Takk Souness

Posted February 20th, 2008. Filed under cantona fótbolti

Ef maður hefur í gegnum tíðina ekki þakkað Graeme Souness nógsamlega fyrir að hafa klárað verkið sem Dalglish byrjaði á og rústað Liverpool liðinu, þá var að bætast enn ein ástæðan til að dá manninn. Honum bauðst að taka til Liverpool leikmann sem hafði átt í vandræðum heima fyrir og vildi byrja nýtt fótboltalíf í Englandi. Hann sagði Neitakk.
Eins gott.
Ég er nefnilega nokkuð viss um að ólíkt aulunum í Leeds hefði Liverpool ekki selt okkur Eric Cantona.

Versti stjóri sem ráðinn hefur verið oftar en einu sinni í efstu deild í Englandi. Staðreynd.

Banjó

Posted February 12th, 2008. Filed under banjó handbolti klassísk tónlist

Fyrir nokkrum árum setti ég hér inn link á mp3 af Carmina Burana á banjó. Veit að hljóðskráin er löngu farin, en ég fann þetta á youtube:
Adblock

Ástæðan fyrir að ég leitaði og fann, var sú að ég sá þetta hér hlekkjað af Making light:
Adblock

og varð að sjálfsögðu hugsað til þessa gamla pósts míns.
Í öðrum fréttum er helst að ég er að skrópa, ætti að vera á Víking – Val í handboltanum og að ég er rétt að ná mér af augnígerð og sári á hornhimnu. Oj. Ekki treysta heimilislækni til að leita að eða finna hið síðarnefnda, best að leita beint til sérfræðings.

50 árum síðar minnumst við þeirra enn

Posted February 6th, 2008. Filed under munich united

They shall not grow old as we that are left grow old
Age shall not weary them, nor the years condemn
At the going down of the sun, and in the morning
We will remember them

Geoff Bent. Roger Byrne. Eddie Colman. Duncan Edwards.
Mark Jones. David Pegg. Tommy Taylor. Liam Whelan.

The Flowers of Manchester:


Minningarsíða MUST
Minningarsíða opinberu heimasíðunnar
Minningarathöfn á Old Trafford er í dag frá 14:30, beint á MUTV, sem er óruglað í dag, bæði fyrir þá sem hafa Sky og líka hér á netinu. Dagskrá dagsins á MUTV er hér.