0

Ísland á HM!

Posted June 16th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Ef það er eitthvað sem varnarsnilld þessa móts kennir okkur þá er það sú staðreynd að Ísland á að keppa að því svikalaust og grímulaust að komast á HM með þeirri einföldu leikaðferð að fá ekki á sig mark.
Ég hef auðvitað verið á þessari skoðun í áraraðir, en þegar henni er hreyft koma upp raddir fólks sem vill frekar sjá Ísland gera einhverjar meintar tilraunir til sambabolta, sama þótt tapið verði stórt, því það er svo gaman.
Bullerttta.
Það er reyndar mikill galli að langbesti leikmaður okkar undanfarin ár spilar stöðu sem Ísland á í raun og veru ekki að leyfa sér að vera með mann í. Holan er ekki til í varnartaktinni sem nauðsynleg er.
Annars spáði ég 4-0 í síðasta leiknum í gær, en bjóst sosum alveg eins við 1-0. Var virkilega hrifinn af Norður Kóreu og það verður erfitt fyrir bæði Portúgal og Côteverja að að brjóta þá á bak aftur. Þessi riðill verður kannske aðeins öðruvísi dauðariðill en búist var við!
Og ef að einhver vill halda því fram að Maicon hafi ekki verið að reyna að skora, þá er viðkomandi vinsamlega beðinn um að hætta að vera Englendingur.
Fyrstu tveir leikir dagsins eru heillandi. Hondúras er loksins aftur á HM eftir 28 ára bið og keppir við Chile sem er hugsanlega taktískt mest spennandi lið á HM. Og svo er loksins, loksins, loksins komið að Spáni. Þarf að hafa fleiri orð um það? Ef Spánn – Sviss fer 1-0 eða 0-0 munu fullorðnir menn gráta og syrgja horfna fegurð knattspyrnunar. “Help us XaviIniestaVillaFabregas, you are our only hope!” Fyrst ég er farinn að tengja á Zonal Marking er ágætt að kíkja á umfjöllun þeirra um Spán. Snilldarsíða sem er með frábærar analýsur á flesta leiki.
Spáin: Hondúras – Chile: 0-2; Spánn – Sviss: 3-0

Leave a Comment