Átta EM dagar

Posted June 16th, 2012. Filed under Euro2012 fótbolti

Átta dagar liðnir af EM og þetta er búið að vera skemmtilegra en nokkur þorði að vona.
Ætla, mest fyrir sjálfan mig og framtíðina að taka þetta aðeins saman

A-riðill

Pólland kom mér aðeins á óvart í fyrsta leik, mun betur spilandi en ég svo sem bjóst við, þó ég væri að spá þeim góðu gengi. En þeir munu sjá eftir þessu jafntefli í fyrsta leik, og Tékkar ná því sem þeir þurfa úr leiknum í dag, jafntefli, og Rússar klára auðvitað riðillinn með stæl.

B-riðill

Missti af hálfum Holland-Danmörk og Portúgal – Þýskaland og sá bara leikina á miðvikudaginn. Hollendingar er á leiðinni heim með öngulinn í rassinum og rifrildi í hopnum, ekkert nýtt þar. Þjóðverjar jafn flottir og við var að búast, og eru að taka þetta. Portúgalir vinna Hollendinga og fara áfram

C-riðill

Ítalir betri en ég þorði að vona og eru búnir að vinna sér inn fyrir að ég haldi með þeim. Áttu jafnteflið fyllilega skilið gegn Spáni, en misstu svo niður leikinn gegn Króötum og gætu grátið það. Ekki að ég spái 2-2 í Spánn – Króatía. Ég held að Spánverjar klári Króatana og Ítalía vinnur lélegasta liðið á EM auðveldlega. Írar búnir að vera arfaslakir og baráttulausir. Við getum hlakkað til fleiri svona liða á 24urra liða mótinu í Frakklandi næst, eina sem gæti huggað mann þar er ef Ísland skildi berja sér leið inn á mótið, sem er ekki útilokað.

D-riðill

Englendingar vöknuðu aðeins í gær eftir að Svíar voru búnir að snúa 1-0 í 1-2 og minn maður Welbeck skoraði þetta fína mark. Svíar búnir að vera, og ég held að þetta sé alveg fyrirsjáanlegt í síðustu umferð. England klárar Úkraínu og Frakkland Svíþjóð, en það gæti orðið spenna í markatölunni, enda þarf að vinna riðilinn til að losna við Spán

Allt í allt er þetta sem sé búið að vera besta skemmtun, hver leikurinn öðrum betri og enginn leiðinlegur.

Skil við ykkur með þrem bestu myndum mótsins sem af er:

Dzagoev skorar gegn Tékkum
Kennslubókardæmi um hvernig bera sig á við að skora á með þrumuskoti. Fyrsta mark Dzagoev gegn Tékkum

Iniesta umkringdur af Ítölum
Iniesta umkringdur af Ítölum… eina vandamálið við myndina er að hann er ekki með boltann sjálfur!

Silva skorar gegn Ítölum
David Silva að skora gegn Írum. Að leyfa þetta mark var auðvitað skandall… en myndin er flott

EM spá

Posted June 8th, 2012. Filed under Euro2010 fótbolti

Það er svona skemmtilegra að setja þetta inn hér þarsem þetta geymist aðeins betur en á Facebook!
Em er að byrja sumsé og ýmsu hægt að spá.
Byrjum á riðlunum:
A riðill:
1. Pólland
2. Rússland
B. riðill
1. Þýskaland
2. Holland
C riðill
1. Spánn
2. Króatía
D riðill
1. Frakkland
2. England.
Spái síðan fyrirsjáanlegum úrslitum í útsláttarkeppninni og að Þjóðverjar vinni Spán í úrslitum. Markakóngur verður van Persie og Lewandowski fær silfurskóinn

Er kominn með FIRNAsterkt fantasy lið, þó ég segi sjálfur frá:
Markmenn: Szczęsny (Pólland), Andersen (Danmörk); Varnarmenn: Jordi Alba (Portúgal), Evra (Frakkland), M. Olsson (Svíþjóð), Balzaretti (Ítalía), Hummels (Þýskaland); Miðjumenn: Xavi Hernández (Spánn), Dzagoev (Rússland), Özil (Þýskaland), Andrews (Írland), Rosický (Tékkland); Sóknarmenn: Lewandowski (Pólland), Van Persie (Holland), Jelavić (Króatía)

En leikurinn er byrjaður, Pólverjar strax í hörkusókn og þetta krefst athygli!