0

Álag?

Posted November 2nd, 2006. Filed under Uncategorized

Það er skammt stórra högga á milli þessa dagana, eftir gott partý á laugardaginn var sameiningarpartý í nýrri deild í gær. Snæddum góðan kvöldverð á Vegamótum og fengum aðeins meððí. Ég reyndar hætti leik frekar snemma, um hálftólf, en aðrir voru duglegri. Á morgun verður svo nýbakaður doktor heimsóttur og á laugardaginn er starfsdagur bankans, þannig að það er nóg eftir.
Í kvöld verður hins vegar legið í leti og safnað kröftum.

Leave a Comment