Skróp

Posted June 12th, 2008. Filed under euro2008 fótbolti heimilið

Skrópaði að spá í gær, ætlaði að endurskoða spána sem ég gerði fyrir keppni m.t.t. úrslita til þessa, en kom mér ekki að því, enda í útréttingum og missti svo af Tékklandi – Portúgal. Það er ekki hægt að segja að Sviss hafi verið sérlega óheppið í gær að tapa, hefði svo sem alveg getað farið betur, en liðið er ekki betra en þetta. Held að Tékkar taki Tyrki og komist áfram, þannig að riðillinn fari alveg eins og ég spáði.
Í kvöld detta hinir gestgjafarnir út, ætla samt að endurskoða þrjúnúll sigur Póllands niður í eitt núll, jafnvel gæti þetta orðið jafntefli, en það nægir hvorugum, a.m.k. ekki þegar upp er staðið. Síðan vinna Þjóðverjar verkamannasigur á Króötum, eitt núll líka.
Er annars einhver hissa á því núna að Scolari hafi ráðlagt Ronaldo að fara til Real? Upp komast svik um síðir og Ronaldo sér vonandi ráðleggingar Stóra Phil sem það sem þær eru, tilraun til að losna við hann úr ensku.
Annars er allt að ganga vel í stóra pallamálinu, var reyndar kannske aðeins of bjartsýnn um tíma, en þetta er allt að koma. Myndirnar eru á facebook, hendi einhverju inn á undo myndasíðurnar fljótlega.

Sigur í annarri tilraun

Posted May 18th, 2008. Filed under fótbolti heimilið víkingur

Ekki hafði ég mörg orð fyrsta leikinn, tap gegn Selfossi var óþarfi, missa mann útaf í algerri vitleysu og tapa niður unnum leik. Rétt þó að minnast á að þetta var fyrsti leikur sem systkinin úr Logalandinu koma á.
Þetta var betra í dag. KA tekið á hraðanum í fyrri hálfleik, 2 mörk á 1 mínútu og síðan maður rekinn útaf sem ég sá ekki hvað var, strax í upphafi seinni hálfleiks. Það var samt eins gott að Høyer setti eitt beint úr horni, því KA sótti og sótti undir lokin án þess að hafa erindi sem erfið. Góð þrjú stig í hús, en enn þarf að bæta í.
Á morgun verður síðan brotið undan svölunum hjá mér… komst að því að þar er allt vel sprungið og gott ef ekki hálflaust. Ekki seinna vænna að byrja niðurbrotið enda verður garðurinn fjarlægður í vikunni. Allt að gerast í G22

Viðurstyggilega stressaður

Posted April 29th, 2008. Filed under fótbolti heimilið

Ég er viðurstyggilega stressaður. 50 mínútur í leik.
En ég er nýklipptur, með ný blöð og 2 bækur keyptar á frábæru verði í Nexus, og búinn að leggja plön að því að láta keyra garðinn minn á haugana.