Dagur þrjú à Istanbúl var göngudagurinn mikli. Byrjaði á að ganga nýja leið út að bazar, framhjá Litlu Ægissif
Gekk sÃðan um bazarinn þveran og endilangan, villtist alltaf svolÃtið og dáðist að þvà sem ég tel hljóti að vera mesta magn glingurs á einum stað à heiminum. Keypti ekkert þó vissulega heilluðu te- og kaffibollasettin smávegis. Sjáum til hvað setur ef ég hef tÃma á bakaleiðinni.
Útaf bazarnum og niður að Gullna horninu, og gekk auðvitað gegnum Kryddbazarinn. Yfir hornið á brú og sÃðan tók við að ganga upp að Taksim torgi. Það er óhætt að segja að þó að gamla Istanbul sé smá brött, þá er þetta eitthvað allt annað og vel á fótinn. Veðrið var skýjað og frekar svalt, einni gráðu hlýrra en heima.
Snæddi mjög góðan mat á veitingastað sem fékk góðar einkunnir (af 200 veittum) á TripAdvisor, og uppgötvaði tel kadayıf, sem er einhver sætasti desert sem ég hef smakkað.
Hér à Tyrklandi vÃla menn sér það ekkert fyrir sér að byggja þakið fyrst.
Tók göngutúr à kringum Taksim og gekk sÃðan eina verslunargötu til baka. Beið à 10 mÃnútur til að komast upp à Galata turn og það var vel þess virði þó vissulega hljóti útsýnið að vera betra à björtu veðri.
Til baka gekk ég yfir sömu brú og fyrr, upp að Ægissif og Hippodrome og heim á hótel. Sem fyrr segir var staður nr 1 rétt hjá hótelinu. Kannske var það sá, en þegar ég skoðaði á sunnudagskvöld var staður nr 1 að þvà er virtist aðeins fjær, en staðurinn upp á horni kominn à 4ða sætið. Ég nennti ekki langri göngu og smellti mér á þennan næst mér og sá ekki eftir þvÃ, fékk fÃnan pottrétt sem framreiddur var með mikilli dramatÃk, borinn fram à lokaðri leirkrukku hitaðri à eldi à pönnu sem borin var upp á efrihæðina tÃl mÃn, krukkan svo brotin og öllu hellt á diskinn minn.
Ég var auðvitað hangandi á netinu og á þessari stundu fóru fyrstu fréttir af brunanum mikla à Notre Dame að berast sem voru auðvitað skelfilegar. Þjónninn sá hvað ég var að horfa á og hans fyrstu viðbrögð voru einlæg gleði og léttir þegar ég sannfærði hann um, sem var augljóst, að þetta hlyti að vera útfrá viðgerðinni, en ekki sprenging. Svo sorglega skiljanleg viðbrögð
SÃðan heim að sofa, enda kom rútan að sækja mig um morguninn kl 5:40. Ferðinni var heitið út á flugvöll fyrir næsta áfangastað.
Ég var à gær smá dularfullur með það og ætlaði að koma á óvart. En ferðinni skemmtilegu sem ég ætlaði à à morgun var aflýst og ekki hægt að draga þetta lengur.
Það er nefnilega hún Nanna Rögnvaldardóttir sem er áhrifavaldur að þessum hluta ferðarinnar. Ég flaug til Kayseri à gær, og fékk svo bÃl til Hezen Cave Hotel à Ortahizar, litlu þorpi skammt frá Göreme.
Og það var loftbelgsferðinni minni sem var aflýst à morgun, þegar ég var kominn út kl 4:20 að bÃða eftir bÃlnum og reyndar kominn smá á leið.
Eins og nafnið gefur til kynna eru herbergin hér eins og á mörgum ef ekki öllum hótelunum hér hoggin inn à kalksteininn og ég er þvà uppi à rúmi, undir sæng að skrifa þetta, enda mjög svalt à herberginu.
Ég kom upp úr hádegi à gær og ákvað, með tilliti til snemmbúinnar ræsingar að taka hvÃldardag. Ég fór þó út à gærkvöld og gekk hér snarbratta vegi og krákustiga, fyrst niður à dalinn og svo upp, um 10 mÃnútna gang, til að komast á veitingastað sem er à beinni sjónlÃnu hér á móti. Það var vel þess virði! Mjög góður matur en à fyrsta skipti à ferðinni lenti ég à þvà sem Nanna nefndi à annarri færslu, forréttur og aðalréttur komu um leið á borðið!
SÃðan fór ég heim, var að hugsa um að fylgjast með Barcelona-United sem byrjaði kl 10 að staðartÃma en náði þvà ekki, sofnaði 10, rumskaði 20 mÃnútum sÃðar og sá 2-0 stöðuna og þurfti þvà ekki að hafa frekari áhyggjur
En núna bÃð ég þess að komast að þvà hvort ég geti fært skoðunarferðina sem ég á bókaða á föstudag til dagsins à dag svo ég hafi bæði fimmtudag og föstudag uppá að hlaupa!