Einhver sem er hvorki nógu sleipur í íslensku né ensku[1] birtir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag og vitnar í bifflíuna[2]. Í því efni er rétt að hafa nokkur atriði í huga:

  • Guð er ekki til
  • Þ.a.l. er biblian ekki Orð Guðs.
  • Jesús var… kannske… til.
  • En hann var ekki sonur Guðs.
  • Svo það er alveg óþarfi að taka mark á því sem Jesús sagði, nema það sé almenn sannindi.

Þannig það er best að setja biblíuna bara á hilluna og láta hana rykfalla.

  • En ef þú vilt endilega trúa að Guð hafi verið til
  • Og að Jesú hafi verið til og verið sonur hans.
  • Þá er ljóst jafnvel þó að brjálæðingurinn og geðklofinn[3] Sál frá Tarsus hafi aldrei hitt Jesú.
  • Þá er brjálæðingurinn og geðklofinn Sál frá Tarsus augljóslega innblásinn af Guði
  • Og ef þú vilt trúa á Guð, er eins gott fyrir þig að fordæma samkynhneigða. Og fíkjur (Markús 11:12-14)[4]
  • Tókstu annars eftir því að á morgun vígir fráskilin kona  (Matt. 19,6) fráskilda konu  (Matt. 19,6) til biskups?

Hættum þessu trúarbulli, köstum trúnni, verum góð hvort við annað.

[1] “Fyrra bréf Páls til Korin (sic)”,  “When Christians are mute, then Bible says”

[2] http://eyjan.pressan.is/frettir/wp-content/uploads/2012/08/f4c3a2aa83-380x230_o.jpg

[3] Þetta tvennt fer ekkert endilega sama svo svo hafi verið í þessu tilfelli.

[4] Mikið skolli eru fíkjur samt vondar.

Mannvonska

Posted June 20th, 2007. Filed under mannréttindi trú

Þar sem trúargeðveiki ræður ríkjum fær mannvonskan að leika lausum hala