Netið og samfélag

Posted January 22nd, 2011. Filed under dægurmál netmál

Í þættinum ‘Víðsjá’ í gær(*) kom Ólafur Gíslason listfræðingur fram til að tjá sig um fjölmiðla og heimsmynd. Hann byrjaði á að tala um McLuhan og ‘fjölmiðillinn er fréttin’ og virtist halda fram að ‘netið’ sé eina fréttin á ‘netinu’ og ‘að vera ‘bundinn í þessum heimi’. Síðan tókst honum á einhvern undarlega hátt að koma fordómum sínum um samskipti á netinu að:

mannleg tilvera er orðin að einhvers konar mynd sem byggist á einhverjum netheimi sem er fullkomlega úr tengslum við það sem er raunverulegt

Síðan kom eitthvað um að maður hefði skófluna og hakann til að takast á við heiminn og þyrfti á sínum forsendum að takast á við hann, en núna hefðum við ‘ekkert til að standa á og það er skelfilegt’.

Það er búið að læsa okkur inn í net sem er net allt að því yfirskilvitlegs valds. Veröld netsins, það er hámark einsemdarinnar, að vera á netinu, vegna þess að þú ert ekki í raunverulegu sambandi við nokkra manneskju á netinu. Þú talar bara við sjálfan þig og einhverjar þúsundir manna sem kannske eru einhvers staðar, þú ert algerlega ??laus og tekur aldrei í hendina á því og horfir aldrei í augun á því og tekst þannig ekki á við heiminn á netinu eins og þú gerir t.d. með hakanum eða skóflunni.

Nokkuð ljóst er að Ólafur hefur aldrei tekið þátt í samfélagi á netinu, nema kannske spjallþráðum á Eyjunni, sem vissulega eru sorapyttur og má í raun þakka fyrir að enginn er hamarinn eða skóflan þar enda færu þá margir blæðandi frá. Ég hef tekið þátt í nokkrum samfélögum á netinu og alltaf hefur samfélagið orðið áfjáð í að hittast í raunveruleikanum, vináttubönd sem myndast á netinu færast yfir í raunheima hamarsins og skóflunnar, amk eins og Ólafur vill hafa það. Stundum er það jafnvel þannig að sterk vináttubönd haldast árum og áratugum saman þrátt fyrir að vinirnir hittist aldrei.
Á sama hátt held ég t.d. sambandi í gegnum netið við vini og ættingja sem ég þekki úr raunheimum. Er vináttan sú óraunveruleg og ómerkileg eða hvað? Þá velti ég fyrir mér hvort Ólafur væri jafn andvígur bréfavináttu þeirri sem Íslendingar fyrri tíma og héldu þannig sambandi milli landa og álfa, hvort sem það eru Hafnarstúdentar sem skrifa heim eða Vesturfarar sem halda í áratugi bréfasambandi við ættingja í gamla landinu.
Ég ætla ekkert að draga úr því að í mörg samskiptin á netinu eru grimmari og hvassari en væru nokkurn tímann í raunheimum en það dregur ekkert úr jákvæðu hliðunum.
Að lokum vil ég taka fram að ég er nokkuð viss um að ég fari ekki mannavillt þegar ég segi að Ólafur hafi verið fararstjóri í ferðum mínum til Ítalíu fyrir rúmum 20 árum og var án efa besti og skemmtilegasti leiðsögumaður á erlendri grund sem ég hef haft.
<viðbót: Þorsteinn Mar segir það sem segja þarf um hvernig haga á sér á spjallþráðum >


(*) Hvað er með þetta stef á bakvið, er það gert til maður gæti ekki hlustað á þáttinn? Gerði mér amk mjög erfitt að hlusta.

Það er ekki eins og ég hafi ekki nóg til að eyða tímanum í, eða horfa á í sjónvarpinu, en Making Light er búið að kveikja í mér. Þar á bæ er hafið enduráhorf á einhver… nei köllum það bara bestu sjónvarpsþáttaröð allra tíma, Babylon 5. Þannig að ég ætla að gera slíkt hið sama. Langt síðan ég horfði síðast á snilldina. Ætli þetta endist ekki vel fram á vorið?
Planið um að klára sem flestar bækur um helgina verður eitthvað slakara fyrir vikið, bunkinn af bókum sem ég er byrjaður á og kominn eitthvað áfram í er orðinn allt of stór og ætlunin var að grynnka á honum.
Kláraði þó ævisögu Gunnars Thoroddsen í gærkvöld. Nokkuð ánægður með bókina þó að ég finni á henni vankanta, svo sem að ekki sé nógu skýrt hverjar pólítískar áherslur hann hafði síðustu árin, og líka hefði kannske mátt skoða betur hvað áorkaðist í hans forsætisráðherratíð, nokkuð sem er rétt tæpt í einni setningu frá Svavari Gests í eftirmála. En engu að síður er þetta stórvirki og vel lestrarins virði

Smá músík á föstudegi

Posted January 14th, 2011. Filed under músík video youtube

Óþarfi að vera með einhverjar áfengisauglýsingar, sér í lagi þegar áfengið á ekkert skilið plögg, þannig að hér eitt uppáhaldslagið mitt núna í upphaflegri útgáfu

Jólaball Salsa Iceland

Posted January 5th, 2011. Filed under salsa

Fyrir utan góðan mat, góðan félagsskap og gott ball voru hápunktarnir á jólaballi SalsaIceland auðvitað sýningaratriðin og hér eru þau öll

Kennarar og SIST

SIST – SalsaIceland Student Team:

ChaChaCha – Óli og Þórunn

Bachata show

Stelpurnar sýna sig

Hanna og Óli sýna hvað hægt er að læra á fyrstu tveim námskeiðunum