Handknattleiksmenn Víkings færðu félaginu frábæra gjöf í gær og tryggðu sæti okkar í efstu deild næsta vetur. Ekki síðri gjöf var fjölmennið sem var vil leikinn þó að ekki næði ég að vera þar á meðal.
Síðan heldur íþróttaspennan áfram, eftir 45 mínútur reynir United að tryggja sér meistaratitilinn með því að verða fyrsta liðið í nær fjögur ár að vinna á Stamford Bridge. Best að vera ekkert of bjartsýnn fyrir það!
Fyrir nokkrum árum setti ég hér inn link á mp3 af Carmina Burana á banjó. Veit að hljóðskráin er löngu farin, en ég fann þetta á youtube:
Ástæðan fyrir að ég leitaði og fann, var sú að ég sá þetta hér hlekkjað af Making light:
og varð að sjálfsögðu hugsað til þessa gamla pósts míns.
Í öðrum fréttum er helst að ég er að skrópa, ætti að vera á Víking – Val í handboltanum og að ég er rétt að ná mér af augnígerð og sári á hornhimnu. Oj. Ekki treysta heimilislækni til að leita að eða finna hið síðarnefnda, best að leita beint til sérfræðings.
Gleymdi þessu: Sem ég hafði gefist upp á leiknum á fimmtudaginn og kíkti síðar á textalýsinguna á mbl.is (sem var reyndar geysiflott) blasti þetta við
Nú spyr ég: Er textinn þarna fyrir neðan hluti af auglýsingunni, eða einhvers konar skilaboð sem fólk gat sett inn á ÍBS síðunni??
Vonandi að United komi mér í gott skap í dag áður en ég þarf að horfa á Ísland aftur.
Ég gefst up. Ég hata sænska landsliðið svo mikið að mér er illt. 20 mín. eftir og 6 marka forskot.
Ef það er eitthvað til sem heitir karma þá á Ísland eftir að vinna Svíþjóð með grilljón marka mun í úrslitaleik á HM eða ÓL. Ég er bara hræddur um að ég þurfi að lifa eitthvað fram á annað hundraðið til að sjá það.
Íslenska leiðin til að tapa. Ef Alex var ekki 100% Íslendingur fyrir, þá er hann það núna því þetta grátlega ótímabæra skot var íslenskt frá A til Ö.
Ég er farinn í rúmið til að grenja svoldið.