9

Rétt í þessu var skott Englendinganna endanlega skorið og sigur í fjórða Testinu var Ástrala, með miklum yfirburðum (lota og 99 hlaup). Kom mér næstum á óvart að Shane Warne reyndi ekki að varpa frá báðum endum þarna undir lokin til að tryggja sér eins og eitt vikkett undir lokin, en Brett Lee hreinsaði. Það er með ólíkindum hvað Englendingarnir eru slakir, en staðreyndin er sú að Ástralar eru ‘winnerar’ en Englendingar ekki. Nú verður þó mikil endurnýjun í líði Ástrala og fróðlegt verður að sjá hvernig liðið verður í Asknakeppninni sumarið 2009. En fyrst ætla Ástralir að vinna fimmta testið í Sydney og hvítþvo þessa keppni.
Eins og þeir sem birtast hálfgrátandi í heilsíðutilkynningum í blöðunum í dag læt ég í dag af störfum hjá KB banka. Við erum bara ekki öll nógu mikilvæg til að það sé tilkynnt um hvert og eitt.

9 Responses so far

 1. hildigunnur says:

  !!! :-O
  hvað er með þetta – hættir störfum? Bankinn að minnka við sig? Búinn að fá eitthvað annað?

 2. Þetta kemur allt í ljós.

 3. Reyndar ef þú skoðar einhverja auglýsinguna vel, þá skýrist ýmislegt

 4. parisardaman says:

  Og hvað með okkur sem fáum ekki blöðin? Ég er að drepast úr forvitni.

 5. Fréttablaðið er online 🙂

 6. Þórmundur says:

  Ég hélt að menn hættu störfum hjá “KB banka” með brosi á vör. 😉

 7. Vala says:

  Ferðu ekki bara að vinna hjá Kaupþingi í staðinn?

 8. Það er jú akkúrat þannig. Nafnbreytingin er að ganga í gegn. Bendi annars á þetta: http://egill.blog.is/blog/egill/entry/94665/

Leave a Comment