Leikirnir í dag verða hörku…

Posted June 30th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

ha?
f00000000000000000000000000kkkkkkkkkkkkk.
Fyrsti vinnudagur eftir háemmfrí.
Eins og 2nd Yellow segir: Real Life 2 – Bliss 0.
Report um leiðinlegasta leik HM og varnarleik Portúgala kemur í kvöld, getið lesið Equaliser og Zonal Marking í staðinn

Magnaður mánudagur? Nei…

Posted June 29th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Sorrí sorrí. Ég vakti falsvonir. Brasilía rústaði Chile. Chile var hreinlega ekki með mannskapinn í þetta. Eru Brassar að fara að rúlla þessu upp. Er þetta allt fyrirséð? Eru þeir langbestir? eða er hægt að vonast til að þeir hafi bara ekki mætt nægilegri mótspyrnu. Þeir taka held ég alveg örugglega Niðurlendinga auðveldlega næst…
Horfði á Holland – Slóvakíu á Hvítu perlunni og gat dáðst að enska þulnum. Það lá við maður bæði þá um að skipta yfir á AddaBjözz. Slóvakar stóðu fantavel í Hollendingum, áttu stóran hluta leiksins og klúðruðu gullnum færum. En ef maður trúði þulnum þá voru þeir þarna bara til að Hollendingar yrðu ekki einmana á vellinum. Magnað.
Uppröðun útsláttarkeppni eftir þriðja dagNema hvað.

Japan – Paragvæ

Ekki spenntur fyrir þessu? jújú, komaso… Japan rústaði Dönum, Honda þarf að setja í fimmta gír* og Paragvæ getur séð til þess að helmingur þjóðanna í fjórðungsúrslitum verði frá Suður Ameríku? Svo fer þetta eitt núll fyrir Paragvæ! Hvað gæti verið meira spennó?

Spánn – Portúgal

Já þú meinar? Þessi leikur. Já það er heppileg uppröðunin í dag, Íberíuskagauppgjörið á primetime. Húbba! Það skemmtilegasta við þennan leik væri samt að horfa á hann með Liverpool manni sem slefar yfir því í hvert skipti sem Torres snertir boltann eða dettur um sjálfan sig. Búinn að vera arfaslakur. Þetta fer 2-0. Held ég. Eða eitt núll. Eða fjögur þrjú. Eða geimverur nema dómarann á brott. Nei annars, ég efast um að Portúgalir komi boltanum í netið. Ronaldo þyrfti að fara í kennslu hjá Carlos Salcido í að halda Jabulaninum undir slánni.


*Sástu hvað ég gerði þarna?? Ha??

… þá veit ég ekki til hvers í ósköpunum þú horfir á fótbolta.
Brasilía er Brasilía, reyndar ekki besta brasilíska lið allra tíma, en alveg í næsta þrepi fyrir neðan þau bestu. Chile er með mest taktískt þenkjandi þjálfarann, og skruggu gott lið. Reyndar þrjá menn í banni, en fá til baka tvo sterka miðjumenn, Carmona og Fernández til baka úr banni (já þeir spila svolítið fast, voruð þið líka búin að taka eftir því?)
Brassar fá Kaká úr banni, Elano úr meiðslum og Robinho var hvíldur gegn Portúgal. Vörnin hjá þeim er ekki eins slök og vörn Argentínu, en ekki neinn veggur heldur þannig að Brassar taka þetta 2-1 (4-0 ef línuverðirnir verða eins og í gær) en þetta verður massíft.
Brasilía – Norður Kórea 2-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Brasilía – Fílabeinsströndin 3-0: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Portúgal – Brasilía 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Hondúras – Chíle 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report
Chíle – Sviss 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Chíle – Spánn 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report

Holland – Slóvakía

Núna klukkan tvö er Holland – Slóvakía. Ég get ekki innra með mér glaðst eins mikið yfir góðu gengi Hollendinga og alltaf áður. Það er eitthvað við einstaklingana í liðinu sem heillar ekki. En ætli ég verði ekki að halda með þeim? Eitt núll. Það liggur við að ég sé spenntari að sjá hvort Japanir verði ferskir á morgun en Slóvakar unnu Ítali mjög sannfærandi í skemmtilegum leik, það væri ekkert slæmt að fá annan þrjú tvö leik.
Holland – Danmörk 2-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Holland – Japan 1-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Kamerún – Holland 1-2: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report

Nýja Sjáland – Slóvakía 1-1: Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Slóvakía – Paragvæ 0-2: Guardian report Telegraph report Independent report
Slóvakía – Ítalía 3-2: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Ég spáði réttum þjóðum áfram en þetta fór aðeins öðruvísi en ég bjóst við.
England liggur í sárum eftir gærdaginn. Sorpblöðin og sumir aðrir kalla eftir afsögn Capello og fá hana eflaust, en þeir sem hugsa dýpra ganga svo langt að reyna að benda á leik Englands við Ungverja 1953 og kalla eftir gagngerum uppskurði á enska kerfinu. Enda ekki nema von, meinið er að finna í allri þjálfun í Englandi frá yngstu flokkum og uppúr. Boltatækni er ekki til. Það verður að segja ensku pressunni til smá hróss að þeir eru ekki að velta sér of mikið upp úr hrikalegri dómgæslu aðstoðardómarans, enda var yfirspilunin slík að það er aukaatriði. Þjóðverjar eru hins vegar svolítið glaðir yfir henni. (biðst smá afsökunar fyrir að tengja á Bild…)
Mexíkanar mega hins vegar vera aðeins súrari yfir jafn hrottalegum mistökum í þeirra leik. Fram að því að Tevez skoraði eitt mesta rangstöðumark sem ég hef séð lengi höfðu þeir haft yfirhöndina í leiknum. Osorio ákvað síðan að gefa Higuain annað mark og það var lítið við því að gera. Í seinni hálfleik skoraði síðan Tevez gull af marki og leikurinn hefði átt að vera búinn. Litla baunin Javier Hernandez vissi hins vegar að ég var búinn að spá honum marki og hlýddi mér. Mexíkó sótti þó nokkuð og voru betri það sem eftir var og hefðu fyllilega átt skilið að minnka muninn en það fór sem fór.
Sókn Argentínu heldur því áfram að brillera og vörnin er brothætt. Þýskaland – Argentína verður vonandi frábær leikur!

Úrúgvæ, Ghana og leikir dagsins

Posted June 27th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Bara fínir leikir í gær.
Að hluta til má segja að Úrúgvæ hafi ekki verið það sannfærandi, þeir drógu sig þó nokkuð til baka eftir markið og síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik og langt fram eftir seinni voru Kóreumenn mun meira með boltan og sóttu vel. Jöfnunarmarkið því fyllilega verðskuldað. Úrúgvæ samt sterkara liðið og sýndi það með góðu sigurmarki. Lee Dong-gook hefði átt að jafna undir lokin kominn inn fyrir, en slakt skotið fór beint á markvörðinn. Rétt að minnast á að kóreanski markmaðurinn átti alla sök á fyrra marki Úrúgvæ, þó vissulega hefði Suarez þurft mikla tækni til að koma skotinu á markið langt utan af kanti, og síðan átti Muslera sök á marki Suður Kóreu, mjög hikandi. Ekki góður leikur fyrir þá.
Bandaríkjamenn guldu í seinni leiknum fyrir að fá á sig mörk strax í upphafi, fyrst í venjulegum leiktíma og síðan í framlenginunni. Góður sigur Gana og verðskuldaður.
Uppröðun útsláttarkeppni eftir fyrsta dagEn að leikjum dagsins.

Þýskaland – England

Enska sorppressan er enn að heyja seinni heimsstyrjöld, líklega af því að það var í síðasta skipti sem Bretland skipti einhverju máli. Enska liðið loksins komið á hreint, óbreytt frá síðasta leik enda sá langskásti. Ef þetta fer í víti munu Englendingar vinna, en ég hef trú á Þjóðverjum, eitt – núll.
Fyrri leikir:
Þýskaland – Ástralía 4-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Þýskaland – Serbía 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

England – Bandaríkin 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
England – Alsír 0-0: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – England 0-1: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report

Argentína – Mexíkó

Argentína hefur stimplað sig inn eins og ég bjóst við, og teljast bara nokkuð líklegir að hirða dolluna. Þeir verða sterkari, 2-1 en vörnin er sem fyrr vandinn og Javier ‘litlabaun’ Hernandez tekur Demichelis í nefið þegar hann skorar..

Argentína – Nígería 1-0. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Grikkland – Argentína 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report

Suður Afríka – Mexíkó 1-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Frakkland – Mexíkó 0-2. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Umfjallanir: Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report

Önnur umferð – fyrsti dagur

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Uppröðun útsláttarkeppniNú er ekkert elsku mamma, enginn 20 mínútna göngubolti eins og í Spánn – Chile í gærkvöld, engin miskunn, bara líf eða dauði. Og vítakeppnir.

Úrúgvæ – Suður Kórea

Leikir fram að þessu með tenglum á umfjallanir hinna ýmsu vefmiðla, Guardian, Telegraph, Independent, Zonal Marking, Equaliser og 200 Percent:
Úrúgvæ – Frakkland 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Suður Afríka – Úrúgvæ 0-3. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Mexíkó – Úrúgvæ 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Suður Kórea – Grikkland 2-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Argentína – Suður Kórea 4-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Nígería – Suður Kórea 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Úrúgvæar hafa að margra mati staðið sig best allra liða í keppninni fram að þessu. Ég er ekki sammála en eingöngu vegna þess að ég tel ekkert lið hafa skarað framúr. Úrúgvæ er hins vegar hikstalaust eitt af þeim liðum sem standa jafnt að vígi eftir fyrstu umferðina. Hafa spilað góðan bolta, með sterka einstaklinga, beitta framherja og góða vörn. Þó að Suður Kórea spili vissulega fínan fótbolta munu þeir eiga erfitt með Úrúgvæana og einn öruggasti sigur annarar umferðar verður raunin, 2-0.

Bandaríkin – Gana

England – Bandaríkin 0-0. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Slóvenía – Bandaríkin 2-2. Guardian report Telegraph report Independent report
Bandaríkin – Alsír 1-0. Guardian report Telegraph report Independent report 200 percent report
Serbía – Ghana 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report Equaliser report 200 percent report
Ghana – Ástralía 1-1. Guardian report Telegraph report Independent report Equaliser report
Ghana – Þýskaland 0-1. Guardian report Telegraph report Independent report Zonal Marking report 200 percent report
Gamli evrópski tradisjónalistinn í mér horfir á þessi lið og hugsar: Í annarri umferð í HM? Hví í ósköpunum? Ég verð að berja niður svoleiðis afturhaldshugsunarhátt, þetta er nokkuð spennandi. Gana ber vonir Afríku á herðum sér og Bandaríkin hafa spilað ágætlega. En Bandaríkin komust upp úr auðveldasta riðlinum, og Gana var ekki nógu sannfærandi nema í sigurleiknum gegn Serbum. Kannske þess vegna ætti þetta að verða markaleikur, en ég held að bæði lið verði of varkár. 0-0 eftir venjulegan leiktíma, 0-0 eftir framlengingu og Bandaríkin vinna vítakeppnina.

Að aflokinni riðlakeppni

Posted June 26th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Riðlarnir eru búnir og kominn tími á að líta til baka yfir síðustu tvær vikur. Ég reyndar birti ekki spána sem ég styðst við og hún er sú sem ég gerði fyrir keppnina en leikjaspánum breytti ég síðan eftir fyrstu umferð í það sem ég birti hér. Þannig þið verðið bara að treysta mér að ég sé ekki að fara með fleipur.

A riðill

Spáði Úrúgvæ og Mexíkó áfram og það reyndist rétt. Frakkland skeit mun duglegar á sig en ég (og nokkur?) bjóst við en tvö bestu liðin fóru áfram. Sigur Suður Afríku á Frakklandi í síðasta leik fleytti þeim í sömu markatölu og Mexíkó en það var aldrei stórhætta fyrir Mexíkanana.

B riðill

Fór sem ég spáði, tvö bestu liðin áfram og allt meira eða minna eftir bókinni. Reyndar var sigur Grikkja á Nígeríu eingöngu vegna rauða spjaldsins og Nígería hefði annars verið í harðri keppni við Suður Kóreu um að komast áfram. En við horfum aðeins fram hjá því.

C riðill

EASY riðill Tjallanna var allt annað en og úrslitin á víð og dreif. Ég reyndar spáði Alsír áfram en þeir gátu ekki staðið undir þeim væntingum. Slóvenar stóðu sig fantavel og hefðu komist áfram ef ekki fyrir mark Donovan á síðustu mínútu en ég verð víst að viðurkenna að tvær bestu þjóðirnar komust áfram.

D riðill

Serbar gerðu aftur á sig. Ég spáði þeim áfram en Gana núll stigum. Hana nú. Þjóðverjar voru svipaðir og ég bjóst við, var ekki nálægt því að afskrifa þá fyrir keppni. Ástralir gerðu vel að rífa sig upp eftir slæmt tap í fyrsta leiknum. Tvö bestu… osfrv.

E riðill

Rísandi sól í E riðli, þvert á mínar væntingar. Kamerún mun slappari en ég bjóst við og Hollendingar eru ekkert sérstakt augnakonfekt. Allt sanngjarnt. Reyndar ekkert búinn að segja um leikina á fimmtudaginn, en nægir að Japan átti sigurinn á Dönum fyllilega skilinn

F riðill

Paragvæ spáði ég reyndar áfram þannig þeir komu mér ekki á óvart. Slóvakar stóðu sig vel og nýttu sér að Ítalir gerðu upp á bak. Sigur þeirra á fimmtudag mjög góður. Nýsjálendingar fara heim taplausir, fimmta þjóðin í sögu HM. Frábær árangur frá strákunum frá landi hins langa skýs. L

G riðill

Þarna var ég, eins og flestir býst ég við, alveg með þetta. Jafnteflið hjá Portúgal og Fílabeinsströndinni aðeins að trufla, en markatalan sá um þetta.
Þeta var frekar leiðinlegt í gær…

H riðill

Spáði einhver Sviss sigri á Spáni? Nei? Ok, þá er ég með þetta jafnrétt og þið. Hlakka geysilega til beggja leikjanna í næstu umferð, Brasilíu – Chile og Spánar – Portúgals. Frábær lið. Vonandi frábærir leikir…
Nokkrir punktar:

  • Bielsa er frábær þjálfari Chile
  • Áskita Evrópuþjóða hefur mest með aldur liða og þjálfarana að gera.
  • Áskita Afríku var viðbúin, en hefur mikið með þjálfara að gera, vona að afrískir þjálfara fari að verða standard.
  • Mest á óvart: Japan, Gana og Nýja Sjáland jákvæðu megin, Ítalía neikvæðu megin en var þó vitað af göllum
  • Það var alveg viðbúið: Þjóðverjar sterkir
  • Stærsta spurningin: Vörnin hjá Argentínu

Næsti pistill um 2. umferð birtist einhvern tímann fyrir fyrsta leik á eftir.

Nenn’ekki

Posted June 24th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

… löngum pósti.
England marð’etta og Englandingar halda aftur að þeir eigi góðan séns á titli, BNA hirti sæti af Slóvenum á síðustu mínútu og skutu Englandi að auki aftur fyrir sig, Slóvenar falla með sæmd.
Þjóðverjar höfðu spræka Ganverja sem komast samt verðskuldað áfram því að Serbar gerðuppá bak.
Og þetta er hrein og tær geðveiki Gæti ekki verið epískara þó Russell Crowe mætti á svæðið. Eini munurinn á þeim og skylmingaþrælum var að þeir fengu að lifa. Spurning hvort lífsviljinn er ekki bara horfinn. Vona þeir spili aðeins áfram í dag, væri svona hálf anti-climactic ef þetta fer 61-59.
Í dag vinna Ítalir Slóvaka 1 – 0, Paragvæ vinnur Kívía 1-0, Danir vinna Japani 1-0, en Hollendingar brjóta þetta upp og vinna stórsigur. 2-0 gegn Kamerún.
Og ég fer auðvitað á fyrirlestur James Randi.

Mesta klúður HM frá upphafi.

Posted June 23rd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Fjögur lið komust áfram í gær en samt byrja ég á að minnast á atvik sem hafði í raun engin áhrif á úrslitin.


Ég hef aldrei séð nokkurn brenna af jafn upplögðu færi og Yakubu. Chris Iwelumo átti held ég gamla metið en það er miklu, miklu erfiðara skot! Ég hefði átt fínan séns að klára þetta! En þetta hafði engin áhrif á úrslit Nígeríu og Suður Kóreu því tveim mínútum síðar kláraði Yakubu víti af stakri prýði og jafnaði 2-2. Lengra komst Nígería ekki, Martins brenndi af kominn einn inn fyrir og Suður Kórea og Argentína komust áfram. Annars voru síðustu 20 mínúturnar í leik Nígeríu og Suður Kóreu fjörugri en allar 70 fram að því í Argentínu-Grikklands leiknum. Það voru þeir hlutar sem ég horði á og ég missti því af fyrstu þrem mörkunum í Nígeríu – Suður Kóreu og báðum mörkum Argentínu!
Eins og leikar stóðu í upphafi voru Argentínumenn og Suður Kórea áfram, en þegar Nígería skoraði gegn Suður Kóreu voru Grikkir komnir í annað sætið. Suður Kórea jafnaði síðan og komst svo yfir og Grikkir þá dottnir út. Það sást ekki á leik þeirra, hann fór aldrei úr öðrum gír. Nígería hysjaði hins vegar upp um sig sokkana, jafnaði sem fyrr segir og og hefðu komist áfram ef þeir hefðu náð að vinna Suður Kóreu en það tókst ekki. Á meðan gengu Argentínumenn frá Grikkjum verðskuldað.
Fyrr um daginn var það franski farsinn sem tók alla athygli. Fjórir leikmenn settir út úr liðinu móti Suður Afríku og það var greinilega ekki nóg, liðið var vonlaust, Suður Afríka spilaði vel og var komið í tveggja marka forystu eftir um hálftíma. Í hinum leiknum nægði jafntefli báðum liðum að komast áfram en það sást ekki á leiknum, enda myndi sigurliðið sleppa við að mæta Argentínu í næstu umferð. Úrúgvæ tók forystuna seint í fyrri hálfleik og þá voru komin þrjú mörk af þeirri fimm marka sveiflu sem Suður Afríka þurfti til að komast áfram. En lengra fór það ekki, Frakkar settu að lokum eitt mark og gerðu útum draum Suður Afríku endanlega og í raun voru það tvö bestu liðin sem komust áfram úr þessum A riðli.
Aftur fjórir leikir í dag og átta lið og í þetta skiptið hafa öll liðin þetta í hendi sér. Ástralía reyndar aðeins á pappírnum, þeir þurfa átta marka sigur til að tryggja sig áfram, ef sigurinn er minni þurfa önnur úrslit að falla með þeim.
Þetta verður því hörkuspennandi dagur! Ég ætla að vera leiðinlegur í spánni, spá eftir bókinni og vel það:
Slóvenía – England 0 – 2
Bandaríkin – Alsír 1 – 0
Ghana – Þýskaland 0 – 2
Ástralía – Serbía 0 – 3

Kvebbadur

Posted June 22nd, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

émekvef. og slappur. Á að vera bannað í fríium. Spurning um að fá sér læknisvottorð 😀
Þannig þetta verður stutt: Portúgal rústaði Norður Kóreu. Hér er grein um stemminguna í Norður Kóreu þegar leikurinn var sýndur í beinni útsendingu fyrstur leikja þar í landi. Chile tók Sviss en Sviss hélt út átta mínútum betur en þurfti til að slá nýtt met að fá ekki á sig mark í úrslitakeppni. Ítalir áttu gamla metið en ekki veit ég hvenær það var sett.
Loks vann Spánn Hondúras 2-0, hefði átt að fara 5-0 en Fernando Torres kenndi Jabulaninum um. Hann ætti kannske að kíkja á hvernig Maradona fer með boltann.
Fjórir dagar af fjórum leikjum á dag: Horfa á einn í beinni og horfa svo á hinn af upptöku… ef hann var góður. Og líklega á fast forward. Það verður enda ekki séns að komast hjá því að vita hvernig sá sem maður er ekki að horfa á fer.
Spáin í dag:
Mexíkó – Úrúgvæ 1 – 2 : Hvorugt liðið vill mæta Argentínu og Mexíkó mun reyna aðeins of mikið að vinna
Frakkland – Suður Afríka 2 -0: Frakkland þarf fjögurra marka sving til að komast upp fyrir Mexíkó og skora fjórum mörkum meira en Mexíkó þar sem innbyrðis viðureignin er Mexíkó í vil. Það tekst ekki.
Nígería – Suður Kórea 1 – 2 : Suður Kórea tekur þennan.
Grikkland – Argentína 0 – 4 : Og Argentína klikkar ekki á þessu eins og Nígería. Eina ástæðan fyrir sigri Grikkja var að þeir voru manni fleiri.

Svindl og svínarí

Posted June 21st, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Það er eitthvað hjartnæmt við það að dómarinn hafi spurt Luis Fabiano að því hvort hann hafi nokkuð notað hendina við að skora. Ætli hann hafi búist við heiðarlegu svari? Dagurinn í gær endaði á fínum leik Brasilíu og Fíla… Côte d’Ivoire. Brassarnir sýndu fínan leik, annað liðið í keppninni sem á tvo góða leiki í röð, ásamt Argentínu. Mörkin voru næsta brasilísk líka, þó að vissulega hafi boltameðhöndlun Luis Fabiano í öðru markinu verið meira í ætt við Óla Stef en Péle. En var þetta ekki annars tvígrip?
Það er ekki ljóst hvort hægt verður að senda Kader Keïta í bann fyrir stórfenglegan leikaraskap. Kaká gerði ekkert annað en að bíða staðfastur eftir að Keïta hlypi á hann. Það er ólíklegt að Kaká sleppi við bannið, sem hittir Côtara verst fyrir sjálfa enda má búast við að þeir þurfi á að halda að Brasilía vinni Portúgal. Eins er alveg eins líklegt að Kaká hefði verið hvíldur í þeim leik þannig að það skiptir í sjálfu sér litlu.
Rétt er að halda til haga að byrjunarlið Brasilíu var með númer eitt til ellefu á bakinu, alltaf gaman að sjá það og rifjar upp gamla tíma (þó ekki á HM í sjálfu sér, enda hópnúmer verið reglan þar)
En aftar í tímann.
Fyrsti leikur dagsins sá Paragvæ skella slökum Slóvökum, 2-0 síst of stór sigur og ég hef lítið um þann leik að segja. Paragvæar fara áfram… nema…
En miðleikur dagsins var bomban. Fyrir leikinn vissi ég að öll úrslit væru góð fyrir mig, enda slær mitt fjölskipta hjarta bæði til Ítalíu og Nýja Sjálands. Skemmst er frá að segja að Nýsjálendingar sóttu sinn stærsta áfanga á fótboltavellinum, jafntefli við heimsmeistarana. Það hefur eflaust glatt suma bloggara að sjá fyrrum leikmann Halifax Town koma Nýsjálendingum yfir strax á 7. mínútu. Reyndar hefið átt að dæma Smeltz rangstæðan en hvorki dómarinn né aðstoðardómari hafa séð snertinguna frá Reid. Mér datt strax í hug hvort leikurinn frá ’66 þegar Pak Doo Ik skoraði sigurmark Norður Kóreu, einmitt á 7. mínútu gegn Ítaliu. Svo varð þó ekki. Ítalir fengu víti fyrir peysutog á de Rossi, rétt en mjög sjaldséð dómgæsla, líklega af því að boltinn fór rétt framan við de Rossi og því missti hann af upplögðu færi. Nýsjálendingar fengu besta færið á síðustu mínútunum, táningurinn Wood skaut rétt framhjá fjær. Nú er bara að sjá hvort fótbolti veltir rúbbí úr toppsætinu í nýsjálenskum íþróttaheimi. Ég verð að segja, ég vona ekki!
Leikir dagsins:
Portúgal – Norður Kórea: 1966 dúkkar upp aftur! Ég væri alveg til í að sjá sömu úrslit og þá, en ’10 útgáfan af Norður Kóreu spilar stífan varnaleik en ekki fljótandi sóknarleik. Portúgali vantar senter og þetta fer 0-0!
Chile – Sviss: Úrslitaleikur um toppsætið! Skyldi þó aldrei vera… Þetta fer 1-1, barátta þessara snilldartaktíkera, Bielsa og Hitzfeld er stál í stál og þeir skilja jafnir.
Spánn – Hondúras. Spánverjar þurfa svo sannarlega að girða í brók. Ég ætla að spá því að það verði, og 2-0 er niðurstaðan. Kannske ekki 6-0 en dugar til að vekja risann.

Morgunpósturinn snýr aftur

Posted June 20th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Afsakið hlé…
Tveggja daga skammtur af yfirliti: Fór á Hvítu perluna enn og aftur í föstudagshádeginu (svar þeirra sem sátu fyrir aftan mig þegar þeir voru spurðir hvernig þeir hefðu fundið staðinn “Við komum nú bara alltaf hérna í hádeginu og svo var þetta allt í einu orðið að boltabar!”). Prófaði borgara, bara til að tékka, náði ekki steikarlokunni í gómsætleik. Dómarinn sá um Þjóðverja, með dyggri aðstoð þeirra sjálfra, Klose var sísparkandi í menn og með dómara sem búinn er að gefa fimm spjöld á hálftíma og þú sjálfur á gulu, þá er arfaheimska að sparka enn einu sinni aftan í mann. Rétt miðað við fyrri spjöldin en það fyrsta hefði átt að vera kyrrt í vasanum, þá hefði leikurinn verið betri. Gott mark hjá Serbíu, og flott markvarsla frá Stojković í vítinu (15 stig í Fantasy! Whoohoo!) Lélegt víti þó frá Podolski. Er þetta eðlilegri frammistaða frá Þjóðverjum.
Ekki var Slóvenía – Bandaríkin leiðindanúllnúll eins og ég spáði heldur stórgott 2-2. Bandaríkjamenn sýndu grimma baráttu til að jafna og hikstalaust hefðu átt að vinna. Að dómarinn skyldi dæma sóknarbrot þegar þeir skoruð það sem hefði átt að vera þriðja markið var stórskrýtið. Hann flautaði reyndar áður en skotið kom, en þá var fjórum mönnum haldið og togað í fimmta og það voru allt brot varnarmanna!
England – Alsír var svo þetta hrútleiðinlega núllnúll og ég nenni ekki að ræða það, slétt sama um hvað England er lélegt.
Laugardagur bjartur og fagur og ég gleymdi að blogga. Holland – Japan fyrsti leikur og Holland er Þýskaland. Knýr fram sigra með minnsta mun og lítilli fegurð. Japanir leyfðu þeim að hanga á boltanum fram að marki (þegar 23 mínútur voru liðnar höfðu Hollendingar verið með bolta 77% leiksins) en voru nokkuð ferskir í seinni hálfleiknum þó ekki tækist þeim að jafna.
Það var allt annað ástralskt lið sem mætti til leiks gegn Ghana en gegn Þýskalandi, komust yfir. En það er bannað að verja með hendi á línu eins og Harry Kewell komst að (umfjöllun hér um það hvers vegna þetta var hárréttur dómur skv. laganna hljóðan) og eftir það var þetta frekar dauft. Ghana missti sannarlega af tækifæri þarna og geta bara sjálfum sér um kennt að hafa ekki nýtt það, voru bara alls ekki nógu sannfærandi.
Fjörugur leikur kláraði daginn, Danmörk varð fyrsta liðið til að vinna eftir að hafa lent undir, slakar varnir, sending mótsins frá Simon Kjær og Afríkuþjóð fyrst til að detta úr leik.
Framundan: Slóvakía – Paragvæ 0-1; Ítalía – Nýja Sjáland 2-0; Brasílía – Kóte dívúar 2-0
Njótið sunnudagins.

Vonlausir Frakkar

Posted June 18th, 2010. Filed under Uncategorized

Þetta er allt á uppleið!
Argentínumenn rústuðu Suður Kóreu sannfærandi, Higuain með fína (en að nokkru leyti létta) þrennu, Messi var allt í öllu. EN! Mikið held ég að þjálfarar bestu liðanna hafi horft brosandi á það hvernig Lee tók Demichelis í nefið. Vörnin verður áfram spurningarmerkið hjá Argentínu.
Mynd þessari stal ég frá hinu mjög svo ágæta WorldCupBlog. Messi er á leiðinni að líkja eftir Maradona, en þarf mynd af sér með sex varnarmönnum, ekki fjórum til að jafna El Diego 🙂

Ef það hefðu ekki þótt ólíkleg úrslit fyrir keppnina, þá var sigur Grikkja á Nígeríu það eftir fyrstu umferðina, enda var ein og aðeins ein ástæða fyrir honum: Kaita ákvað uppá sitt eindæmi að gefa leikinn með heimskulegasta rauða spjaldi keppninnar hingað til. Annað var það nú ekki. Nígería verður að vinna og skora tvö mörk gegn Suður Kóreu (tveggja marka sigur, eða eins marks sigur 2-1 eða stærra) og treysta á sigur Argentínu gegn Grikklandi.
Og loks að lélegasta þjálfara keppninnar og slökustu liðsheildinni. Frakkar voru svo lélegir gegn Mexíkó að það bólaði ekki einu sinni á prímadonnu-ég-ætla-að-skora-sjálfur stælunum úr fyrsta leiknum. Mexíkó er einfaldlega með þrælsterkt, þaulreynt og velæft lið sem átti sigur skilinn.
Sem United maður fagna ég mjög vel afgreiddu marki Javier “Chicharito” Hernandez.
Að deginum í dag: Þýskaland verður að byggja á góðri byrjun og vinna Serba 2-0. Síðan getum við lagt okkur því Slóvenía – Bandaríkin og England – Alsír fara báðir núll núll. Jafnvel þó David James verði í marki Tjalla.

Þetta var fínn dagur í gær! Chile skoraði reyndar ekki nema þetta eina mark, en spilaði alveg ágætan bolta og lofar góðu.
Svo kom að Spánverjum að setja líf í keppnina. Og það gerðu þeir svikalaust, ekki með flugeldasýningu heldur með ósannfærandi frammistöðu gegn sterku og velskipulögðu svissnesku liði Ottmar Hitzfeld. Sigur Sviss var sanngjarn (t.a.m. hefðu bæði Pique og Casillas getað fengið rautt fyrir brot þegar Sviss skoraði) og setur líf í þennan riðil svo um munar. Mætast Spánn og Brasilía í annarri umferð? Leikurinn sem margir spáðu sem úrslitaleik!
Þá var fyrstu umferð riðlakeppninar lokið, umferð fárra marka, vel skipulagðra varna og varkárni.
Það lá því beint við hjá mér að spá 0-0 í leik Suður Afríku og Úrúgvæ, en ekki 0-3 eins og ég gerði fyrir mótið. Hefði betur ekki breytt! Suður Afríka sá drauminn hverfa, Úrúgvæ spilaði vel og Diego Forlan eins og sá sem valdið hefur.
Nú í hádeginu taka Argentínumenn á móti Suður Kóreu. Endurskoðuð spá mín hljóðar upp á eitt eitt jafntefli og byggir á því fyrsta umferðin sé fordæmisgefandi, sem klikkaði svo mjög í leiknum í gær. Mikið vildi ég samt að Messi og félagar rífi þá spá í tætlur.
Nígería tekur svo Grikkland og vinnur þá sanngjarnt 2-0.
Gleðilega þjóðhátíð!!

Ísland á HM!

Posted June 16th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Ef það er eitthvað sem varnarsnilld þessa móts kennir okkur þá er það sú staðreynd að Ísland á að keppa að því svikalaust og grímulaust að komast á HM með þeirri einföldu leikaðferð að fá ekki á sig mark.
Ég hef auðvitað verið á þessari skoðun í áraraðir, en þegar henni er hreyft koma upp raddir fólks sem vill frekar sjá Ísland gera einhverjar meintar tilraunir til sambabolta, sama þótt tapið verði stórt, því það er svo gaman.
Bullerttta.
Það er reyndar mikill galli að langbesti leikmaður okkar undanfarin ár spilar stöðu sem Ísland á í raun og veru ekki að leyfa sér að vera með mann í. Holan er ekki til í varnartaktinni sem nauðsynleg er.
Annars spáði ég 4-0 í síðasta leiknum í gær, en bjóst sosum alveg eins við 1-0. Var virkilega hrifinn af Norður Kóreu og það verður erfitt fyrir bæði Portúgal og Côteverja að að brjóta þá á bak aftur. Þessi riðill verður kannske aðeins öðruvísi dauðariðill en búist var við!
Og ef að einhver vill halda því fram að Maicon hafi ekki verið að reyna að skora, þá er viðkomandi vinsamlega beðinn um að hætta að vera Englendingur.
Fyrstu tveir leikir dagsins eru heillandi. Hondúras er loksins aftur á HM eftir 28 ára bið og keppir við Chile sem er hugsanlega taktískt mest spennandi lið á HM. Og svo er loksins, loksins, loksins komið að Spáni. Þarf að hafa fleiri orð um það? Ef Spánn – Sviss fer 1-0 eða 0-0 munu fullorðnir menn gráta og syrgja horfna fegurð knattspyrnunar. “Help us XaviIniestaVillaFabregas, you are our only hope!” Fyrst ég er farinn að tengja á Zonal Marking er ágætt að kíkja á umfjöllun þeirra um Spán. Snilldarsíða sem er með frábærar analýsur á flesta leiki.
Spáin: Hondúras – Chile: 0-2; Spánn – Sviss: 3-0

Ekki byrjaði þetta nógu vel hjá Ítölum í gær, en við höfum engar áhyggjur, það er ekki eins og tilvonandi heimsmeistarar hafi ekki áður gert jafntefli í fyrsta leik. Ég var annars bara ánægður með þá, sér í lagi eftir að þeir breyttu úr 4-2-3-1 í 4-4-2, en Lippi hefur ekki verið við eina fjölina felldur hvað varðar leikskipulag undanfarið.
Hin liðin í riðlinum mætast núna í hádeginu og þar kemur enn eitt liðið sem ég hef mætur á. Aðdáun mín á Alsvörtum er vel þekkt, og það er augljóst að ég mun á sama hátt styðja Alhvíta. Mér þykir þó ekki líklegt að þeir ríði feitum hesti frá þessu móti og við sjáum markaleika, Slóvakar vinna 3-0. Því miður. ETA: Nei skollinn hafi það ég hef þetta ekki af mér. Ryan Nelsen verður klettur í vörninni, 3-4-3 taktíkin verður ekki sjálfsmorðstilraun heldur snilld og þetta endar með naumum sigri Slóvaka 2-1
Síðan mætast Côte d’Ivoire (ef ekki má calla þá Ivory Coast í ensku máli, sé ég ekki að við megum nota ‘Fílabeinsströndina’ !) Þar verður spennandi að sjá hvor dettur oftar, Ronaldo eða Drogba, og ekki síður hvort úrúgvæski dómarinn dæmir eitthvað. Ég breyti aðeins spánni minni frá því fyrir keppni, held að Côtar poti inn einu, en Portúgalir skora tvö og hafa þetta af. Glæfraleg spá í ljósi fyrri leikja á mótinu, og sóknarmannsleysi Portúgala!

Kanntu ensku?

Posted June 15th, 2010. Filed under fótbolti grín youtube

Samræmt próf í ensku vorið 2011 verður fólgið í að skilja Jamie Carragher án texta…

Góð byrjun á deginum…

Posted June 14th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

… en hefði betur leyft mér að taka lúr eftir hádegið.
Fór á Hvítu perluna í hádeginu (topp myndvarpi!) og sá Holland þokkalega ferska vinna bug á erfiðum og skipulegum Dönum, eins og ég spáði. Segir kannske ýmislegt um leikinn að flest allir miðjumenn Hollendinga voru valdir menn leiksins af einhverjum miðli. Sjálfur var ég mjög hrifinn af góðri innkomu Eljero Elia, vona að hann fái tækifæri til að byrja inná gegn Japan.
Kom síðan heim og var næstum dáinn úr leiðindum yfir Japan-Kamerún. Samuel Eto’o er ekki kantmaður. Jesús. Hollendingar eiga að vinna bæði þessi lið og hafa leikmennina til að vinna á þeim. Danir eiga sömuleiðis að vinna báða leikina, en gætu strandað á vörnum. Liggur við að mig hlakki ekki til að horfa á þá leiki.
En nú er ég búinn að skipta um skyrtu, FORZA AZZURI! Paragvæ er með sterkt lið og Ítalir hafa ekki verið sannfærandi og í smá mannskapsvandræðum, þannig að þetta gæti farið hvernig sem er, en ég spái 1-0 fyrir Ítölum.
Talandi um 1-0, það fer að verða opinber úrslit þessa móts. Ef leikirnir fara ekki að verða skemmtilegri mjög fljótlega, gæti þetta orðið með leiðinlegri mótum. En það er enn von um breytingar.

Það var mikið!

Posted June 14th, 2010. Filed under Uncategorized

Takk Þýskaland, takk.
Loksins kom sýning sem við höfðum beðið eftir. Argentína var ekki svo slæm, en í gær kom saman sterkt þýsk lið og arfaslakt ástralskt og niðurstaðan 4-0 flugeldasýning. Podolski og Klose áttu báðir mjög léleg tímabil í vetur, en þegar þýska skyrtan er komin á bakið þá breytast menn í ofurmenn. Mér telst til að ellefu menn í þýska hópnum séu af erlendu bergi brotnir, kannske er það blandan við þýska stálið sem gerir liðið léttleikandi og skemmtilegt!
En í dag er dagur minna manna. Kominn í hollensku skyrtuna fyrir hádegisleikinn og í kvöld verður það Forza Azzuri! Bætum Danmörku við þetta og það er ekki annað en hægt að hlakka til. Robben verður ekki með og ég ætla að draga aðeins úr spánni sem ég var með fyrir mótið og spá Holendingum eingöngu 2-0 sigri.
Síðan taka Kamerúnar Japan 1-0 í eftirmiddagsleiknum.

Mörk. Plís?

Posted June 13th, 2010. Filed under fótbolti HM 2010

Fyrsti framherjinn skorar og þá er það víti. En Ghana átti þetta fullkomlega skilið og nóg um það.
Næst: Þýskaland – Ástralía. Spáin 2-1 og það yrði þá markahæsti leikur keppninnar. Langar til að breyta í 1-0. Þetta fer að verða svolítið þreytandi þetta markaleysi.