0

Úrúgvæ, Ghana og leikir dagsins

Posted June 27th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Bara fínir leikir í gær.
Að hluta til má segja að Úrúgvæ hafi ekki verið það sannfærandi, þeir drógu sig þó nokkuð til baka eftir markið og síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og langt fram eftir seinni voru Kóreumenn mun meira með boltan og sóttu vel. Jöfnunarmarkið því fyllilega verðskuldað. Úrúgvæ samt sterkara liðið og sýndi það með góðu sigurmarki. Lee Dong-gook hefði átt að jafna undir lokin kominn inn fyrir, en slakt skotið fór beint á markvörðinn. Rétt að minnast á að kóreanski markmaðurinn átti alla sök á fyrra marki Úrúgvæ, þó vissulega hefði Suarez þurft mikla tækni til að koma skotinu á markið langt utan af kanti, og síðan átti Muslera sök á marki Suður Kóreu, mjög hikandi. Ekki góður leikur fyrir þá.
Bandaríkjamenn guldu í seinni leiknum fyrir að fá á sig mörk strax í upphafi, fyrst í venjulegum leiktíma og síðan í framlenginunni. Góður sigur Gana og verðskuldaður.
Uppröðun útsláttarkeppni eftir fyrsta dagEn að leikjum dagsins.

Þýskaland – England

Enska sorppressan er enn að heyja seinni heimsstyrjöld, líklega af því að það var í síðasta skipti sem Bretland skipti einhverju máli. Enska liðið loksins komið á hreint, óbreytt frá síðasta leik enda sá langskásti. Ef þetta fer í víti munu Englendingar vinna, en ég hef trú á Þjóðverjum, eitt – núll.
Fyrri leikir:
Þýskaland – Ástralía 4-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Þýskaland – Serbía 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

England – Bandaríkin 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
England – Alsír 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – England 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report

Argentína – Mexíkó

Argentína hefur stimplað sig inn eins og ég bjóst við, og teljast bara nokkuð líklegir að hirða dolluna. Þeir verða sterkari, 2-1 en vörnin er sem fyrr vandinn og Javier ‘litlabaun’ Hernandez tekur Demichelis í nefið þegar hann skorar..

Argentína – Nígería 1-0. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Grikkland – Argentína 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report

Suður Afríka – Mexíkó 1-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Frakkland – Mexíkó 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Leave a Comment