0

Að aflokinni riðlakeppni

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Riðlarnir eru búnir og kominn tími á að líta til baka yfir síðustu tvær vikur. Ég reyndar birti ekki spána sem ég styðst við og hún er sú sem ég gerði fyrir keppnina en leikjaspánum breytti ég síðan eftir fyrstu umferð í það sem ég birti hér. Þannig þið verðið bara að treysta mér að ég sé ekki að fara með fleipur.

A riðill

Spáði Úrúgvæ og Mexíkó áfram og það reyndist rétt. Frakkland skeit mun duglegar á sig en ég (og nokkur?) bjóst við en tvö bestu liðin fóru áfram. Sigur Suður Afríku á Frakklandi í síðasta leik fleytti þeim í sömu markatölu og Mexíkó en það var aldrei stórhætta fyrir Mexíkanana.

B riðill

Fór sem ég spáði, tvö bestu liðin áfram og allt meira eða minna eftir bókinni. Reyndar var sigur Grikkja á Nígeríu eingöngu vegna rauða spjaldsins og Nígería hefði annars verið í harðri keppni við Suður Kóreu um að komast áfram. En við horfum aðeins fram hjá því.

C riðill

EASY riðill Tjallanna var allt annað en og úrslitin á víð og dreif. Ég reyndar spáði Alsír áfram en þeir gátu ekki staðið undir þeim væntingum. Slóvenar stóðu sig fantavel og hefðu komist áfram ef ekki fyrir mark Donovan á síðustu mínútu en ég verð víst að viðurkenna að tvær bestu þjóðirnar komust áfram.

D riðill

Serbar gerðu aftur á sig. Ég spáði þeim áfram en Gana núll stigum. Hana nú. Þjóðverjar voru svipaðir og ég bjóst við, var ekki nálægt því að afskrifa þá fyrir keppni. Ástralir gerðu vel að rífa sig upp eftir slæmt tap í fyrsta leiknum. Tvö bestu… osfrv.

E riðill

Rísandi sól í E riðli, þvert á mínar væntingar. Kamerún mun slappari en ég bjóst við og Hollendingar eru ekkert sérstakt augnakonfekt. Allt sanngjarnt. Reyndar ekkert búinn að segja um leikina á fimmtudaginn, en nægir að Japan átti sigurinn á Dönum fyllilega skilinn

F riðill

Paragvæ spáði ég reyndar áfram þannig þeir komu mér ekki á óvart. Slóvakar stóðu sig vel og nýttu sér að Ítalir gerðu upp á bak. Sigur þeirra á fimmtudag mjög góður. Nýsjálendingar fara heim taplausir, fimmta þjóðin í sögu HM. Frábær árangur frá strákunum frá landi hins langa skýs. L

G riðill

Þarna var ég, eins og flestir býst ég við, alveg með þetta. Jafnteflið hjá Portúgal og Fílabeinsströndinni aðeins að trufla, en markatalan sá um þetta.
Þeta var frekar leiðinlegt í gær…

H riðill

Spáði einhver Sviss sigri á Spáni? Nei? Ok, þá er ég með þetta jafnrétt og þið. Hlakka geysilega til beggja leikjanna í næstu umferð, Brasilíu – Chile og Spánar – Portúgals. Frábær lið. Vonandi frábærir leikir…
Nokkrir punktar:

  • Bielsa er frábær þjálfari Chile
  • Áskita Evrópuþjóða hefur mest með aldur liða og þjálfarana að gera.
  • Áskita Afríku var viðbúin, en hefur mikið með þjálfara að gera, vona að afrískir þjálfara fari að verða standard.
  • Mest á óvart: Japan, Gana og Nýja Sjáland jákvæðu megin, Ítalía neikvæðu megin en var þó vitað af göllum
  • Það var alveg viðbúið: Þjóðverjar sterkir
  • Stærsta spurningin: Vörnin hjá Argentínu

Næsti pistill um 2. umferð birtist einhvern tímann fyrir fyrsta leik á eftir.

Leave a Comment