Sofnaði snemma á laugardaginn, vaknaði á skikkanlegum tíma til að taka venjulega morgunnetrúntinn, sami beisik morgunverðurinn og út i áttinna að Grand Bazaar. Sem er auðvitað ekki opinn á sunnudögum þannig það var bara að taka strikið út að Topkapı höllinni! Sem ég tók sveiginn kringum Ægissif byrjaði að rigna. OG RIGNA. Þó ég væri ekki kominn að innganginum fyrr en um hálf tíu var samt tiltölulega stutt röð gegnum fyrsta hliðið sem var bara öryggisleit. Þegar ég var kominn í gegn ákvað ég að beita skynsemi og bíða af mér sturtuna.

Það tókst, varði ekki nema um tíu mínútur.

Við tók ganga yfir fyrsta forgarðinn, engin bið í miðasölunni og beint inn. Höllin er ekki eins gígantískt hlaðin og evrópskar hallir á sömu öldum, þó skreytingarnar séu (oftast nær) gríðarfallegar. Ég skoðað vopnasafnið (mjög töff), helgiminjasafnið (sá suðupott Abrahams og er ekki samur eftir), aðalminjasafnið var lokað vegna viðgerða, og borgaði mig svo sérstaklega inn í haremið og það var vel þess virði. Það var ekki bara kvennabúr heldur líka híbýli súltansins, súltansmóðurinnar og aðaleiginkvennanna. Móttökuherbergið og íverustaður súltansins voru alveg sérstaklega flott herbergi en almennt var gríðar gaman að koma þarna, margt mjög flott.

Þegar nóg var skoðað rölti ég til baka (og nú var miðasölubiðröð og haugur af fólki alls staðar. Ég gekk hinu megin Ægissifjar og bláu moskunnar frá gærdeginum, stoppaði á þokkalegum veitingastað og fékk mér calamari og kjúklingakebap sem var hvort tveggja mjög gott. Læt fylgja mynd af þrengstu götu sem ég hef gengið með umferð, það var rúta við rútu sem fór þessa leið, á meðan ég skaust milli þeirra til að velja þann vegarhelming sem virtist þó vera mannsbreidd milli veggjar og bíls.

Heim á hótel og beið eftir næsta verkefni.

Það var að fara á Fenerbahçe – Galatasaray. Þegar ég ljóstraði ferðaáformum mínum upp við Þórmund vin minn var það hann sem for og fann út að af einskærri tilviljun væri ég hér í Istanbúl þegar þessi einn af þrem mögnuðustu borgarslögum heims færi fram.

Ég af venju hummaði hlutina fram af mér og pantaði samt á endanum svokallað Passolig kort sem er nauðsynlegt til að fá miða og komast inn á völlinn, og keypti síðan miða af traustri en siðferðilega vafasamri síðu á netinu. Kortið átti að afhendast á vellinum en miðinn rafrænt.

Á fimmtudaginn kom fyrsta höfnunin, miðasalinn gat ekki afhenti miðann til sölusíðunnar og þau buðu mér nýjan sem ég þáði.

Sama gerðist á föstudaginn!

Og þrátt fyrir mikla bið þá gerðist það að rafræna afhendingin gerðist ekki í þessari þriðju tilraun, án þess að sölusíðan segði það sama og í fyrri skiptin.

Í millitíðinni var ég kominn á völlinn (tók taxa auminginn sem ég er) og varð vitni að þessu, nokkuð frá vellinum.

Í almenningsgarði skammt frá vellinum var stemmingin enn svaðalegri, blysin á lofti og sungið af krafti.

Ég fór inn á öryggissvæðið kringum völlinn og fann á endanum Passolig afhendingarpunkt. Hitti Þjóðverja og Hollendinga sem voru í svipuðum erindagjörðum. Drengurinn í afgreiðslunni vildi ekkert fyrir mig gera, ég var ekki með miða og Passolig kortið mitt? Jú, kemur á morgun.

Þá gafst ég eiginlega upp, en var þó ekki tilbúinn að fara, fylgdist með stemmingunni við völlinn þangað til leikurinn hófst og notaði þá leigubílaapp Istanbúl til að koma mér heim.

 

Rétt er að benda á að Şükrü Saracoğlu völlurinn er í Asíu, ég fór bílagöngin þangað, en langa hringinn á brú til baka og sá mikið af borginni fyrir vikið.

TripAdvisor segir mér að staður nr 1 í Istanbúl sé hér á næsta horni, 30 metrum frá, fer á hann í kvöld en í gærkvöld fór ég á númer 7, sem er í næstu götu við, steinsnar frá herberginu mínu sem snýr jú út að bakgarðinum (eða ekki garðinum). Það var ágætt, reyndar fékk ég fyllt nautakjöt ekki kjúlla, er of latur til að gera athugasemdir við svoleiðis, en tónlistarvalið var einkennilegt, fékk að heyra í beit Life is live; Brother Louie; Cherie Cherie Lady; og Modern Talking. Evródiskó af bestu gerð.

En ég svaf vel í nótt og vaknaði nógu snemma til að taka netrúnt og blogg, áður en farið er í þennan létta morgunverð og svo basarinn.

Átta EM dagar

Posted June 16th, 2012. Filed under Euro2012 fótbolti

Átta dagar liðnir af EM og þetta er búið að vera skemmtilegra en nokkur þorði að vona.
Ætla, mest fyrir sjálfan mig og framtíðina að taka þetta aðeins saman

A-riðill

Pólland kom mér aðeins á óvart í fyrsta leik, mun betur spilandi en ég svo sem bjóst við, þó ég væri að spá þeim góðu gengi. En þeir munu sjá eftir þessu jafntefli í fyrsta leik, og Tékkar ná því sem þeir þurfa úr leiknum í dag, jafntefli, og Rússar klára auðvitað riðillinn með stæl.

B-riðill

Missti af hálfum Holland-Danmörk og Portúgal – Þýskaland og sá bara leikina á miðvikudaginn. Hollendingar er á leiðinni heim með öngulinn í rassinum og rifrildi í hopnum, ekkert nýtt þar. Þjóðverjar jafn flottir og við var að búast, og eru að taka þetta. Portúgalir vinna Hollendinga og fara áfram

C-riðill

Ítalir betri en ég þorði að vona og eru búnir að vinna sér inn fyrir að ég haldi með þeim. Áttu jafnteflið fyllilega skilið gegn Spáni, en misstu svo niður leikinn gegn Króötum og gætu grátið það. Ekki að ég spái 2-2 í Spánn – Króatía. Ég held að Spánverjar klári Króatana og Ítalía vinnur lélegasta liðið á EM auðveldlega. Írar búnir að vera arfaslakir og baráttulausir. Við getum hlakkað til fleiri svona liða á 24urra liða mótinu í Frakklandi næst, eina sem gæti huggað mann þar er ef Ísland skildi berja sér leið inn á mótið, sem er ekki útilokað.

D-riðill

Englendingar vöknuðu aðeins í gær eftir að Svíar voru búnir að snúa 1-0 í 1-2 og minn maður Welbeck skoraði þetta fína mark. Svíar búnir að vera, og ég held að þetta sé alveg fyrirsjáanlegt í síðustu umferð. England klárar Úkraínu og Frakkland Svíþjóð, en það gæti orðið spenna í markatölunni, enda þarf að vinna riðilinn til að losna við Spán

Allt í allt er þetta sem sé búið að vera besta skemmtun, hver leikurinn öðrum betri og enginn leiðinlegur.

Skil við ykkur með þrem bestu myndum mótsins sem af er:

Dzagoev skorar gegn Tékkum
Kennslubókardæmi um hvernig bera sig á við að skora á með þrumuskoti. Fyrsta mark Dzagoev gegn Tékkum

Iniesta umkringdur af Ítölum
Iniesta umkringdur af Ítölum… eina vandamálið við myndina er að hann er ekki með boltann sjálfur!

Silva skorar gegn Ítölum
David Silva að skora gegn Írum. Að leyfa þetta mark var auðvitað skandall… en myndin er flott

EM spá

Posted June 8th, 2012. Filed under Euro2010 fótbolti

Það er svona skemmtilegra að setja þetta inn hér þarsem þetta geymist aðeins betur en á Facebook!
Em er að byrja sumsé og ýmsu hægt að spá.
Byrjum á riðlunum:
A riðill:
1. Pólland
2. Rússland
B. riðill
1. Þýskaland
2. Holland
C riðill
1. Spánn
2. Króatía
D riðill
1. Frakkland
2. England.
Spái síðan fyrirsjáanlegum úrslitum í útsláttarkeppninni og að Þjóðverjar vinni Spán í úrslitum. Markakóngur verður van Persie og Lewandowski fær silfurskóinn

Er kominn með FIRNAsterkt fantasy lið, þó ég segi sjálfur frá:
Markmenn: Szczęsny (Pólland), Andersen (Danmörk); Varnarmenn: Jordi Alba (Portúgal), Evra (Frakkland), M. Olsson (Svíþjóð), Balzaretti (Ítalía), Hummels (Þýskaland); Miðjumenn: Xavi Hernández (Spánn), Dzagoev (Rússland), Özil (Þýskaland), Andrews (Írland), Rosický (Tékkland); Sóknarmenn: Lewandowski (Pólland), Van Persie (Holland), Jelavić (Króatía)

En leikurinn er byrjaður, Pólverjar strax í hörkusókn og þetta krefst athygli!

Eins og fyrr var drepið á lenti ég í Río rétt eftir miðnættið á föstudagskvöld/laugardagsmorgun og komst ekki á gistiheimilið fyrr en um 2 leytið og fékk í fyrsta sinn að reyna að vera í 9 manna herbergi (átti að vera í 6manna, smá mistök, skipti litlu). Það var bara þokkalegt. Hafði ekki hengilás þannig ég svaf með litlu töskuna í stað þess að geta geymt hana í skáp. Þetta var á Copacabana ströndinni og á laugardeginum gerði ég hvort tveggja að rölta um nágrennið og strandveginn, og að slappa af uppi á hosteli. Dreif mig samt út um kvöldið og fékk mér steik og síðan einn öl uppi á gistiheimili. Vaknaði um 7 leytið á sunnudeginum og dreif mig niður, og var mjög ánægður þegar bakpokinn minn lét svo fljótlega sjá sig. Þá var lítið annað að gera en að drífa sig yfir á næsta hótel. Hafði splæst í gott hótel á næstu strönd við, Ipanema. Það er ágætt… en auðvitað eins og á alvöru hótelum kostar netaðgangur. Bú! En stutt frá er ágætis bar og veitingastaður með frítt WiFi sem eru núna mínar aðrar bækistöðvar (ágætis trúbador að taka alla standardana núna, Girl from Ipanema og allt það) Rak augun á laugardaginn í auglýsingu um gæded túr á leiki, hafði ekki spáð í að brasilíska deildin tekur ekki Copa pásu. Fór ekki á Flamengo á laugardaginn, held að Ronaldinho hafi átt stórleik. hmm. Skv hostelinu var ekkert mál að fara sjálfur, túrinn með gæd og ferðum kostaði 85 reais (72kr per real) og á nýja hótelinu var sams konar ferð auglýst á 150. Þannig ég dreif mig bara með metró upp á Central stöðina, og þaðan með tram. Virtist reyndar um tíma að það kerfi væri lokað, en svo opnuðu þeir og ég elti bara KR búningana…
Leikurinn var Botafogo – Gremio á Olympíuleikvanginum Joao Havelange. Þar komast nú fyrir um 46þúsund manns, en hann verður stækkaður í 65 þúsund fyrir Ólympíuleikana 2018. Allir helstu leikir í Ríó fara nú þar fram þar sem Maracanã er lokaður vegna breytinga. Það voru rúmlega 13 þúsund manns á leiknum og nær allir í svarthvítum búningum Botafogo. Stemmingin var svakalega góð, en leikurinn ekki mikið svo. Veit ekki hvort mikið vantaði í liðin útaf Copa, en þó að stöku spilarar sýndu sólótilþrif, var samspilið ekki mikið betra en heima. Botafogo voru miklu meira með boltann, en markvörðurinn þeirra bjargaði tvisvar maður á mann í fyrri hálfleik.
Rio de Janeiro Olympic Stadium
Um miðjan seinni hálfleikinn misstu Gremioar mann útaf yfir 2 gul, og verður að segjast að menn ‘hlupu vel á’ eins og pabbi gamli orðaði það alltaf þegar líkamsburðir voru látnir ráða.
2 mínútum síðar náðu Botofogomenn að skora, í þetta sinn tókst að sóla næstum boltann inn sem hafði reynst þeim ofviða áður. Svo klikkuðu flóðljósin þannig við fengum 20 mínútna aukapásu. Eftir að leikurinn byrjaði aftur skoruðu Botafogo aftur og þó Gremiomenn kæmu sterkir inn bjargaði markmaðurinn enn og aftur Botafogo og þegar hann klikkaði (missti bolta frá sér og Gremio skoraði) var of lítið eftir, 2-1 og heimamenn fögnuðu.
Í morgun fór ég svo í staðlaða pílagrímsferð á Maracanã. Skoðaði safnið þeirra (sem er í tímabundnu húsnæði vegna breytinga) og fékk flotta yfirsýn yfir völlinn. Búið er að rífa upp allt opnasvæðið og mestöll stæðin og verið að endurbyggja allt fyrir HM. Kostar einhverja 50ma kr.
Rio de Janeiro 064
Spurning um að drífa sig 2014?

United’s Greatest Players

Posted February 1st, 2011. Filed under English fótbolti united

The Republik of Mancunia comments on the poll done on the official United website which while not without all merit has Ryan at no 1, Ronaldo at 5, Scholes at 6, Becks at 7 and Wayne Rooney of all people at 10.

Oh well, voted for by kids and all that, but even the kids should know their history. Here’s my go at a top 10 in chronological order:

Roberts, Meredith, Edwards, Charlton, Law, Best, Robson, Cantona, Giggs, Ronaldo

Of those, Ronaldo is possibly the biggest question mark, since while certainly one of the best players to ever pull on the red shirt, he wasn’t here as long as some of the others. But in the end, he won us several titles and the Champions League and lit up Old Trafford, so in he goes.

As for Edwards, if Sir Bobby says he’s the greatest player he’s ever seen, that’s enough for me.

Ask me to pick my Top 3… I would have to say Best, Cantona, Edwards.

Uppgjörið

Posted July 18th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Heimsmeistarakeppnin er búin og kaldur raunveruleikinn tekinn við. Þá er ekki annað eftir en að gera upp keppnina eftir að hafa trassað það alla vikuna.
Heimsmeistarakeppnin 2010 var ekki frábær. Það er víst alveg ljóst. En hvenær er hún það? Eftir að hafa séð hina og þessa umræðuhalana er ljóst að keppnin sem hver og einn sá á aldrinum 10-14 ára, þ.e.a.s. fyrsta keppnin sem lítill fótboltaáhugamaður fylgist með af fullri einbeitingu er besta keppnin. Reyndar í mínu tilviki er það frekar ’86 en ’82, en þetta heldur nokkuð vel. Meira að segja Italia’90 sem almennt er talin leiðinlegasta og versta keppnin frá upphafi hefur fengið prik í umræðunum.
Mitt mat er að þrátt fyrir arfaslaka byrjun og frekar leiðinlega riðlakeppni hafi útstláttarkeppnin verið ein af þeim betri og keppnin í heild líklega sú besta síðan ’94. Fáar vítakeppnir, og hörkuleikir.
Og svo kom úrslitaleikurinn. Holland, mitt Holland, óboj. Búinn að bíða eftir svona gengi Hollendinga í mörg ár, smá von ’98 en annars aldrei neitt. Og loksins þegar svona vel gekk þá var það gert svona. Þetta er eins og að komast á deit með, tja, Elle McPherson eftir að hafa dáðst að súpermódelinu í mörg ár og komast að því að hún sé andfúl, heimsk og leiðinleg.
Ófáir pixlar hafa farið undir staðhæfingar um að Spánverjar séu hreinlega leiðinlegir að horfa á, skori lítið af mörkum etc og ekki síður færri pixlar undir gagnrök.
Það er nefnilega eitt af því skemmtilegasta við þessa keppni að blogg og twitter hafa gert hana að mestu internetHM allra tíma. Gæði sumra HM-bloggana voru stórfengleg. Og þau hafa haft svigrúm til að ræða hluti eins og ‘Spánverjar eru leiðinlegir’ á dýpri og betri hátt en dagblöð hafa nokkurn tímann getað fjallað um keppnina.
Sjálfur viðurkenni ég að það hefði stundum getað verið meira spennandi að horfa á Spánarleikina en það er að mestu vegna þess að leiðin til að spila móti Spáni er, nema landið sé Chile, að pakka í vörn, leyfa Spánverjum að eiga miðjuna og vona að veggurinn haldi. Og það tókst ekki.
Einfalda niðurstaðan er: Besta liðið á HM vann mótið.
Að öðru leyti er ég mjög ánægður með niðurstöðurnar, skemmtilegasta liðið hlaut þriðja sætið og hreif alla, nema umboðsmann Michael Ballack1. Besti leikmaður mótsins að mínu mati hlaut gullboltann og skemmtilegasti maður mótsins gullskóinn.
Það segir samt söguna um hvað lítið var um að einstaklingar sköruðu fram úr að lið mótsins sem maður hefur séð valin eru oft mjög mismunandi, sér í lagi í vörninni. Það er hreint stórfyndið að sjá að lið mótsins valið af gestum á fifa.com er með þrjá hægri bakka. Wisdom of crowds hvað?
Engir tveir hafa líka sama markmann, Casillas oftar en aðrir, líklega aðallega útaf medalíunni.
Lýk þessu með að vísa í nokkrar greinar um keppnina sem eru alveg þess virði að lesa

Tom Humphries vill meina að Fifa hafi misnotað Suður Afríku
Forsíður blaða um víða veröld meðan á HM stóð

Cynical challenge fannst bresku þulirnir slakir og Two Hundred Percent hakkar þá í sig líka og
vill líka breytingar á fótbolta í sjónvarpi

Telegraph velur bestu mörk keppninnar

Tölfræðinördar Opta með þrjátíu staðreyndir

Run of Play hafnar því að HM hafi verið leiðinlegt
Guardian (besta fótboltaumfjöllun nokkurs ensks blaðs) skríbentar dæma HM
Left back in the changing room um HM

Ghost Goal velur lið keppninar og Equaliser líka

Og loksins smá um taktík:
Hvað verður um 4-4-2
Yfirlit yfir taktík á HM frá Back Page Football
og annað frá Tom Willliams
Zonal Marking greinir úrslitaleikinn í fjórum greinum: 1, 2, 3 og 4


1Ef þýska liðið spilar hommabolta, þá er spurning hvort maður þurfi að fara að kíkja á leiki hjá Strákafélaginu Styrmi….

Lokadagurinn

Posted July 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Á síðasta degi á fríi í útlöndum erum við oftast búin að fá nóg, búin að njóta þess vel og alveg tilbúin að fara heim.
Hvernig eru tilfinningar á síðasta degi HM? Ekki alveg ósvipaðar, nema hvað að hápunkturinn er eftir. Stærsti dagur í lífi 28 manna, 31 ef þú telur dómarana. Stærsti dagur allra hollenskra knattspyrnumanna sem ekki muna 1978, stærsti dagur allar spænskra knattspyrnuáhugamanna, nema jú auðvitað einhvers (stórs?) hluta baska og katalóna.
Og ég? Veit ekki. Hlakka minna til en ég hélt, líklega aðallega af því ég get ekki haldið með Hollandi eins og mig langar til. Og svo er það líka Víkingur – KA núna klukkan tvö sem þarf að klára.
Undanúrslitaleikirnir voru ekki bestu leikir keppninnar, ekki í fyrsta skipti, en þó frekar spennandi. Holland vann Úrúgvæ nokkuð örugglega, þó að síðustu mínúturnar væru spennandi hafði Úrúgvæ misst niður leikinn næsta kortérið á undan og fór sem fór. Flott mörkin hjá Forlan og sérlega van Bronckhorst, en rangstöðufnykur af marki Sneijder.
Spánverjar héldu svo boltanum á móti Þjóðverjum og náðu á endanum sigri. Þjóðverjarnir söknuðu Müller en sigurinn var sanngjarn. Raddir hafa heyrst um að leiðinlegt sé að horfa á Spán af því þeir haldi bara boltanum og séu bitlausir. Mesta bull, það. Þeir eru auðvitað langbesta lið í að halda boltanum og að senda á milli, en til að það gangi þarf hvort tveggja, frábæra sendingamenn en ekki síður þurfa menn alltaf að vera lausir og bjóða sig til að hægt sé að senda á þá. Það er ekki skrýtið þó liðin sem spili á móti þeim, nú eða Barcelona, spili stífan varnarleik og reyni, stundum með árangri að halda Spánverjum fyrir utan.
Leikurinn um þriðja sætið í gær var frábær skemmtun, einn skemmtilegasti leikur mótsins, minna stress og meiri bolti. Það hefði verið snilld ef aukaspyrna Forlan á síðustu mínútu hefði endað inni, en Þjóðverjar áttu bronsið skilið. Forlan og Müller eru líklega tveir bestu menn mótsins.
En þá er ekkert eftir nema úrslitaleikurinn. Hann fer auðvitað 1-0, og það verða Spánverjarnir sem taka þetta. Því miður er of mikið í húfi, þannig að úrslitaleikur HM er oftast aldrei mjög opinn og skemmtilegur, en spennandi verður þetta!

Úrúgvæ – Holland

Posted July 6th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Eins og ég hef áður tæpt á þá er áratugastuðningur minn við Hollendinga veikur í ár. Ég held að þegar á hólminn verði komið muni ég styðja Úrúgvæ. Það yrði engu að síður ekkert slæmt við að sjá Hollendinga í úrslitum þannig að ég er bara rólegur fyrir kvöldið, það er ekki eins og t.d. 2002 þegar tradisjónalistanum í mér (nú eða fordómafulla Vestur-Evrópubúanum) hraus hugur við tilhugsuninni um Tyrkland – Suður-Kóreu í úrslitum. Spái enda Hollendingum naumum sigri, það verður á endanum sú vörn sem gerir færri mistök sem fleytir liðinu sínu áfram:
Fyrri leikir:
Úrúgvæ – Frakkland 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report Wikipedia report
Suður Afríka – Úrúgvæ 0-3: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report Wikipedia report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report Wikipedia report
Úrúgvæ – Suður Kórea 2-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Wikipedia report
Úrúgvæ – Ghana 5-3: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report Wikipedia report

Holland РDanm̦rk 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report Wikipedia report
Holland – Japan 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report Wikipedia report
Kamer̼n РHolland 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report Wikipedia report
Holland – Slóvakía 2-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report Wikipedia report
Holland – Brasilía 2-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report Wikipedia report

Leikir síðasta laugardags

Posted July 6th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Var aldrei búinn að hafa mig í að skrifa um síðasta laugardag, þessir leiklausu dagar liðu alltof fljótt!
Þó ekki jafnaðist alveg á við föstudaginn, þá sá laugardagurinn um að þessi fjórðungsúrslit eru örugglega þau viðburðaríkustu í sögunni. Segi það og stend við það

Argentína-Þýskaland

Thomas Müller skoraði strax á þriðju mínútu og setti Diego greyið í uppnám. Þjóðverjarnir nutu marksins allan hálfleikinni, voru betri án þess að sýna of mikið, en Argentína komst ekki inn í leikinn. Seinni hálfleikur var fjörugur framan af en Þjóðverjar gerðu verskuldað út um hann með tveim mörkum um miðjan hálfleik, fyrst Klose, svo Friedrich, bæði mörkin eftir fallegar sóknir sem sýndu getu Þjóðverjanna og þá aðallega Müller og Schweinsteiger. Sá fyrrnefndi fékk reyndar guld fyrir hendi sem engin var og missir af undanúrslitunum. Klose rak síðan smiðshöggið á glæsilegan sigur rétt fyrir leikslok og er tveim mörkum frá meti Ronaldo. Frábær leikur!

Paragvæ – Spánn

Fyrirfram og eftirá ætlaður minnst spennandi leikur umferðarinnar. En dramað lét ekki á sér standa og kom allt á um þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Paragvæ fékk réttilega víti, Pique reyndi að toga hendina af Cardozo einhverra hluta vegna. Casillas varði slakt víti Cardozo sem hefur reyndar verið mjög öflugur frá punktinum með Benfica í vetur. Innan við tveim mínútum síðar fékk Spánn víti. Alcaraz hljóp Villa niður aftan frá, eina ástæðan fyrir að dómari gaf ekki rautt hlýtur að hafa verið einhvers konar sárabót fyrir að Paragvæ var búið að klúðra víti. Alonso skoraði úr vítinu en dómarinn lét endurtaka þar sem nokkrir Spánverjar voru komnir vel inn í teig. Það var óskiljanlegra fyrir það að í víti Paragvæ voru mun fleiri Spánverjar í teignum og Paragvæ hefði því hiklaust átt að fá að endurtaka. Úr endurteknu víti varði Villar vel, missti boltann frá sér og felldi Fabregas þegar báðir reyndu að komast í boltann. En dómarinn klikkaði enn og heyktist á að dæma á það.
Annað var það ekki, nema að pressa Spánverja fékk að lokum verðlaun, Villa setti boltann í báðar stangir og inn og Spánn kemst áfram, ekki þó sannfærandi.

Dramatískasti dagur þessarar keppni, og þó leitað sé langt aftur var í gær.

Holland – Brasilía

Í hálfleik var ekkert sem benti til annars en öruggs brasilísks sigurs. Tvöhundruðprósent birtir leikskýrsluna eins og hann var byrjaður að skrifa hana í hálfleik og það segir allt. 1-0 var virkilega vel sloppið frá hálfleiknum, sending Felipe Melo á Robinho alger rústun á hollensku vörninni og snyrtilegt mark niðurstaðan. Markvarsla Stekelenburg á snilldarskoti Kaká verður seint vanmetin út frá því sem síðar gerðist. Og það sem gerðist var alger bráðnun í brasilíska liðinu. Michel Bastos átti að fá sitt annað gula spjald í leiknum fyrir allt of seina tæklingu á Robben. Eina ástæðan fyrir að það varð ekki var að Robben flaug aðeins of laglega á hausinn. En úr aukaspyrnunni ákvað andi Waldir Perez að taka sér bólfestu í líkama Júlio César og fara í glórulaust úthlaup, og trufla Felipe Melo nægilega til að sá síðarnefndi skallaðiinn. Ef ekki fyrir það hvað sú keppni er hörð væri þetta öruggur sigurvegari klaufalegasta marks keppninnar. Vörn Brasilíu ákvað síðan að Wesley Sneijder fengi að skora fyrsta mark sitt með skalla á ferlinum, hlægileg dekkning í horni.
Nú voru Brassar alveg búnir að missa það, allt fór í taugarnar á þeim og Felipe Melo ákvað að traðka á lærinu á Arjen Robben eftir að hafa fyrst sparkað hann niður. Nú eru svo sem fáir leikmenn leiðinlegri en Robben en ef þú ætlar að fá rautt fyrir viljandi líkamsárás þá er kannske spurning um að gera það á áhrifaríkari hátt. Hárrétt rautt og spurning hvort Felipe Melo fer eitthvað heim til Brasilíu á næstunni.
Leikurinn eftir þetta var hálfgerð vitleysa. Brassar brjálaðir yfir öllum smáatriðum hvort sem var með eða móti þeim. Það var virkilega fyndi að sjá Robinho missa sig yfir meintum leikaraskap Robben, sem var klárlega ekki leikur, en margur heldur mig sig. Einn af þeim leikmönnum sem er meira pirrandi en Robben er augljóslega Mark van Bommel, og hann var heppinn að sleppa við gult í leiknum, og hefði jafnvel mátt fá tvö. Glórulausar tæklingar og spörk út um allt á lokamínútum.
Sanngjarn sigur Hollendinga þegar öllu er á botninn hvolft!

Úrúgvæ – Gana

Ef fyrri leikurinn var dramatískur þá skrúfaði sá síðari það upp í 11.
Úrúgvæ byrjuðu mun betur og sóttu vel framan af hálfleik en síðan tóku Ganverjar völdin og skoruðu þegar mínúta og fjörutíu sekúndur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma, tveimur mínútum var bætt við. Markið hjá Muntari sérlega glæsilegt skot utan af velli.
Slæmur tími til að fá á sig mark en Úrúgvæarnir létu þetta ekki slá sig út. Besti maður þeirra, Diego Forlan jafnaði úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti, annað glæsimark leiksins. Leikurinn var síðan jafn það sem eftir var og alla framlenginguna, en síðustu mínútur framlengingarinnar sóttu Ganverjar ákaft. Á síðustu mínútunni kom aukaspyrna inn á teiginn, Kevin-Prince Boateng skallaði áfra, Appiah og Adiyiah voru þá báðir rangstæðir, annar Ganverji fór upp með Muslera og boltinn barst til Appiah, sem var orðinn réttstæður þegar síðari skallinn kom en hagnaðist greinilega á rangstöðunni. Skot Appiah fór í hné Suárez sem var kominn á marklínuna, boltinn fór út aftur og Appiah skallaði að marki og í þetta skipti blakaði Suárez boltanum af marklínunni, víti og rautt spjald. Gyan þrumaði hins vegar í slána og yfir og milljón umræður um hversu mikill skíthæll og svindlari Luis Suárez er upphófust.
Það var eiginlega viðbúið að Gana tapaði vítakeppninni. Mensah og Adiyiah tóku arfaslök víti sem Muslera varði. Það bjargaði ekki að Maxi Pereira þrumaði himinhátt yfir, Panenkavíti Abreu gerði út um leikinn.
Þetta er keppni hinna umdeildu ákvarðana og siðferðilegu spurninga. Það er án nokkurs vafa að ekkert af því sem gerðist á þessari lokamínútu var ekki eftir reglanna hljóðan, jú nema ef vera skyldi að dæma hefði átt rangstöðu. Það er hins vegar enn á ný kór þeirra sem vilja á einhvern hátt breyta reglunum. Í rúgbý má dæma ‘penalty try’ ef snertimark er haft af liði með leikbroti. Á að dæma mark ef boltinn er örugglega á leiðinni inn? En ef markmaður fellir mann sem er að komast fram hjá honum? Hvenær hindrar maður mark og hvenær hindrar maður ekki mark?
Manuel Neuer benti ekki dómaranum á að boltinn var langt innfyrir línuna og Luis Fabiano harðneitaði við dómarann að hafa handleikið boltann. Eru þeir ekki hvorir tveggja mun meiri svindlarar og óheiðarlegir skíthælar?
Uppröðun leikja eftir fyrri dag fjórðungsúrslita
En í dag eru tveir leikir.

Argentína – Þýskaland

Þetta verður svakaleikur! Ekki síðri hasar en í gær. Spái Argentínu 3-2 sigri, hugsanlega í framlengingu. Tilhlakk!!
Argentína – Nígería 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Grikkland – Argentína 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Argentína – Mexíkó 3-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Þýskaland – Ástralía 4-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Þýskaland – Serbía 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Þýskaland – England 4-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report

Paragvæ – Spánn

Allt annað en yfirgangur Spánverja mun koma öllum á óvart. Ætla það ekki, Spánn tekur þetta 2-0.
Ítalía – Paragvæ 1-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Slóvakía – Paragvæ 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report
Paragvæ – Nýja Sjáland 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Paragvæ – Japan 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report

Spánn – Sviss 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Spánn – Hondúras 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report 200 percent report
Chíle – Spánn 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Spánn – Portúgal 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report

Leikirnir í dag verða hörku…

Posted June 30th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

ha?
f00000000000000000000000000kkkkkkkkkkkkk.
Fyrsti vinnudagur eftir háemmfrí.
Eins og 2nd Yellow segir: Real Life 2 – Bliss 0.
Report um leiðinlegasta leik HM og varnarleik Portúgala kemur í kvöld, getið lesið Equaliser og Zonal Marking í staðinn

Magnaður mánudagur? Nei…

Posted June 29th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Sorrí sorrí. Ég vakti falsvonir. Brasilía rústaði Chile. Chile var hreinlega ekki með mannskapinn í þetta. Eru Brassar að fara að rúlla þessu upp. Er þetta allt fyrirséð? Eru þeir langbestir? eða er hægt að vonast til að þeir hafi bara ekki mætt nægilegri mótspyrnu. Þeir taka held ég alveg örugglega Niðurlendinga auðveldlega næst…
Horfði á Holland – Slóvakíu á Hvítu perlunni og gat dáðst að enska þulnum. Það lá við maður bæði þá um að skipta yfir á AddaBjözz. Slóvakar stóðu fantavel í Hollendingum, áttu stóran hluta leiksins og klúðruðu gullnum færum. En ef maður trúði þulnum þá voru þeir þarna bara til að Hollendingar yrðu ekki einmana á vellinum. Magnað.
Uppröðun útsláttarkeppni eftir þriðja dagNema hvað.

Japan – Paragvæ

Ekki spenntur fyrir þessu? jújú, komaso… Japan rústaði Dönum, Honda þarf að setja í fimmta gír* og Paragvæ getur séð til þess að helmingur þjóðanna í fjórðungsúrslitum verði frá Suður Ameríku? Svo fer þetta eitt núll fyrir Paragvæ! Hvað gæti verið meira spennó?

Spánn – Portúgal

Já þú meinar? Þessi leikur. Já það er heppileg uppröðunin í dag, Íberíuskagauppgjörið á primetime. Húbba! Það skemmtilegasta við þennan leik væri samt að horfa á hann með Liverpool manni sem slefar yfir því í hvert skipti sem Torres snertir boltann eða dettur um sjálfan sig. Búinn að vera arfaslakur. Þetta fer 2-0. Held ég. Eða eitt núll. Eða fjögur þrjú. Eða geimverur nema dómarann á brott. Nei annars, ég efast um að Portúgalir komi boltanum í netið. Ronaldo þyrfti að fara í kennslu hjá Carlos Salcido í að halda Jabulaninum undir slánni.


*Sástu hvað ég gerði þarna?? Ha??

… þá veit ég ekki til hvers í ósköpunum þú horfir á fótbolta.
Brasilía er Brasilía, reyndar ekki besta brasilíska lið allra tíma, en alveg í næsta þrepi fyrir neðan þau bestu. Chile er með mest taktískt þenkjandi þjálfarann, og skruggu gott lið. Reyndar þrjá menn í banni, en fá til baka tvo sterka miðjumenn, Carmona og Fernández til baka úr banni (já þeir spila svolítið fast, voruð þið líka búin að taka eftir því?)
Brassar fá Kaká úr banni, Elano úr meiðslum og Robinho var hvíldur gegn Portúgal. Vörnin hjá þeim er ekki eins slök og vörn Argentínu, en ekki neinn veggur heldur þannig að Brassar taka þetta 2-1 (4-0 ef línuverðirnir verða eins og í gær) en þetta verður massíft.
Brasilía – Norður Kórea 2-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Brasilía – Fílabeinsströndin 3-0: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Portúgal – Brasilía 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Hondúras – Chíle 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report
Chíle – Sviss 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Chíle – Spánn 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report

Holland – Slóvakía

Núna klukkan tvö er Holland – Slóvakía. Ég get ekki innra með mér glaðst eins mikið yfir góðu gengi Hollendinga og alltaf áður. Það er eitthvað við einstaklingana í liðinu sem heillar ekki. En ætli ég verði ekki að halda með þeim? Eitt núll. Það liggur við að ég sé spenntari að sjá hvort Japanir verði ferskir á morgun en Slóvakar unnu Ítali mjög sannfærandi í skemmtilegum leik, það væri ekkert slæmt að fá annan þrjú tvö leik.
Holland РDanm̦rk 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Holland – Japan 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Kamer̼n РHolland 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report

Nýja Sjáland – Slóvakía 1-1: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Slóvakía – Paragvæ 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report
Slóvakía – Ítalía 3-2: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Ég spáði réttum þjóðum áfram en þetta fór aðeins öðruvísi en ég bjóst við.
England liggur í sárum eftir gærdaginn. Sorpblöðin og sumir aðrir kalla eftir afsögn Capello og fá hana eflaust, en þeir sem hugsa dýpra ganga svo langt að reyna að benda á leik Englands við Ungverja 1953 og kalla eftir gagngerum uppskurði á enska kerfinu. Enda ekki nema von, meinið er að finna í allri þjálfun í Englandi frá yngstu flokkum og uppúr. Boltatækni er ekki til. Það verður að segja ensku pressunni til smá hróss að þeir eru ekki að velta sér of mikið upp úr hrikalegri dómgæslu aðstoðardómarans, enda var yfirspilunin slík að það er aukaatriði. Þjóðverjar eru hins vegar svolítið glaðir yfir henni. (biðst smá afsökunar fyrir að tengja á Bild…)
Mexíkanar mega hins vegar vera aðeins súrari yfir jafn hrottalegum mistökum í þeirra leik. Fram að því að Tevez skoraði eitt mesta rangstöðumark sem ég hef séð lengi höfðu þeir haft yfirhöndina í leiknum. Osorio ákvað síðan að gefa Higuain annað mark og það var lítið við því að gera. Í seinni hálfleik skoraði síðan Tevez gull af marki og leikurinn hefði átt að vera búinn. Litla baunin Javier Hernandez vissi hins vegar að ég var búinn að spá honum marki og hlýddi mér. Mexíkó sótti þó nokkuð og voru betri það sem eftir var og hefðu fyllilega átt skilið að minnka muninn en það fór sem fór.
Sókn Argentínu heldur því áfram að brillera og vörnin er brothætt. Þýskaland – Argentína verður vonandi frábær leikur!

Úrúgvæ, Ghana og leikir dagsins

Posted June 27th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Bara fínir leikir í gær.
Að hluta til má segja að Úrúgvæ hafi ekki verið það sannfærandi, þeir drógu sig þó nokkuð til baka eftir markið og síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og langt fram eftir seinni voru Kóreumenn mun meira með boltan og sóttu vel. Jöfnunarmarkið því fyllilega verðskuldað. Úrúgvæ samt sterkara liðið og sýndi það með góðu sigurmarki. Lee Dong-gook hefði átt að jafna undir lokin kominn inn fyrir, en slakt skotið fór beint á markvörðinn. Rétt að minnast á að kóreanski markmaðurinn átti alla sök á fyrra marki Úrúgvæ, þó vissulega hefði Suarez þurft mikla tækni til að koma skotinu á markið langt utan af kanti, og síðan átti Muslera sök á marki Suður Kóreu, mjög hikandi. Ekki góður leikur fyrir þá.
Bandaríkjamenn guldu í seinni leiknum fyrir að fá á sig mörk strax í upphafi, fyrst í venjulegum leiktíma og síðan í framlenginunni. Góður sigur Gana og verðskuldaður.
Uppröðun útsláttarkeppni eftir fyrsta dagEn að leikjum dagsins.

Þýskaland – England

Enska sorppressan er enn að heyja seinni heimsstyrjöld, líklega af því að það var í síðasta skipti sem Bretland skipti einhverju máli. Enska liðið loksins komið á hreint, óbreytt frá síðasta leik enda sá langskásti. Ef þetta fer í víti munu Englendingar vinna, en ég hef trú á Þjóðverjum, eitt – núll.
Fyrri leikir:
Þýskaland – Ástralía 4-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Þýskaland – Serbía 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

England – Bandaríkin 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
England – Alsír 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – England 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report

Argentína – Mexíkó

Argentína hefur stimplað sig inn eins og ég bjóst við, og teljast bara nokkuð líklegir að hirða dolluna. Þeir verða sterkari, 2-1 en vörnin er sem fyrr vandinn og Javier ‘litlabaun’ Hernandez tekur Demichelis í nefið þegar hann skorar..

Argentína – Nígería 1-0. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Grikkland – Argentína 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report

Suður Afríka – Mexíkó 1-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Frakkland – Mexíkó 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Önnur umferð – fyrsti dagur

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Uppröðun útsláttarkeppniNú er ekkert elsku mamma, enginn 20 mínútna göngubolti eins og í Spánn – Chile í gærkvöld, engin miskunn, bara líf eða dauði. Og vítakeppnir.

Úrúgvæ – Suður Kórea

Leikir fram að þessu með tenglum á umfjallanir hinna ýmsu vefmiðla, Guardian, Telegraph, Independent, Zonal Marking, Equaliser og 200 Percent:
Úrúgvæ – Frakkland 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Suður Afríka – Úrúgvæ 0-3. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Suður Kórea – Grikkland 2-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Nígería – Suður Kórea 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Úrúgvæar hafa að margra mati staðið sig best allra liða í keppninni fram að þessu. Ég er ekki sammála en eingöngu vegna þess að ég tel ekkert lið hafa skarað framúr. Úrúgvæ er hins vegar hikstalaust eitt af þeim liðum sem standa jafnt að vígi eftir fyrstu umferðina. Hafa spilað góðan bolta, með sterka einstaklinga, beitta framherja og góða vörn. Þó að Suður Kórea spili vissulega fínan fótbolta munu þeir eiga erfitt með Úrúgvæana og einn öruggasti sigur annarar umferðar verður raunin, 2-0.

Bandaríkin – Gana

England – Bandaríkin 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – Bandaríkin 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Bandaríkin – Alsír 1-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Serbía – Ghana 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Ghana – Ástralía 1-1. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Gamli evrópski tradisjónalistinn í mér horfir á þessi lið og hugsar: Í annarri umferð í HM? Hví í ósköpunum? Ég verð að berja niður svoleiðis afturhaldshugsunarhátt, þetta er nokkuð spennandi. Gana ber vonir Afríku á herðum sér og Bandaríkin hafa spilað ágætlega. En Bandaríkin komust upp úr auðveldasta riðlinum, og Gana var ekki nógu sannfærandi nema í sigurleiknum gegn Serbum. Kannske þess vegna ætti þetta að verða markaleikur, en ég held að bæði lið verði of varkár. 0-0 eftir venjulegan leiktíma, 0-0 eftir framlengingu og Bandaríkin vinna vítakeppnina.

Að aflokinni riðlakeppni

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Riðlarnir eru búnir og kominn tími á að líta til baka yfir síðustu tvær vikur. Ég reyndar birti ekki spána sem ég styðst við og hún er sú sem ég gerði fyrir keppnina en leikjaspánum breytti ég síðan eftir fyrstu umferð í það sem ég birti hér. Þannig þið verðið bara að treysta mér að ég sé ekki að fara með fleipur.

A riðill

Spáði Úrúgvæ og Mexíkó áfram og það reyndist rétt. Frakkland skeit mun duglegar á sig en ég (og nokkur?) bjóst við en tvö bestu liðin fóru áfram. Sigur Suður Afríku á Frakklandi í síðasta leik fleytti þeim í sömu markatölu og Mexíkó en það var aldrei stórhætta fyrir Mexíkanana.

B riðill

Fór sem ég spáði, tvö bestu liðin áfram og allt meira eða minna eftir bókinni. Reyndar var sigur Grikkja á Nígeríu eingöngu vegna rauða spjaldsins og Nígería hefði annars verið í harðri keppni við Suður Kóreu um að komast áfram. En við horfum aðeins fram hjá því.

C riðill

EASY riðill Tjallanna var allt annað en og úrslitin á víð og dreif. Ég reyndar spáði Alsír áfram en þeir gátu ekki staðið undir þeim væntingum. Slóvenar stóðu sig fantavel og hefðu komist áfram ef ekki fyrir mark Donovan á síðustu mínútu en ég verð víst að viðurkenna að tvær bestu þjóðirnar komust áfram.

D riðill

Serbar gerðu aftur á sig. Ég spáði þeim áfram en Gana núll stigum. Hana nú. Þjóðverjar voru svipaðir og ég bjóst við, var ekki nálægt því að afskrifa þá fyrir keppni. Ástralir gerðu vel að rífa sig upp eftir slæmt tap í fyrsta leiknum. Tvö bestu… osfrv.

E riðill

Rísandi sól í E riðli, þvert á mínar væntingar. Kamerún mun slappari en ég bjóst við og Hollendingar eru ekkert sérstakt augnakonfekt. Allt sanngjarnt. Reyndar ekkert búinn að segja um leikina á fimmtudaginn, en nægir að Japan átti sigurinn á Dönum fyllilega skilinn

F riðill

Paragvæ spáði ég reyndar áfram þannig þeir komu mér ekki á óvart. Slóvakar stóðu sig vel og nýttu sér að Ítalir gerðu upp á bak. Sigur þeirra á fimmtudag mjög góður. Nýsjálendingar fara heim taplausir, fimmta þjóðin í sögu HM. Frábær árangur frá strákunum frá landi hins langa skýs. L

G riðill

Þarna var ég, eins og flestir býst ég við, alveg með þetta. Jafnteflið hjá Portúgal og Fílabeinsströndinni aðeins að trufla, en markatalan sá um þetta.
Þeta var frekar leiðinlegt í gær…

H riðill

Spáði einhver Sviss sigri á Spáni? Nei? Ok, þá er ég með þetta jafnrétt og þið. Hlakka geysilega til beggja leikjanna í næstu umferð, Brasilíu – Chile og Spánar – Portúgals. Frábær lið. Vonandi frábærir leikir…
Nokkrir punktar:

  • Bielsa er frábær þjálfari Chile
  • Áskita Evrópuþjóða hefur mest með aldur liða og þjálfarana að gera.
  • Áskita Afríku var viðbúin, en hefur mikið með þjálfara að gera, vona að afrískir þjálfara fari að verða standard.
  • Mest á óvart: Japan, Gana og Nýja Sjáland jákvæðu megin, Ítalía neikvæðu megin en var þó vitað af göllum
  • Það var alveg viðbúið: Þjóðverjar sterkir
  • Stærsta spurningin: Vörnin hjá Argentínu

Næsti pistill um 2. umferð birtist einhvern tímann fyrir fyrsta leik á eftir.

Nenn’ekki

Posted June 24th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

… löngum pósti.
England marð’etta og Englandingar halda aftur að þeir eigi góðan séns á titli, BNA hirti sæti af Slóvenum á síðustu mínútu og skutu Englandi að auki aftur fyrir sig, Slóvenar falla með sæmd.
Þjóðverjar höfðu spræka Ganverja sem komast samt verðskuldað áfram því að Serbar gerðuppá bak.
Og þetta er hrein og tær geðveiki Gæti ekki verið epískara þó Russell Crowe mætti á svæðið. Eini munurinn á þeim og skylmingaþrælum var að þeir fengu að lifa. Spurning hvort lífsviljinn er ekki bara horfinn. Vona þeir spili aðeins áfram í dag, væri svona hálf anti-climactic ef þetta fer 61-59.
Í dag vinna Ítalir Slóvaka 1 – 0, Paragvæ vinnur Kívía 1-0, Danir vinna Japani 1-0, en Hollendingar brjóta þetta upp og vinna stórsigur. 2-0 gegn Kamerún.
Og ég fer auðvitað á fyrirlestur James Randi.

Mesta klúður HM frá upphafi.

Posted June 23rd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Fjögur lið komust áfram í gær en samt byrja ég á að minnast á atvik sem hafði í raun engin áhrif á úrslitin.


Ég hef aldrei séð nokkurn brenna af jafn upplögðu færi og Yakubu. Chris Iwelumo átti held ég gamla metið en það er miklu, miklu erfiðara skot! Ég hefði átt fínan séns að klára þetta! En þetta hafði engin áhrif á úrslit Nígeríu og Suður Kóreu því tveim mínútum síðar kláraði Yakubu víti af stakri prýði og jafnaði 2-2. Lengra komst Nígería ekki, Martins brenndi af kominn einn inn fyrir og Suður Kórea og Argentína komust áfram. Annars voru síðustu 20 mínúturnar í leik Nígeríu og Suður Kóreu fjörugri en allar 70 fram að því í Argentínu-Grikklands leiknum. Það voru þeir hlutar sem ég horði á og ég missti því af fyrstu þrem mörkunum í Nígeríu – Suður Kóreu og báðum mörkum Argentínu!
Eins og leikar stóðu í upphafi voru Argentínumenn og Suður Kórea áfram, en þegar Nígería skoraði gegn Suður Kóreu voru Grikkir komnir í annað sætið. Suður Kórea jafnaði síðan og komst svo yfir og Grikkir þá dottnir út. Það sást ekki á leik þeirra, hann fór aldrei úr öðrum gír. Nígería hysjaði hins vegar upp um sig sokkana, jafnaði sem fyrr segir og og hefðu komist áfram ef þeir hefðu náð að vinna Suður Kóreu en það tókst ekki. Á meðan gengu Argentínumenn frá Grikkjum verðskuldað.
Fyrr um daginn var það franski farsinn sem tók alla athygli. Fjórir leikmenn settir út úr liðinu móti Suður Afríku og það var greinilega ekki nóg, liðið var vonlaust, Suður Afríka spilaði vel og var komið í tveggja marka forystu eftir um hálftíma. Í hinum leiknum nægði jafntefli báðum liðum að komast áfram en það sást ekki á leiknum, enda myndi sigurliðið sleppa við að mæta Argentínu í næstu umferð. Úrúgvæ tók forystuna seint í fyrri hálfleik og þá voru komin þrjú mörk af þeirri fimm marka sveiflu sem Suður Afríka þurfti til að komast áfram. En lengra fór það ekki, Frakkar settu að lokum eitt mark og gerðu útum draum Suður Afríku endanlega og í raun voru það tvö bestu liðin sem komust áfram úr þessum A riðli.
Aftur fjórir leikir í dag og átta lið og í þetta skiptið hafa öll liðin þetta í hendi sér. Ástralía reyndar aðeins á pappírnum, þeir þurfa átta marka sigur til að tryggja sig áfram, ef sigurinn er minni þurfa önnur úrslit að falla með þeim.
Þetta verður því hörkuspennandi dagur! Ég ætla að vera leiðinlegur í spánni, spá eftir bókinni og vel það:
Slóvenía – England 0 – 2
Bandaríkin – Alsír 1 – 0
Ghana – Þýskaland 0 – 2
Ástralía – Serbía 0 – 3

Kvebbadur

Posted June 22nd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

émekvef. og slappur. Á að vera bannað í fríium. Spurning um að fá sér læknisvottorð 😀
Þannig þetta verður stutt: Portúgal rústaði Norður Kóreu. Hér er grein um stemminguna í Norður Kóreu þegar leikurinn var sýndur í beinni útsendingu fyrstur leikja þar í landi. Chile tók Sviss en Sviss hélt út átta mínútum betur en þurfti til að slá nýtt met að fá ekki á sig mark í úrslitakeppni. Ítalir áttu gamla metið en ekki veit ég hvenær það var sett.
Loks vann Spánn Hondúras 2-0, hefði átt að fara 5-0 en Fernando Torres kenndi Jabulaninum um. Hann ætti kannske að kíkja á hvernig Maradona fer með boltann.
Fjórir dagar af fjórum leikjum á dag: Horfa á einn í beinni og horfa svo á hinn af upptöku… ef hann var góður. Og líklega á fast forward. Það verður enda ekki séns að komast hjá því að vita hvernig sá sem maður er ekki að horfa á fer.
Spáin í dag:
Mexíkó – Úrúgvæ 1 – 2 : Hvorugt liðið vill mæta Argentínu og Mexíkó mun reyna aðeins of mikið að vinna
Frakkland – Suður Afríka 2 -0: Frakkland þarf fjögurra marka sving til að komast upp fyrir Mexíkó og skora fjórum mörkum meira en Mexíkó þar sem innbyrðis viðureignin er Mexíkó í vil. Það tekst ekki.
Nígería – Suður Kórea 1 – 2 : Suður Kórea tekur þennan.
Grikkland – Argentína 0 – 4 : Og Argentína klikkar ekki á þessu eins og Nígería. Eina ástæðan fyrir sigri Grikkja var að þeir voru manni fleiri.