Zzzzchshaha… ha? hvað.

Posted June 13th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

æ afsakið, ég var sofandi…
eða næstum því. Þetta var ekki æði. 8 mörk í sex leikjum, öll skoruð af miðju eða varnarmönnum. Er verið að reyna við Ítalíu’90 metið? Klúðraði spánni, sem ég var reyndar næstum búinn að breyta á síðustu stundu. Hefði betur gert það!
En nú er komið að Serbíu – Ghana. Ghana vantar sinn besta mann, Essien, og Serbía þótti svo líkleg til að koma á óvart síðast en gat svo ekki blautan.
Ég spái 2-0. Fyrir Serbum. Held ég.

Róbert Grín

Posted June 13th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Þetta var bara Grín!
Enn á ný náði ég réttum úrslitum, en vitlausri markatölu. Ekki slæmt, hlýt að fara að klúðra bráðum. Jafntefli voru næsta sanngjörn úrslit, hvorugt lið virkaði sannfærandi og sköpuðu í raun ekki mikið. Mark Gerrard var mjög fallegt, en vörnin má taka á sig skömm fyrir að skilja eftir galopið svæði.
Capello hlýtur að skipta Joe Hart inn í næsta leik, mistök Robert Green voru bara hræðileg, og skv Independent var hann sá markvörður sem gerði flest mistök sem leiddu til marks í úrvalsdeildinni í vetur, fjögur.
Annars Rooney á ekki heima aftarlega, Gerrard og Lampard eiga ekki heima saman á miðjunni og Englendingar voru helst til agressífir í tæklingunum, gætu lent í spjaldavandræðum.
Bandaríska liðið er mikil liðsheild, en lið sem treystir á framherja frá Hull hlýtur að teljast brothætt. Altidore tók þó Carragher amk einu sinni mjög fallega, hann hefur hraðann með sér.
En hvorki Alsír né Slóvenía eru talin til stórræðanna þannig að nema eitthvað mikið gerist ættu þessi lið að fara áfram, en það verður þá markatalan sem ræður fyrsta og öðru sæti og hvort liðið mætir Þýskalandi.
En Alsír og Slóvenar geta sýnt okkur í fyrsta leik dagsins hvað þau lið geta gert. Ég spái áframhaldandi markaþurrð, Alsír vinnur með einu marki

Hmmmm

Posted June 12th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Eitt núll fyrir Argentínu. Ekki var þetta nú of sannfærandi. Reyndar bjargaði markvörður Hapoel Tel Aviv Nígeríumönnum nokkrum sinnum í fyrri hálfleik, og Argentína stjórnaði leiknum lengst af en undir lokin hefðu Nígeríumenn getað stolið stigi.
Vitað var að vörn Argentínumanna væri ekki sú sterkasta, og gallarnir sáust. Romero er hins vegar ágætis markvörður eftir gott tímabil með AZ.
Það sem kom mér meira á óvart var að þeir virtust ekki alveg nógu beittir framávið.
Ég þarf síðan að endurskoða spá mína í Nígería – Grikkland, Grikkir eru ekki að fara að taka það. Suður Kórea – Argentína verður mun meira spennandi en við var búist, og síðan gæti Nígería – Suður Kórea orðið úrslitaleikur um að komast áfram.
Þetta verður spennandi riðill.
Annars eru varnarmenn búnir að skora þrjú af fimm mörkum í keppninni hingað til. Ekki er það nú of heillandi, vonum það breytist. Að ekki sé minnst á að meðalmarkatalan hækki svolítið.
Talandi um mörk. Þau verða ekki fleiri í dag, ég spái markalausu jafntefli í leik Englendinga og Bandaríkjamanna. Það er reyndar líka óskhyggja, ég get ekki valið hvoru liðinu ég held minna með. Englendingar reyndar aðeins líklegri til að pota inn einu, enda Wayne Rooney besti maðurinn á vellinum.

Úff hvað Grikkir eru slakir

Posted June 12th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Fyrsta kórrétta spáin komin í hús, en hefði getað fimm núll. Lítur vel út með “Suður Kórea áfram” spána, en núna er ég virkilega farinn að hlakka til að sjá Argentínu!! Lítur út fyrir að þeir spili með þrjá aftast, tvo vængverði (wing-backs), tvo afturliggjandi miðjumenn og þrjá frammi. Topplið!
Uppfært: Nýjustu tíst benda til 4-3-3. Líst enn betur á það!

Dagur tvö punktur

Posted June 12th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Eins og allir sannir knattspyrnuaðdáendur bíð ég spenntur eftir leik Suður Kóreu og Grikklands. Það eru nefnilega svona leikir sem HM snýst um. Amk eftir 1982 þegar fjölgað var í 24 lið og ekki síður eftir 1998 þegar fjölgað var í 32. Leikur tveggja liða sem skiptir í raun ekki miklu máli fyrir liðin sjálf, og aðeins sú staðreynd að þetta er úrslitakeppni HM fær mann til að kveikja á sjónvarpinu.
Þetta er kannske aðeins of háðskt, en svona leikir geta amk oft orðið ágætasta skemmtun. Ég spái Suður Kóreu 2-0 sigri þrátt fyrir að Grikkland sé með hörkuskipulagt lið. Ég reyndar spáði þannig að Suður Kórea fari áfram og Nígería verði floppið í riðlinum.
Sem beinir manni beint að öðrum leik dagsins. Það verður spennandi. Getur Argentína nýtt sér stórstjörnurnar sínar? Er Maradona klikkaður þjálfari eða innblástur fyrir sína menn? Geta Nígeríumenn eitthvað? Skiptir máli að keppnin sé í Afríku?
Ég spá 3-1 fyrir Argentínu en býst alveg eins við því að sú spá klikki herfilega.

Stórmeistarajafntefli?

Posted June 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010 víkingur

Fóru bæði lið inní kvöldleikinn með sömu hugsanir og ég, að liðin myndu eiga auðvelt með hvort tveggja Suður Afríku og Mexíkó og því riði á að tapa ekki þessum leik?
Hvað um það, leikurinn var hrútleiðinlegur, og ef eitthvað var dapurlegra að sjá sóknartilburði Frakka. Hver sendingin af annari fór í vitleysu inn á teig, og Anelka var jafn eigingjarn og alltaf.
En ég held enn að þessi lið fari áfram.
Ég sá allavega ekkert eftir því að missa af síðasta hálftímanum í þessum leik til að fara á Víking – ÍA. Bara djöfull skítt að Víkingur fékk á sig fjórða markið í uppbótartíma á tímabilinu. Verða að taka sig á.

Annað jafntefli framundan

Posted June 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Ég get víst ekki þóst hafa ætlað að spá fyrri leiknum 1-1 og Frakkland – Úrúgvæ 2-0. Þannig að ég sé annað jafntefli dagsins í kortunum. Og það verða Frakkar sem munu hrósa happi yfir því. Allir vita að Diego Forlan skorar eins og að gamni sínu á Spáni, en fróðlegt verðu að vita hvort Luis Suarez getur komið með skotskóna frá Hollandi inn á alþjóðasviðið. Ef svo verður, þá verða Úrúgvæ ein af spútnikþjóðunum.
Sem fyrr segir á ég von á því að þessar þjóðir gangi frá Mexíkó og Suður Afríku þannig að ef sigur fellur öðru hvoru megin gæti það ráðið sigri í riðlinum.

Alltaf að spá jafntefli í upphafsleik

Posted June 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Þetta kennir mér það að spá alltaf jafntefli í upphafsleik.
Mexíkó galt þess dýru verði að nýta ekki færin í fyrri hálfleik, byrjuð síðan alls ekki nógu sannfærandi í seinni hálfleik og fengu síðan þetta líka glæsilega mark á sig úr skyndisókn. Markmaður sem væri hærri en 173cm hefði þó líklega varið þetta.
Mexíkó átti jafnteflið skilið, herfilegt klúður í rangstöðugildru leiddi til jöfnunarmarksins, Rafael Marquez hugsanlega heppinn að hitta ekki boltann eins og hann vildi.
En ég tel litlar líkur á að þessar varnir nái að halda hreinu gegn Frakklandi og Úrugvæ og að þessar þjóðir séu á leið út úr keppninni

Gleðilega hátíð!

Posted June 11th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Hátíðin er að byrja, ég er búinn að taka til í HM kofanum, og fyrsti gestur kemur kl 2.
Slökustu gestgjafar í sögu keppninnar hefja keppnina. Það er ýmsir að reyna að halda að vuvuzela geðveikin muni fleyta Suður Afríku áfram, en ég hafna þeirri skoðun. Mexíkó eru númeri of stærri, Javier Hernandez kemur inná og skorar:
Suður Afríka 0 – Mexíkó 2

Besta blaðið

Posted June 10th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Á vísum stað er snjáð og mikið lesið blað. Kápan er dottin af en það lifði það af. Þetta er Kicker WM Sonderheft 1978, keypt á Spáni.
Síðan þá hefur mér verið ljóst hvaða HM sérblað er konungurinn. Og nú er Kicker WM Sonderheft 2010 komið í hús. Það er sem sé allt að verða klárt. Bara eftir að flikka aðeins upp á lúkkið á þessu blessaða bloggi!

Fantasy football

Posted June 10th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Fyrst smá ímyndaður ofurbolti

og svo ekta ofurbolti.

Já, Spánverjar eru ‘the team to beat’

HM á morgun og síðan vaknar úr dvala

Posted June 10th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

HM byrjar á morgun!
Var að renna í gegnum keppnina með spá og endaði með Úrúgvæ – Argentínu og Holland – Spán í undanúrslitum (Argentína vinnur Brasilíu og Spánn Ítalíu í fjórðungsúrslitunum). I’ll take that eins og maðurinn sagði. Yrði hreinn draumur.
Rétt að benda á Zonal Marking hreint frábær síða sem rýnir í leikskipulag liðanna og The Equalizer sem er með gott stöff.
Meira seinna í dag

HM nálgast

Posted June 2nd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

HM nálgast óðfluga og ætli sé þá ekki rétt að vekja þetta blogg aðeins úr dvala?
Síðast setti ég upp sér blogg (sem ég flutti reyndar inn í þetta þegar ég flutti af blogspot) en ætli það sé ekki óþarfi núna, þetta verður HM blogg á meðan á keppninni stendur.
Annars svolítið leiðinlegt að bloggfall skuli hafa orðið hjá mér. Nú fær maður útrás á facebook og twitter, en það er varla hægt að fletta upp í fortíðinni þar. Það eru reyndar mun fleiri sem lesa það sem þar segir heldur en nokkurn tíma lásu bloggið mitt.
Annars er allt gott af mér svona fyrir þá sem ekki vita, færslan mín frá 26. október 2008 á ágætlega við að hluta, þó að vissulega sé ekki ‘allt nýtt’ því ég er núna bráðum búinn að vinna í ár á sömu hæð og ég vann frá 2000-2004. Fyrirtækið að vísu annað, og starfið öðruvísi og ég sit inni í herbergi en ekki frammi á gólfi.
It’s all good.