0

Árshátíð!

Posted March 18th, 2007. Filed under Uncategorized

Þetta var stuð í gær, reyndar hefðu Ólsenbræður alveg mátt taka bara eitt lag, en bara fjör. Ekki frá því að Gleðibankinn hefði verið hápúnkturinn! Ég skemmti mér afspyrnuvel.
Ekki spillir að ég náði að sofa rúmlega sex tíma. Þykir það nálgast kraftaverk hér á þessum bæ eftir djamm. Rólegur en næsta þynnkulaust dagur framundan, þannig þetta nálgast að hafa verið nær fullkomin skemmtun.
Írar héldu upp á dag heilags Patreks á næsta fullkominn hátt, með að vinna Pakistan á HM í krikket og senda þá heim. Þetta er blaut tuska framan í andlitið á öllum þeim sem héldu því fram að átta bestu þjóðirnar væru alveg öruggar áfram í milliriðilinn af þeim 16 sem hófu keppnina og best væri að hafa bara 8 þjóða mót, getumunurinn væri alltof mikill. Ég er einn af þessum. Er hægt að vonast til að Kenya komi með annað eins og vinni England og sendi þá heim? Það væri gaman! Áfram Svarthettur!

Leave a Comment