3

Leki

Posted October 27th, 2006. Filed under Uncategorized

Hvað er verra en að fara til tannlæknis?
Jú, að fara ekki til tannlæknis af því að á leiðinni þangað kemur símtal úr vinnunni að nágranninn sé að leita að manni af því það eru stífluð niðurföll og lekur inn í hús.
Granninn missti nýja parkettið, hjá mér reyndist lekinn minni og vatnshallinn í þvottahúsinu góður sem sá til þess að allt fór niður um skólpniðurfallið þar sem ekki er stíflað, en ekki inn á parkett.
Sit ég nú og bíð eftir stíflulosara…

3 Responses so far

 1. hildigunnur says:

  úff! búið að laga?
  Er Macallan að fara eitthvað aftur? Einhvern veginn finnst okkur Elegancia ekki alveg eins gott og hitt 12 ára viskíið sem þú gafst okkur…

 2. parisardaman says:

  Oj, stíflur í leiðslum er leiðinlegt. En tannlæknaferðir eru það nú líka.

 3. Já, allt óstíflað núna.
  Hildigunnur: Jú, það er því miður staðreynd. Macallan fær ekki lengur nóg af sérrítunnum og er núna að hluta með amerískar viskítunnur. Mér finnst Elegancia ekki nógu gott 🙁

Leave a Comment