Bannað

Posted August 30th, 2006. Filed under Uncategorized

Meistarakort var að hringja. Benti á að ég væri á bannlista í þjóðskrá, og það væri bannað að hringja í mig og að hann ætti að láta yfirmann sinn vita að þeir væru að nota ólöglegan lista. Þetta var eftirfylgni á bréfi, sem auðvitað er líka bannað.
Skyldi yfirmaðurinn frétta þetta?
Skamm!

Hrikalegt

Posted August 28th, 2006. Filed under Uncategorized

Það væri ekki hægt að missa sig algerlega í gleði yfir fótboltaúrslitum ef ekki væri til hin hliðin á peningnum.
Sú hlið kom einmitt upp í kvöld. Bikardraumar sukku rækilega í frekar ósanngjörnu 0-4 tapi.
Annars er ekkert að frétta.

Posted August 16th, 2006. Filed under Uncategorized

Eins og ég var að segja í gær…
Hvort skyldi blái stöpullinn styttast eða lengjast hjá okkur næstu 20 árin? En í BNA?
Ég veit hvað ég óttast.

Baráttan er rétt að byrja

Posted August 15th, 2006. Filed under Uncategorized

More than 30% of students in the UK say they believe in creationism and intelligent design.
Heimur versnandi fer.

Kubla Khan?? Nei! Olivía Neutron-Bomb

Posted August 13th, 2006. Filed under Uncategorized

Xanadu er komið í iTunes hjá mér. Ég lít á það sem afrit af LPlötunni sem ég á hérna einhvers staðar. En ég þori ekki fyrir mitt litla líf að horfa á myndina. Það er örugglega hörmung. En þetta vekur upp nokkrar af örfáum minningum sem ég á úr 12 ára bekk. Ég fílaði Jeff Lynne. Þessi á eftir að rúlla í Hagaskóla partíinu fyrir þann hluta hópsins sem var í Landakoti 🙂

Búúúú

Posted August 9th, 2006. Filed under Uncategorized

Þýðandinn á Mogganum í gær hélt því fram að búist yrði við að stuðningsmenn Manchester United púuðu á Ronaldo. Þvílíkur aulaháttur, auðvitað ættaður frá blaðaskítnum úti. Ronaldo fékk fullan stuðning okkar stuðningsmanna í gær, þó að Oxford stuðningsmenn púuðu, og fengju skömm í hattinn frá eigin stjóra. Blöðin í Englandi eru engu lík að grafa upp skít og kasta og hvetja aðra til hins sama.
Flott hjá Cristino, svaraði nákvæmlega eins og á að svara, með tveim flottum mörkum!

Ring ring…

Posted August 8th, 2006. Filed under Uncategorized

Gott kvöld. Tókst loksins að drífa mig í að hringja út og er búinn að ná í, eða skipa einhverjum að ná í flest bekkjarsystkinin úr Hagaskóla. Ætla að standa við áragamalt loforð um partí!
Svo er bara að halda saman þessum póstlista og þá verður þetta ekkert mál ef við skyldum vilja partía aftur

Moggarósir

Posted August 7th, 2006. Filed under Uncategorized

Snilldarkvöld í gær, dinner hjá Hildigunni og Jóni Lárusi með Arnari og Rakel og börnum. Frábær matur, snilldarvín, og skemmtilegur félagsskapur langt fram á nótt. Og bara hress í morgunsárið. Takk kærlega fyrir mig.
Ég hef aldrei lagt mig mjög eftir að blogga um Moggafjólur, en núna verð ég að vita hvað í ósköpunum

Við höfum fullan skilning á því að það yrði erfitt fyrir Jacques að halda meðfæddri helgun í óvissuástandi.

þýðir.
p.s. Fann þetta á BBC: ‘natural level of commitment’. Ja hér. Var eiginlega að fara að giska að ‘dedication’ hefði komið þarna nálægt, en þetta er brilljant. Auli sem þarna kemur að verki.

Hefðbundin helgi

Posted August 6th, 2006. Filed under Uncategorized

Búinn að láta mér detta í alls konar tuð í vikunni, en gleymi því öllu áður en ég nenni að blogga það. Sem er ágætt.
Það er reyndar bara allt þetta fína núna, búinn að fá tvö brúðkaupsboð í vikunni, verður gaman í september, var með félaga minn í gær í einfalt United-grill, tókum tvær rauðvín og röltum svo til vinkonu hans hér í dalnum í kvöldkaffi.
Matarboð í kvöld, hvað skyldi vera í matinn?
Nú ætla ég að skjóta rótum í stól, horfa á formúluna og lesa sögu ítalskrar knattspyrnu (á ensku, því miður)

Ríkiseinkasalan gerir okkur full

Posted August 3rd, 2006. Filed under Uncategorized

Einn af frjálshyggjupostulum Viðskiptablaðsins fer mikinn og segir að hræðilega ástandið í miðbænum (sem er nú ekkert óvenjuhræðilegt herma nýjustu fréttir frá löggunni) sé vegna þess að skemmtistaðir neyðist til að hafa svo háa álagningu af því að einkasalan sé svo dýr. Og að annars staðar þar sem áfengi er ódýrt drekki menn ekki heima og ástandið sé ekki svona slæmt.
Pilturinn gleymir auðvitað að einkasala og skattlagning ríkis er tvennt ólíkt og aðskilið. Og ef hann heldur að þetta sé allt svona æðislegt erlendis, þá fylgist hann greinilega ekki með fréttum frá Bretlandi.
Ef ástand versnar yfir tímabil þá er ástæðunnar ekki að leita í einhverju sem ekki hefur breyst yfir tímabilið. Er það ekki einfalt að muna?
Annars er greinilega mjög vænlegt til árangurs að fá plögg á Bloggi dauðans, verst að ég gaf mér ekki tíma í færslu þegar flóðið var sem mest til að reyna að halda í nýja gesti.
Það var haldinn sellufundur í gær. Það gæti reynst dýrt, þó í formi fjárfestingar sé. Svo var burrinn hjá lækni í gær. Það verður frekar dýrt. Þá fer hugur manns að reika í átt til þess að stöðva slík fjárútlát með því að eyða ennþá meiri peningum og kaupa nýjan. Rökrétt, ekki satt?