Heimsmeistarakeppnin er búin og kaldur raunveruleikinn tekinn við. Þá er ekki annað eftir en að gera upp keppnina eftir að hafa trassað það alla vikuna.
Heimsmeistarakeppnin 2010 var ekki frábær. Það er vÃst alveg ljóst. En hvenær er hún það? Eftir að hafa séð hina og þessa umræðuhalana er ljóst að keppnin sem hver og einn sá á aldrinum 10-14 ára, þ.e.a.s. fyrsta keppnin sem lÃtill fótboltaáhugamaður fylgist með af fullri einbeitingu er besta keppnin. Reyndar à mÃnu tilviki er það frekar ’86 en ’82, en þetta heldur nokkuð vel. Meira að segja Italia’90 sem almennt er talin leiðinlegasta og versta keppnin frá upphafi hefur fengið prik à umræðunum.
Mitt mat er að þrátt fyrir arfaslaka byrjun og frekar leiðinlega riðlakeppni hafi útstláttarkeppnin verið ein af þeim betri og keppnin à heild lÃklega sú besta sÃðan ’94. Fáar vÃtakeppnir, og hörkuleikir.
Og svo kom úrslitaleikurinn. Holland, mitt Holland, óboj. Búinn að bÃða eftir svona gengi Hollendinga à mörg ár, smá von ’98 en annars aldrei neitt. Og loksins þegar svona vel gekk þá var það gert svona. Þetta er eins og að komast á deit með, tja, Elle McPherson eftir að hafa dáðst að súpermódelinu à mörg ár og komast að þvà að hún sé andfúl, heimsk og leiðinleg.
Ófáir pixlar hafa farið undir staðhæfingar um að Spánverjar séu hreinlega leiðinlegir að horfa á, skori lÃtið af mörkum etc og ekki sÃður færri pixlar undir gagnrök.
Það er nefnilega eitt af þvà skemmtilegasta við þessa keppni að blogg og twitter hafa gert hana að mestu internetHM allra tÃma. Gæði sumra HM-bloggana voru stórfengleg. Og þau hafa haft svigrúm til að ræða hluti eins og ‘Spánverjar eru leiðinlegir’ á dýpri og betri hátt en dagblöð hafa nokkurn tÃmann getað fjallað um keppnina.
Sjálfur viðurkenni ég að það hefði stundum getað verið meira spennandi að horfa á Spánarleikina en það er að mestu vegna þess að leiðin til að spila móti Spáni er, nema landið sé Chile, að pakka à vörn, leyfa Spánverjum að eiga miðjuna og vona að veggurinn haldi. Og það tókst ekki.
Einfalda niðurstaðan er: Besta liðið á HM vann mótið.
Að öðru leyti er ég mjög ánægður með niðurstöðurnar, skemmtilegasta liðið hlaut þriðja sætið og hreif alla, nema umboðsmann Michael Ballack1. Besti leikmaður mótsins að mÃnu mati hlaut gullboltann og skemmtilegasti maður mótsins gullskóinn.
Það segir samt söguna um hvað lÃtið var um að einstaklingar sköruðu fram úr að lið mótsins sem maður hefur séð valin eru oft mjög mismunandi, sér à lagi à vörninni. Það er hreint stórfyndið að sjá að lið mótsins valið af gestum á fifa.com er með þrjá hægri bakka. Wisdom of crowds hvað?
Engir tveir hafa lÃka sama markmann, Casillas oftar en aðrir, lÃklega aðallega útaf medalÃunni.
Lýk þessu með að vÃsa à nokkrar greinar um keppnina sem eru alveg þess virði að lesa
Tom Humphries vill meina að Fifa hafi misnotað Suður AfrÃku
ForsÃður blaða um vÃða veröld meðan á HM stóð
Cynical challenge fannst bresku þulirnir slakir og Two Hundred Percent hakkar þá à sig lÃka og
vill lÃka breytingar á fótbolta à sjónvarpi
Telegraph velur bestu mörk keppninnar
Tölfræðinördar Opta með þrjátÃu staðreyndir
Run of Play hafnar þvà að HM hafi verið leiðinlegt
Guardian (besta fótboltaumfjöllun nokkurs ensks blaðs) skrÃbentar dæma HM
Left back in the changing room um HM
Ghost Goal velur lið keppninar og Equaliser lÃka
Og loksins smá um taktÃk:
Hvað verður um 4-4-2
Yfirlit yfir taktÃk á HM frá Back Page Football
og annað frá Tom Willliams
Zonal Marking greinir úrslitaleikinn à fjórum greinum: 1, 2, 3 og 4
1Ef þýska liðið spilar hommabolta, þá er spurning hvort maður þurfi að fara að kÃkja á leiki hjá Strákafélaginu Styrmi….