0

Kvebbadur

Posted June 22nd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

émekvef. og slappur. Á að vera bannað í fríium. Spurning um að fá sér læknisvottorð 😀
Þannig þetta verður stutt: Portúgal rústaði Norður Kóreu. Hér er grein um stemminguna í Norður Kóreu þegar leikurinn var sýndur í beinni útsendingu fyrstur leikja þar í landi. Chile tók Sviss en Sviss hélt út átta mínútum betur en þurfti til að slá nýtt met að fá ekki á sig mark í úrslitakeppni. Ítalir áttu gamla metið en ekki veit ég hvenær það var sett.
Loks vann Spánn Hondúras 2-0, hefði átt að fara 5-0 en Fernando Torres kenndi Jabulaninum um. Hann ætti kannske að kíkja á hvernig Maradona fer með boltann.
Fjórir dagar af fjórum leikjum á dag: Horfa á einn í beinni og horfa svo á hinn af upptöku… ef hann var góður. Og líklega á fast forward. Það verður enda ekki séns að komast hjá því að vita hvernig sá sem maður er ekki að horfa á fer.
Spáin í dag:
Mexíkó – Úrúgvæ 1 – 2 : Hvorugt liðið vill mæta Argentínu og Mexíkó mun reyna aðeins of mikið að vinna
Frakkland – Suður Afríka 2 -0: Frakkland þarf fjögurra marka sving til að komast upp fyrir Mexíkó og skora fjórum mörkum meira en Mexíkó þar sem innbyrðis viðureignin er Mexíkó í vil. Það tekst ekki.
Nígería – Suður Kórea 1 – 2 : Suður Kórea tekur þennan.
Grikkland – Argentína 0 – 4 : Og Argentína klikkar ekki á þessu eins og Nígería. Eina ástæðan fyrir sigri Grikkja var að þeir voru manni fleiri.

Leave a Comment