raunvöxtum. Sem er auðvitað það sem þeir vilja sem vilja banna verðtryggingu, fá gefins peninga.
Veit liðið ekki hvað lífeyrissjóðir eru?
Fólk er fífl.