0

Nálapúði

Posted January 8th, 2008. Filed under Uncategorized

Upphandleggir mínir eru aðeins nálapúðalegir í dag, dreif mig í Mjóddina og fékk þrjár sprautur til að vera fær í flestan sjó í komandi ferð til Mexíkó. Gott að vera búinn að þessu.
Helgin var sérlega góð, þrír félagar úr M.R. reyndu aftur að gera góðan hitting og tókst betur en síðast, helgina fyrir jól. Þá komst einn ekki nema í svona hálftíma, sem reyndar lengdist í rúma tvo. Núna byrjuðum við á að borða á Síam, fínn matur þar, og ég komst að að ég ræð við meðalsterkan mat þar. Síðan var haldið út á Norðurbakkann og setið fram eftir kvöldi þangað til að fertugsafmæli kvöldið áður fór að segja til sín hjá þeim sama og fór heim snemma síðast, þannig að hann fór heim en ég og húsráðandi röltum í miðbæ Hafnarfjarðar og kíktum inn á Kaffi Aroma í Firðinum sem var bara ágætt, jólabjór á krana klikkaði ekki. Síðan fórum við í alvöru miðbæinn og tókum svipað sving og þarna fyrir jól, B5 og Apótek, slepptum reyndar Ölstofunni í þetta sinn. Sunnudagurinn var auðveldur, held að ég sé farinn að sjá út hvað er skeinhættara mér daginn eftir en annað. Afskaplega góð skemmtun semsé.

Leave a Comment