Egg og kjúklingar

Posted December 29th, 2007. Filed under fótbolti jól united

Held ég hafi séð fjórar greinar í gær og morgun um að ‘United stefni hraðbyri að titlinum’. Er hægt að biðja um meira óheillamerki? West Ham á mikið inni hjá okkur, hafa gert okkur ófáa grikki í gegnum tíðina. En deildin verður hörkuspennandi, spái því að fjögur lið verði í toppbaráttunni a.m.k. fram í mars og allt of snemmt að slátra kjúklingnum.
Eins og venjulega hef ég lítið um annað en íþróttir að segja. Jólin voru róleg, hreindýr tvo daga í röð og svo veikur. Er varla byrjaður á einu bókinni sem ég fékk, ævisögu Davíðs Stefánssonar. Stór hluti aðfangadagskvölds fór í að setja saman Lego. Alltaf jafn gaman að fikta í Legó, og langt síðan síðast, en kannske ekki alveg eins spennandi þegar þetta er prinsessulegó. Annað hvort verð ég að reyna að koma dömunni á Technics bragðið, eða bíða þessi 2 ár eða svo þangað til litli bróðirinn uppfærir úr Dúpló.

Gleðileg jól!

Posted December 24th, 2007. Filed under jól

Jólastússið var óvenjulítið þetta árið og allt er tilbúið nema að pakka inn nokkrum gjöfum. Ætla að gera það meðan ég horfi á Hogfather. Fór í gamla kirkjugarðinn í morgunn í þessari líka jólalegu hundslappadrífu.

Þá er ekkert annað eftir en þetta:
Bjarnarbloggið og aðstandendur óska lesendum, vinum, kunningjum, inndetturum, fastagestum, hnýsnum persónunjósnurum og öðrum öðlingum
Gleðilegra jóla
Kærleiksríkrar Kristsmessu
og almennt
Gleðilegrar, hamingjuríkrar, afslappaðrar, fjölskylduvænnar (ef við á), gjafaríkrar (sælla er að gefa en þiggja og hver vill ekki að náunginn njóti sælu?), matarmikillar og ljúfrar hátíðar!
Sol Invictus rís enn á ný!

og ekki má gleyma, eins og ég var næstum búinn að, hinum árlega jólasveini:
Spur jólastelpan

Svæðisvörn

Posted December 16th, 2007. Filed under fótbolti united

Það er að verða árlegur viðburður að heyra Andy Gray fjalla um svæðisvörn og galla hennar eftir Liverpool – United leiki.
Í janúar í fyrra tók hann góða rýni á þetta sigurmark á síðustu mínútunni eftir aukaspyrnu:

og þótti þetta skólabókardæmi um hvernig svæðisvörn klikkar.
Síðasta vor sést hérna:

hvernig John O’Shea dansar fyrir framan fjóra varnarmenn sem allir eru að dekka svæðið frekar en manninn og þess vegna endar Johno frír og þrumar í netið.
Og enn í dag fékk Gray að predika: Rio dró með sér Torres sem eins og í fyrra horni var eini varnarmaðurinn sem fylgdi manni, fjórir varnarmenn röðuðu sér á markteiginn án þess að vera dekka neinn, Rooney fékk að skjóta óáreittur og Tevez var óvaldaður inni í markteig. (takk Benayoun fyrir að hlaupa ekki út). markið sést hér.
Takk Rafa, og megi Liverpool spila svæðisvörn sem lengst. Eins og Andy Gray var að segja: “Ég hef aldrei séð svæði skora mark í fótbolta”. Hins vegar hafa Rio, Johno og Carlos núna allir skorað sigurmark á Anfield. Tevez tók þetta reyndar á lokamínútu fyrri hálfleiks, ólíkt hinum tveim, og það er svolítið þægilegra en hitt.

Sætt, yndislega sætt

Posted December 16th, 2007. Filed under fótbolti united

Þetta var frábær sigur á Anfield, fyrst og fremst sterk og grimm vörn sem skóp hann. Patrice Evra var að öðrum ólöstuðum maður leiksins. Þetta þýðir að það verður gaman í vinnunni næstu vikuna!

Terry Pratchett

Posted December 12th, 2007. Filed under pratchett

Slæmar fréttir fyrir aðdáendur Terry Pratchett.
Hann hefur greinst með ‘early-onset’ Alzheimer. Hefur þó góðar vonir um að klára nokkrar bækur í viðbót og tekur þessu með jafnaðargeði, og nokkru gríni.
Er ekki alveg viss um að ég geri það sama.
Vonum það besta.