0

Per̼ РNasca

Posted June 7th, 2011. Filed under Uncategorized

Nokkrar færslur koma nú í röð fyrst ég hef trassað alveg að blogga síðan ég kom til Perú. Í staðinn fyrir eina stóra færslu ætla ég að skipta þessu eftir áfangastöðum. Ég kom til Lima síðla kvölds og fór á gistiheimili rétt hjá flugvellinum. Kippti reyndar með mér tveim Könum sem ég hitti á flugvellinum og vantaði gistingu og voru fegnir að komast í gistingu þar nærri enda báðir að fljúga til Cusco snemma daginn eftir. Matt til að kenna þar ensku og James til að leggja af stað til Machupicchu. Ég hins vegar fór hálftíma ferð um morguninn út á rútustöð og tók fína lúxusrútu Cruz del Sur til Nasca. Ferðin var um 6-7 tímar um miklar eyðimerkur. Rútan var sem fyrr segir þægileg, hægt að liggja nær flatur og WiFi netsamband þar sem GSM samband var. Ég kvíddi því lítið næturrútunni til Cusco.
Þegar til Nasca var komið keypti ég mer miða með næturrútunni og hoppaði síðan upp í næsta taxa og út á flugvöll. Keypti þar (dýran) miða í útsýnisflug um Nascasléttunni. Beið síðan þangað til nógu margir farþegar voru komnir og við flugum síðan í 30 mínútur og sáum allar helstu myndirnar. Kom mér helst á óvart að öll sléttan er þakin í línum, þó bara sumar séu myndir, mikið af beinum línum.
Nasca29
Þegar við komum til baka voru þeir farþegar sem höfðu bókað hjá flugfélagi A búnir að fá töskurnar sínar fram, en ég hafði verið hjá B en síðan skellt með hinum og sá ekki töskurnar. Þurfti því að hlaupa inn í flugstöð, en vildi ekki betur til að þeir voru að tjarga þar fyrir framan, án merkinga, ég sá ekki að eitthvað var að fyrr en ég var kominn á flug og skall í jörðina, aðeins laskaður og ágætlega tjargaður. Náði að æfa skammaryrðin á spænsku alveg ágætlega næstu mínútur, en fékk varla svo mikið sem afsökun og hundskaðist í bæinn aftur í sama taxa.
Rölti svo um miðbæ Nasca, sem er agnarsmár uns ég hitti aftur austurrískt par sem hafði verið í vélinni með mér, Marcus og Elenu, og fór og borðaði með þeim.
Síðan á rútustöðina kl 8.30 í tæka tíð fyrir rútuna kl 9.30. Komst þá að því að miðinn minn var daginn eftir! En… rútan þá um kvöldið var um miðnættið! Fékk þessu breytt og hékk í reiðileysi og leiðindum næstu klukkutímana og síðan í rútuna. Sætið núna virtist örlítið styttra en fyrr um daginn og verður að segjast eins og er að þó ég svæfi að mestu næstu 14 tímana, voru þeir virkilega ömurlegir. Var með teppi en tókst samt að ná mér í kvef. En til Cusco komst ég á endanum.

Leave a Comment