0

Góð byrjun á deginum…

Posted June 14th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

… en hefði betur leyft mér að taka lúr eftir hádegið.
Fór á Hvítu perluna í hádeginu (topp myndvarpi!) og sá Holland þokkalega ferska vinna bug á erfiðum og skipulegum Dönum, eins og ég spáði. Segir kannske ýmislegt um leikinn að flest allir miðjumenn Hollendinga voru valdir menn leiksins af einhverjum miðli. Sjálfur var ég mjög hrifinn af góðri innkomu Eljero Elia, vona að hann fái tækifæri til að byrja inná gegn Japan.
Kom síðan heim og var næstum dáinn úr leiðindum yfir Japan-Kamerún. Samuel Eto’o er ekki kantmaður. Jesús. Hollendingar eiga að vinna bæði þessi lið og hafa leikmennina til að vinna á þeim. Danir eiga sömuleiðis að vinna báða leikina, en gætu strandað á vörnum. Liggur við að mig hlakki ekki til að horfa á þá leiki.
En nú er ég búinn að skipta um skyrtu, FORZA AZZURI! Paragvæ er með sterkt lið og Ítalir hafa ekki verið sannfærandi og í smá mannskapsvandræðum, þannig að þetta gæti farið hvernig sem er, en ég spái 1-0 fyrir Ítölum.
Talandi um 1-0, það fer að verða opinber úrslit þessa móts. Ef leikirnir fara ekki að verða skemmtilegri mjög fljótlega, gæti þetta orðið með leiðinlegri mótum. En það er enn von um breytingar.

Leave a Comment