1

Þoggblurrð. Eður ei.

Posted December 9th, 2006. Filed under Uncategorized

Hef ekki nennt að stinga niður stílvopni eða lemja á lyklaborð. Það er eiginlega gott enda helst að bloggviljinn verði til þegar ég er hvað pirraðastur yfir fréttum og ekkifréttum og ég er ekki viss um að það þjóni of miklum tilgangi að tjá mig um að fólk, nafngreint, sé fífl. Nema hvað.
Þori varla að skrifa neitt um boltann, í dag bíður bananahýði… Svo er ekki einu sinni hægt að gleðjast ótakmarkað því alltaf gnæfir Glazer skugginn yfir. pufthhh.
Fór í jólakaffi og afmælisveislu um síðustu helgi sem var hin besta skemmtun og í kvöld er vinnujólahlaðborð með deildinni og nýtilfærðum úr deildinni, það er búin að vera doltil fart á endurskipulagningu milli deilda. Alltaf eitthvað að gerast í vinnunni. Það má því eins búast við að hægt verði að hitta mig í ‘félagsheimilinu’ mjög síðla kvölds.
Absolute Sandman kom í hús í vikunni. Jömmí. Fögur bók. Ég sé að Erlingur er ekki á ósvipuðum bókaslóðum, ég reyndar læt Terry aldrei bíða, og Neil smásögurnar og Hiaasen bíða kilju. Ég má bara ekki við að kaupa mikið í harðspjöldum, hef einfaldlega ekki pláss! (ekki spyrja hvar ég ætli að geyma fjögur bindin af Sandman… en ég mun á endanum geta losað mig við kiljurnar 11. Vill einhver? Gætir þurft að borga smá)
Fór í geymsluna áðan að ná í jólasveinana til að dreifa þeim um stofuna. Það er spurning hvort ég ætti að fara taka einn umgang í að fletta í gegnum gömlu boltablöðin mín. Veit það er svolítið trist að halda upp á á annað þúsund gamalla blaða, en ég hef ekki enn haft mig í að henda þeim. Ætli það verði fyrr en ég flyt næst. Svo eru bókakassar þarna sem ég indexaði rækilega þegar ég raðaði í þá fyrir 9 árum en skráin fór í diskakrassi fyrir margt löngu. Líklega ekki mikið merkilegt þar.
Fyrir þá sem ekki skilja fyrirsögnina er bent á séra Spooner

One Response so far

  1. hildigunnur says:

    gott að sjá að þú ert á lífi, amk 🙂

Leave a Comment