0

Önnur umferð – fyrsti dagur

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Uppröðun útsláttarkeppniNú er ekkert elsku mamma, enginn 20 mínútna göngubolti eins og í Spánn – Chile í gærkvöld, engin miskunn, bara líf eða dauði. Og vítakeppnir.

Úrúgvæ – Suður Kórea

Leikir fram að þessu með tenglum á umfjallanir hinna ýmsu vefmiðla, Guardian, Telegraph, Independent, Zonal Marking, Equaliser og 200 Percent:
Úrúgvæ – Frakkland 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Suður Afríka – Úrúgvæ 0-3. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Suður Kórea – Grikkland 2-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Nígería – Suður Kórea 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Úrúgvæar hafa að margra mati staðið sig best allra liða í keppninni fram að þessu. Ég er ekki sammála en eingöngu vegna þess að ég tel ekkert lið hafa skarað framúr. Úrúgvæ er hins vegar hikstalaust eitt af þeim liðum sem standa jafnt að vígi eftir fyrstu umferðina. Hafa spilað góðan bolta, með sterka einstaklinga, beitta framherja og góða vörn. Þó að Suður Kórea spili vissulega fínan fótbolta munu þeir eiga erfitt með Úrúgvæana og einn öruggasti sigur annarar umferðar verður raunin, 2-0.

Bandaríkin – Gana

England – Bandaríkin 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – Bandaríkin 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Bandaríkin – Alsír 1-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Serbía – Ghana 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Ghana – Ástralía 1-1. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Gamli evrópski tradisjónalistinn í mér horfir á þessi lið og hugsar: Í annarri umferð í HM? Hví í ósköpunum? Ég verð að berja niður svoleiðis afturhaldshugsunarhátt, þetta er nokkuð spennandi. Gana ber vonir Afríku á herðum sér og Bandaríkin hafa spilað ágætlega. En Bandaríkin komust upp úr auðveldasta riðlinum, og Gana var ekki nógu sannfærandi nema í sigurleiknum gegn Serbum. Kannske þess vegna ætti þetta að verða markaleikur, en ég held að bæði lið verði of varkár. 0-0 eftir venjulegan leiktíma, 0-0 eftir framlengingu og Bandaríkin vinna vítakeppnina.

Leave a Comment