Einhver sem er hvorki nógu sleipur í íslensku né ensku[1] birtir auglýsingu í Fréttablaðinu í dag og vitnar í bifflíuna[2]. Í því efni er rétt að hafa nokkur atriði í huga:

 • Guð er ekki til
 • Þ.a.l. er biblian ekki Orð Guðs.
 • Jesús var… kannske… til.
 • En hann var ekki sonur Guðs.
 • Svo það er alveg óþarfi að taka mark á því sem Jesús sagði, nema það sé almenn sannindi.

Þannig það er best að setja biblíuna bara á hilluna og láta hana rykfalla.

 • En ef þú vilt endilega trúa að Guð hafi verið til
 • Og að Jesú hafi verið til og verið sonur hans.
 • Þá er ljóst jafnvel þó að brjálæðingurinn og geðklofinn[3] Sál frá Tarsus hafi aldrei hitt Jesú.
 • Þá er brjálæðingurinn og geðklofinn Sál frá Tarsus augljóslega innblásinn af Guði
 • Og ef þú vilt trúa á Guð, er eins gott fyrir þig að fordæma samkynhneigða. Og fíkjur (Markús 11:12-14)[4]
 • Tókstu annars eftir því að á morgun vígir fráskilin kona  (Matt. 19,6) fráskilda konu  (Matt. 19,6) til biskups?

Hættum þessu trúarbulli, köstum trúnni, verum góð hvort við annað.

[1] “Fyrra bréf Páls til Korin (sic)”,  “When Christians are mute, then Bible says”

[2] http://eyjan.pressan.is/frettir/wp-content/uploads/2012/08/f4c3a2aa83-380x230_o.jpg

[3] Þetta tvennt fer ekkert endilega sama svo svo hafi verið í þessu tilfelli.

[4] Mikið skolli eru fíkjur samt vondar.

Netið og samfélag

Posted January 22nd, 2011. Filed under dægurmál netmál

Í þættinum ‘Víðsjá’ í gær(*) kom Ólafur Gíslason listfræðingur fram til að tjá sig um fjölmiðla og heimsmynd. Hann byrjaði á að tala um McLuhan og ‘fjölmiðillinn er fréttin’ og virtist halda fram að ‘netið’ sé eina fréttin á ‘netinu’ og ‘að vera ‘bundinn í þessum heimi’. Síðan tókst honum á einhvern undarlega hátt að koma fordómum sínum um samskipti á netinu að:

mannleg tilvera er orðin að einhvers konar mynd sem byggist á einhverjum netheimi sem er fullkomlega úr tengslum við það sem er raunverulegt

Síðan kom eitthvað um að maður hefði skófluna og hakann til að takast á við heiminn og þyrfti á sínum forsendum að takast á við hann, en núna hefðum við ‘ekkert til að standa á og það er skelfilegt’.

Það er búið að læsa okkur inn í net sem er net allt að því yfirskilvitlegs valds. Veröld netsins, það er hámark einsemdarinnar, að vera á netinu, vegna þess að þú ert ekki í raunverulegu sambandi við nokkra manneskju á netinu. Þú talar bara við sjálfan þig og einhverjar þúsundir manna sem kannske eru einhvers staðar, þú ert algerlega ??laus og tekur aldrei í hendina á því og horfir aldrei í augun á því og tekst þannig ekki á við heiminn á netinu eins og þú gerir t.d. með hakanum eða skóflunni.

Nokkuð ljóst er að Ólafur hefur aldrei tekið þátt í samfélagi á netinu, nema kannske spjallþráðum á Eyjunni, sem vissulega eru sorapyttur og má í raun þakka fyrir að enginn er hamarinn eða skóflan þar enda færu þá margir blæðandi frá. Ég hef tekið þátt í nokkrum samfélögum á netinu og alltaf hefur samfélagið orðið áfjáð í að hittast í raunveruleikanum, vináttubönd sem myndast á netinu færast yfir í raunheima hamarsins og skóflunnar, amk eins og Ólafur vill hafa það. Stundum er það jafnvel þannig að sterk vináttubönd haldast árum og áratugum saman þrátt fyrir að vinirnir hittist aldrei.
Á sama hátt held ég t.d. sambandi í gegnum netið við vini og ættingja sem ég þekki úr raunheimum. Er vináttan sú óraunveruleg og ómerkileg eða hvað? Þá velti ég fyrir mér hvort Ólafur væri jafn andvígur bréfavináttu þeirri sem Íslendingar fyrri tíma og héldu þannig sambandi milli landa og álfa, hvort sem það eru Hafnarstúdentar sem skrifa heim eða Vesturfarar sem halda í áratugi bréfasambandi við ættingja í gamla landinu.
Ég ætla ekkert að draga úr því að í mörg samskiptin á netinu eru grimmari og hvassari en væru nokkurn tímann í raunheimum en það dregur ekkert úr jákvæðu hliðunum.
Að lokum vil ég taka fram að ég er nokkuð viss um að ég fari ekki mannavillt þegar ég segi að Ólafur hafi verið fararstjóri í ferðum mínum til Ítalíu fyrir rúmum 20 árum og var án efa besti og skemmtilegasti leiðsögumaður á erlendri grund sem ég hef haft.
<viðbót: Þorsteinn Mar segir það sem segja þarf um hvernig haga á sér á spjallþráðum >


(*) Hvað er með þetta stef á bakvið, er það gert til maður gæti ekki hlustað á þáttinn? Gerði mér amk mjög erfitt að hlusta.

Fór aðeins út á lífið í gær, var frekar stilltur og vaknaði hress og kátur, dreif mig í ræktina núna áðan og bíð nú spenntur eftir Arsenal -United. Yfirleitt eru stórleikir lítið fyrir augað, járn í járn, en liðin hafa bæði verið að spila geysifagran fótbolta og ef bæði halda sig við það gæti þetta orðið klassísk viðureign. Ég hlakka ofsalega til.
Heyrði í einum dyggum lesanda á fimmtudaginn sem kvartaði undan því að þetta væri lítið annað en boltatuð og vildi heyra eitthvað um menn og málefni. Ég legg eiginlega ekki í það, það geta allir sem eitthvað þekkja til mín, þó ekki nema af þessu bloggi væri, hvar ég stend í helstu umræðuefnum vikunnar og finnst satt að segja mótrök í sumum málum svo gjörsamlega glórulaus að það er ekki orðum eyðandi á.
Á hinn bóginn fagna ég vaxtahækkun Seðlabanka. Það er orðið morgunljóst að þenslan er bara á leiðinni áfram og það verður að reyna allt til að draga úr neyslunni. Meira að segja hjá mér dregur þetta úr græjufíkn. Svolítið allavega… Hagfræðin, hin döpru vísindi. So true.

Sanngjörn hefnd?

Posted January 28th, 2007. Filed under dægurmál

Ég er viss um að allir sem eyddu peningum í að fara í Reiðhöllina líta á þetta sem sanngjarna meðferð:

Og úr sarpinum: Þetta var á fox fyrir nokkru, 100 tímarnir eru liðnir, eru Bandaríkin nokkuð orðin að SF?

Átak… vonandi

Posted January 8th, 2007. Filed under átak dægurmál

Síðustu tvo daga hefur snarminnkað verkurinn í síðunni. Það þýðir nátt’lega að afsökun fyrir gymm-leti er að hverfa. Á síðustu vikum og mánuðum hefur verið æ ljósara að ákveðin mál eru í slæmum farvegi og þarf að bæta úr.
Í dag var svo tilkynnt hvenær árshátíðin yrði. Þannig að ég hef 10 vikur. Því er hafið átakið “Í smókinginn fyrir árshátíðina”. Lykilatriði í því átaki sem þeim fyrri er nammi-, gos- og djönkfúdbindindi. Þá vitið þið það og getið gert grín að mér þegar ég spring. Þetta byrjar á morgun. Því þarf aðeins að taka til í ísskápnum í kvöld 🙂 En ekkert hrikalegt samt.
Svo þarf maður að nota æfingakortið sitt, reyna að mæta á morgun.
Vikan er annars athygliverð græjulega séð, CES í Vegas og Apple með sýningu líka, strax komnar áhugaverðar græjur, en geymi það í næsta póst, enda er búið að kvarta undan bloggleti hjá mér.
Og svo ég fari að lokum yfir aðalmálin í þjóðfélaginu: Skaupið var fyndið, Cleese er góður (sér í lagi seinni auglýsingarnar, blaða og sjónvarps), nafnbreytingin gott mál (kostnaður líklega ekkert mikið meiri en fyrir venjulega herferð sem hvort sem er er alltaf tekin af og til (ekki að ég viti hann)) og gervi-auglýsingarnar fyndnar, nema hvað helst til pró-unnar. Hmm… Annars ekki alveg tölulega réttar, en ég læt öðrum um að fletta upp almennum yfirdráttarvöxtum hjá Kaupþingi og öðrum íslenskum bönkum. Sérlegir áhugamenn geta líka t.d. leitað að sams konar vöxtum hjá HSBC í Englandi og borið þetta allt saman við grunnvexti seðlabankanna. Það gæti reynst fróðlegt. Og sem hluthafa í Kaupþingi þá finnst mér eðlilegt að framkvæmdastjóra banka í Englandi séu greidd laun í samræmi við laun framkvæmdastjóra annarra banka í Englandi og komi engum við hvað hann gerir við sína peninga.
Þarf ég að taka fram að ég tuða þetta á eigin ábyrgð en ekki vinnuveitanda míns og hef engar innherja upplýsingar um neitt af ofangreindu, enda snertir mitt starf hvorki auglýsingar né viðskiptabankamál? Já líklega, það er fullt af fólki þarna úti sem langar að misskilja svona færslur. Þá er það sem sé framtekið.