0

Það var mikið!

Posted June 14th, 2010. Filed under Uncategorized

Takk Þýskaland, takk.
Loksins kom sýning sem við höfðum beðið eftir. Argentína var ekki svo slæm, en í gær kom saman sterkt þýsk lið og arfaslakt ástralskt og niðurstaðan 4-0 flugeldasýning. Podolski og Klose áttu báðir mjög léleg tímabil í vetur, en þegar þýska skyrtan er komin á bakið þá breytast menn í ofurmenn. Mér telst til að ellefu menn í þýska hópnum séu af erlendu bergi brotnir, kannske er það blandan við þýska stálið sem gerir liðið léttleikandi og skemmtilegt!
En í dag er dagur minna manna. Kominn í hollensku skyrtuna fyrir hádegisleikinn og í kvöld verður það Forza Azzuri! Bætum Danmörku við þetta og það er ekki annað en hægt að hlakka til. Robben verður ekki með og ég ætla að draga aðeins úr spánni sem ég var með fyrir mótið og spá Holendingum eingöngu 2-0 sigri.
Síðan taka Kamerúnar Japan 1-0 í eftirmiddagsleiknum.

Leave a Comment