0

Hvílíkur dagur, hvílíkt drama

Posted July 3rd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Dramatískasti dagur þessarar keppni, og þó leitað sé langt aftur var í gær.

Holland – Brasilía

Í hálfleik var ekkert sem benti til annars en öruggs brasilísks sigurs. Tvöhundruðprósent birtir leikskýrsluna eins og hann var byrjaður að skrifa hana í hálfleik og það segir allt. 1-0 var virkilega vel sloppið frá hálfleiknum, sending Felipe Melo á Robinho alger rústun á hollensku vörninni og snyrtilegt mark niðurstaðan. Markvarsla Stekelenburg á snilldarskoti Kaká verður seint vanmetin út frá því sem síðar gerðist. Og það sem gerðist var alger bráðnun í brasilíska liðinu. Michel Bastos átti að fá sitt annað gula spjald í leiknum fyrir allt of seina tæklingu á Robben. Eina ástæðan fyrir að það varð ekki var að Robben flaug aðeins of laglega á hausinn. En úr aukaspyrnunni ákvað andi Waldir Perez að taka sér bólfestu í líkama Júlio César og fara í glórulaust úthlaup, og trufla Felipe Melo nægilega til að sá síðarnefndi skallaðiinn. Ef ekki fyrir það hvað sú keppni er hörð væri þetta öruggur sigurvegari klaufalegasta marks keppninnar. Vörn Brasilíu ákvað síðan að Wesley Sneijder fengi að skora fyrsta mark sitt með skalla á ferlinum, hlægileg dekkning í horni.
Nú voru Brassar alveg búnir að missa það, allt fór í taugarnar á þeim og Felipe Melo ákvað að traðka á lærinu á Arjen Robben eftir að hafa fyrst sparkað hann niður. Nú eru svo sem fáir leikmenn leiðinlegri en Robben en ef þú ætlar að fá rautt fyrir viljandi líkamsárás þá er kannske spurning um að gera það á áhrifaríkari hátt. Hárrétt rautt og spurning hvort Felipe Melo fer eitthvað heim til Brasilíu á næstunni.
Leikurinn eftir þetta var hálfgerð vitleysa. Brassar brjálaðir yfir öllum smáatriðum hvort sem var með eða móti þeim. Það var virkilega fyndi að sjá Robinho missa sig yfir meintum leikaraskap Robben, sem var klárlega ekki leikur, en margur heldur mig sig. Einn af þeim leikmönnum sem er meira pirrandi en Robben er augljóslega Mark van Bommel, og hann var heppinn að sleppa við gult í leiknum, og hefði jafnvel mátt fá tvö. Glórulausar tæklingar og spörk út um allt á lokamínútum.
Sanngjarn sigur Hollendinga þegar öllu er á botninn hvolft!

Úrúgvæ – Gana

Ef fyrri leikurinn var dramatískur þá skrúfaði sá síðari það upp í 11.
Úrúgvæ byrjuðu mun betur og sóttu vel framan af hálfleik en síðan tóku Ganverjar völdin og skoruðu þegar mínúta og fjörutíu sekúndur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma, tveimur mínútum var bætt við. Markið hjá Muntari sérlega glæsilegt skot utan af velli.
Slæmur tími til að fá á sig mark en Úrúgvæarnir létu þetta ekki slá sig út. Besti maður þeirra, Diego Forlan jafnaði úr aukaspyrnu utan af vinstri kanti, annað glæsimark leiksins. Leikurinn var síðan jafn það sem eftir var og alla framlenginguna, en síðustu mínútur framlengingarinnar sóttu Ganverjar ákaft. Á síðustu mínútunni kom aukaspyrna inn á teiginn, Kevin-Prince Boateng skallaði áfra, Appiah og Adiyiah voru þá báðir rangstæðir, annar Ganverji fór upp með Muslera og boltinn barst til Appiah, sem var orðinn réttstæður þegar síðari skallinn kom en hagnaðist greinilega á rangstöðunni. Skot Appiah fór í hné Suárez sem var kominn á marklínuna, boltinn fór út aftur og Appiah skallaði að marki og í þetta skipti blakaði Suárez boltanum af marklínunni, víti og rautt spjald. Gyan þrumaði hins vegar í slána og yfir og milljón umræður um hversu mikill skíthæll og svindlari Luis Suárez er upphófust.
Það var eiginlega viðbúið að Gana tapaði vítakeppninni. Mensah og Adiyiah tóku arfaslök víti sem Muslera varði. Það bjargaði ekki að Maxi Pereira þrumaði himinhátt yfir, Panenkavíti Abreu gerði út um leikinn.
Þetta er keppni hinna umdeildu ákvarðana og siðferðilegu spurninga. Það er án nokkurs vafa að ekkert af því sem gerðist á þessari lokamínútu var ekki eftir reglanna hljóðan, jú nema ef vera skyldi að dæma hefði átt rangstöðu. Það er hins vegar enn á ný kór þeirra sem vilja á einhvern hátt breyta reglunum. Í rúgbý má dæma ‘penalty try’ ef snertimark er haft af liði með leikbroti. Á að dæma mark ef boltinn er örugglega á leiðinni inn? En ef markmaður fellir mann sem er að komast fram hjá honum? Hvenær hindrar maður mark og hvenær hindrar maður ekki mark?
Manuel Neuer benti ekki dómaranum á að boltinn var langt innfyrir línuna og Luis Fabiano harðneitaði við dómarann að hafa handleikið boltann. Eru þeir ekki hvorir tveggja mun meiri svindlarar og óheiðarlegir skíthælar?
Uppröðun leikja eftir fyrri dag fjórðungsúrslita
En í dag eru tveir leikir.

Argentína – Þýskaland

Þetta verður svakaleikur! Ekki síðri hasar en í gær. Spái Argentínu 3-2 sigri, hugsanlega í framlengingu. Tilhlakk!!
Argentína – Nígería 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Grikkland – Argentína 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Argentína – Mexíkó 3-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Þýskaland – Ástralía 4-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Þýskaland – Serbía 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Þýskaland – England 4-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report

Paragvæ – Spánn

Allt annað en yfirgangur Spánverja mun koma öllum á óvart. Ætla það ekki, Spánn tekur þetta 2-0.
Ítalía – Paragvæ 1-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Slóvakía – Paragvæ 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report
Paragvæ – Nýja Sjáland 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Paragvæ – Japan 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report

Spánn – Sviss 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Spánn – Hondúras 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report 200 percent report
Chíle – Spánn 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Spánn – Portúgal 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report

Leave a Comment