Mezzoforte

Posted March 27th, 2007. Filed under skemmtun

Frábærir tónleikar í kvöld, frábærir listamenn þarna á ferð, pottþétt skemmtun. Hlakka til að sjá DVDinn. Fín pizza á Horninu á eftir. Góður dagur.

Helgarblogg

Posted March 25th, 2007. Filed under djamm

Föstudagurinn var afskaplega góður. Fór eftir vinnu með afmælisgjafir handa frænda, og verð að segja að Víkingstreyjan fer honum vel. Svo var pabbinn ánægður með Arsenal treyjuna, það sem maður gerir ekki fyrir vini sína!
Hafði verið að spá í líta í fimmtugsafmæli matargúrúsins en var svo boðið í mat til vina minna. Big chunks o’meat af grillinu klikkuðu ekki. Síðan var tími á að halda niður í bæ með viðkomu í Fossvoginum að ná í frænda. Síðan var það Apótekið þar sem m.a. var rætt um Hvolsvöll. En lokaáfangastaður var Sálarballið á Nasa og þar var tjúttað fram eftir nóttu. Hápunktur kvöldsins var auðvitað að sjá uppáhaldstrommarann minn performa. Nei, ekki Jóhann…
Miðað við allt var gærdagurinn bara fínn og rólegur, göngutúrinn niður í getraunakaffið í Víkinni í grenjandi slagviðrinu var hressandi.
En núna þarf ég að klára skattinn og svo er tveggja ára afmælisveisla.

Afmæli

Posted March 23rd, 2007. Filed under fjölskylda

Lítill uppáhaldsfrændi er tveggja ára í dag, vona að gjafirnar muni koma sér vel og virka eins og til er ætlast.
Maður verður jú að byrja snemma á uppfræðslu og trúboði.
Svo er spurning hvort maður gefi sjálfum sér eitthvað gott.

París að morgni

Posted March 22nd, 2007. Filed under video

Af því að ég veit að fáir ef nokkrir taka eftir del.icio.us ræmunni hérna hægra megin finnst mér sérstök ástæða til að benda á mynd Claude Lelouch C’était un rendez vous þar sem hann geysist um stræti Parísar snemma morguns í ágúst? 1976? eða 1978? á Benz bifreið (með Ferrari hljóðum!) til fundar við unga stúlku.
Ýmsum sögum fer af gerð myndarinnar og sumar þjóðsagnakenndar.
Fyrir okkur sem ekki þekkja París er hér snilldarsíða þar sem mynd og Google Maps er blandað saman þannig að ferðin er rakin um borgina.
En hér er snilldin, hækkið hljóðið eða slökkvið alveg, hér dugar enginn millivegur:

Vá. Segi og skrifa Vá.

Bikarmet

Posted March 20th, 2007. Filed under fótbolti

Sætt jafna eina bikarmetið sem við áttum ekki, munum nú spila 25. undanúrslitaleikinn og jafna Arsenal. Erum jafnir þeim með 17 úrslitaleiki og og einum sigri meira, 11-10.
Er ekki annars Gareth Southgate tapsárasti maður í heimi? Aumingjalegt að geta ekki viðurkennt að þetta var borðlagt víti. Og aðstoðarþjálfarinn Crosby öskrandi ‘cheat’ á Ronaldo? Sekta skíthælinn. Svo á Morrison að fá 5 leikja bann hið minnsta fyrir líkamsárás. Pakk.
Engin rækt núna, vinna…
Engar myndir af árshátiðinni hér, en hérna er ein sem ég tók af svölunum í partíinu, hreinlega ein flottasta sem ég hef tekið.

St Patrick drives the snakes out of Ireland

Posted March 19th, 2007. Filed under Uncategorized

Og í tilefni af degi heilags Patreks
Saint Patrick driving the snakes out of Ireland
Stolið af bloggi Diane Duane. Lesið það og kaupið bækurnar hennar!
Og með það er ég farinn í ræktina.

Árshátíð!

Posted March 18th, 2007. Filed under Uncategorized

Þetta var stuð í gær, reyndar hefðu Ólsenbræður alveg mátt taka bara eitt lag, en bara fjör. Ekki frá því að Gleðibankinn hefði verið hápúnkturinn! Ég skemmti mér afspyrnuvel.
Ekki spillir að ég náði að sofa rúmlega sex tíma. Þykir það nálgast kraftaverk hér á þessum bæ eftir djamm. Rólegur en næsta þynnkulaust dagur framundan, þannig þetta nálgast að hafa verið nær fullkomin skemmtun.
Írar héldu upp á dag heilags Patreks á næsta fullkominn hátt, með að vinna Pakistan á HM í krikket og senda þá heim. Þetta er blaut tuska framan í andlitið á öllum þeim sem héldu því fram að átta bestu þjóðirnar væru alveg öruggar áfram í milliriðilinn af þeim 16 sem hófu keppnina og best væri að hafa bara 8 þjóða mót, getumunurinn væri alltof mikill. Ég er einn af þessum. Er hægt að vonast til að Kenya komi með annað eins og vinni England og sendi þá heim? Það væri gaman! Áfram Svarthettur!

mmmmnice

Posted March 11th, 2007. Filed under Uncategorized

Um þessar mundir eru 10 ár síðan Buffy byrjaði. Og hvernig er betur hægt að halda upp á það en að gefa út nýja seríu.
Þáttaröð átta er reyndar teiknisaga, en Whedon skrifar og byrjunin er flott. Drífa sig í Nexus.
Reyndar ætti maður að slaka aðeins á í nýju seríunum og taka það gamla góða í staðinn. Babylon 5 og Buffy. 1-2 þættir af hvoru í viku ætti að duga í 2 ár eða svo 🙂 Þarf reyndar að fara yfir birgðastöðuna, hef verið að lána Angel og Buffy út af og til og er ekki viss hvar allt er.

Nanci Griffith

Posted March 8th, 2007. Filed under tónlist

Langtímalesendur vita aðdáun mína á Nanci Griffith. Fæst ef nokkur ykkar hafa heyrt í henni og því hvet ég alla þá sem þetta lesa til að hlusta á þátt hennar á BBC frá síðasta föstudegi, Friday Night With…Nanci Griffith. (lokabrotin úr þættinum á undan eru þarna í byrjun). Þetta verður á netinu þangað til á morgun (fyrirgefið að ég var ekki búinn að sjá þetta fyrr). Og þetta er horfið af netinu. En ég gat hirt þetta… tæknin lætur ekki að sér hæða.
Paul Gambaccini kynnir hana sem “Outstanding Woman of Music”. Ég get einungis tekið undir það.

Fullkomin fegurð

Posted March 3rd, 2007. Filed under Uncategorized

Það er að bera í bakkafullan lækinn að flytja þjófa til Liverpool. En í dag sýndi United hvernig fullkominn sigurþjófnaður lítur út.
Þetta var svo fagur sigur að ég gæti næstum grátið. Takk Johno.