Evrópumótið byrjar

Posted June 7th, 2008. Filed under íþróttir euro2008 fótbolti krikket

Björninn verður að skríða úr hýði til að tjá sig aðeins um Evrópumótið. Þetta er að mörgu leyti stórspennandi mót. Engir Englendingar þannig við erum laus við endalausan sleikjuskap við þann leiðindabolta í sjónvarpsmönnum. Stóru löndin eru öll með lið sem hafa einhvers konar veikleika en gætu jafnfram öll smollið saman og rúllað upp mótinu með stórleik. Spurningin er þá bara hvort að það er möguleikinn á öðru Grikklandsævintýri frá smærra liði.
En samt verður nú að spá fyrir þetta og mín spá er eftirfarandi:
1. Ítalía
2. Portúgal
3-4: Spánn og Þýskaland.
Leikirnir á eftir:
Sviss – Tékkland 0-2
Portúgal – Tyrkland 3-1
Held kannske áfram að henda inn leikjaspánni, en áskil mér rétt að breyta eftir fyrstu umferð frá þeirri spá einstakra leikja sem ég er búinn að gera núna
Annars eru Derby veðreiðarnar að byrja núna, horfi frekar á þær en niðurlægingu Svarthötta gegn Englendingum.

Meira HM

Posted September 16th, 2007. Filed under íþróttir krikket rúgbí

Það eru fleiri HM í gangi, nú rétt í þessu voru Svarthettir að vinna Indland í fyrsta leiknum í milliriðlum í heimsmeistarakeppninni í tuttugu20 krikket, útgáfunni fyrir þá sem líður yfir þegar þeir heyra minnst á fimmdaga leiki og sofna yfir einsdags leikjum.
Svo var bara mynd í Mogga í dag úr England – Suður Afríku leiknum frá á föstudag, “Ekki fylgi sögunni” hvernig leikurinn fór, það kemur ekki á óvart að blaðamenn Morgunblaðsins kunni ekki að gúgla. Enda ekki í þeirra verkahring að miðla upplýsingum.
Keflavíkurferð á eftir. Taugarnar eru þandar.

Frábært, og ekki

Posted April 24th, 2007. Filed under fótbolti krikket

Frábær sigur hjá United, hefði getað verið miklu verra. Verra hins vegar að Nýsjálendingar skitu alveg á sig, og eru að tapa.
Ég myndi ekki vilja skipta á úrslitum 🙂