4

Banjó

Posted February 12th, 2008. Filed under banjó handbolti klassísk tónlist

Fyrir nokkrum árum setti ég hér inn link á mp3 af Carmina Burana á banjó. Veit að hljóðskráin er löngu farin, en ég fann þetta á youtube:
Adblock

Ástæðan fyrir að ég leitaði og fann, var sú að ég sá þetta hér hlekkjað af Making light:
Adblock

og varð að sjálfsögðu hugsað til þessa gamla pósts míns.
Í öðrum fréttum er helst að ég er að skrópa, ætti að vera á Víking – Val í handboltanum og að ég er rétt að ná mér af augnígerð og sári á hornhimnu. Oj. Ekki treysta heimilislækni til að leita að eða finna hið síðarnefnda, best að leita beint til sérfræðings.

4 Responses so far

 1. Parisardaman says:

  Vona að augað grói. Ég fyrirgef þér hér með að skrópa á boltaleik.

 2. hildigunnur says:

  ójá, alltaf beint til sérfræðinga, ef maður getur.
  Gott og fljótt batn…

 3. Reyndar til að gæta sanngirni var kandídatinn sem tók á móti mér í seinni ferðinni á heilsugæsluna mun aktívari og dreif mig beint til sérfræðingsins míns. Þannig að það eru ekki allir eins.

 4. Harpa J says:

  Carmina á banjó 🙂
  Vonandi er augað að lagast!

Leave a Comment