3

Aftur og nýbúinn

Posted June 8th, 2008. Filed under Uncategorized

Afskrifað heimalið gegn mun sterkara Austur-Evrópuliði og aftur mega hinir síðarnefndu þakka fyrir nauman sigur. Svo er bara spurningin, er það vegna þess að Austurríki er sterkara en búist var við eða Króatar slakari. Hallast að hvoru tveggja (úffff þarna var næstum komið jöfnunarmark á 93. mínútu sem hefði eyðilagt færsluna) og að hvorugt liðið eigi eftir að ríða feitum hesti frá rest. Barátta Austurríkismanna þó einstaklega góð, en bætir ekki upp bitleysið.

3 Responses so far

  1. hildigunnur says:

    hefði nú verið skemmtilegt ef Austurríkismenn hefðu náð að jafna, sérstaklega miðað við að áhangendur liðsins skammast sín niður í tær fyrir það 😀
    Hér var reyndar skipt yfir í Formúluna, gott mál…

  2. Formúla? hvanúþað?

  3. hildigunnur says:

    æjá, þú dast væntanlega út með honum þarna rauða monthana 😉

Leave a Comment