3

Frábær byrjun

Posted January 12th, 2007. Filed under veður

Frábær byrjun á helginni, kom að bílnum áðan með sprungið dekk. Hm. Kannske er búið að vera leka síðan í gær. *hóst* ég er ekki góður í eftirtektinni. Jói Möller vinnufélagi minn kom að málinu og hjálpaði verulega til. Það er arfaleiðinlegt að skipta. Gott að hafa footballer til að sparka í felgulykilinn og losa rærnar.
Já, ég skipti ekki um dekk hjálparlaust. So?
Nú er annað hvort að fara í heitt bað núna, eða moka tröppurnar og fara svo í heitt bað. Tröppurnar eru á kafi. Samt mokaði ég í gær.

3 Responses so far

 1. parisardaman says:

  Ég get ekki skipt um dekk á bíl. Stofna klúbb?

 2. Harpa J says:

  Ég gat það alveg einu sinni, en varla lengur.

 3. Parisardaman says:

  Heldurðu ekki að ég hafi barasta lent í því að skipta um dekk með vinkonu minni. Sem betur fer kom nú aðvífandi maður með eyrnalokka í augabrúnum, nefi, höku og kannski fleiri vel földum stöðum og aðstoðaði við losun og skrúfun, það var erfiðast.
  En nú get ég sem sagt sagst kunna að skipta um dekk, þó ekki sé alveg öruggt að ég geti það alveg alein.

Leave a Comment