1

Hvað er málið??

Posted June 7th, 2008. Filed under euro2008 fótbolti

Það getur verið að aðeins hafi munað einu marki á minni spá og úrslitunum (átti að muna að það er aldrei skorað meira en mark per lið í opnunarleik) en ég var órafjarri því að spá rétt. Sviss getur að réttu verið dauðsvekktir, áttu seinni hálfleik alveg þrátt fyrir að hafa misst Frei útaf. Held að Portúgalir hafi þá, en Tyrkland – Sviss gæti orðið fróðlegt. Á móti kemur að Tékkland hefur besta markmann í heimi, en ekki mikið meira, gætu átt erfitt það sem eftir er.

One Response so far

  1. hildigunnur says:

    meintirðu ekki: – ekki mikið meira, þarna í síðustu málsgreininni?
    Held samt með Tékkum, þó það sé bara vegna þess að við erum að fara til Tékklands í lok mánaðarins.

Leave a Comment