0

Eftir á að hyggja

Posted June 13th, 2006. Filed under Uncategorized

Dyggir lesendur hafa tekið eftir að ég er einstaklega duglegur við að fjalla ekki um leiki eftir á. Reynum að eins að breyta því. Sumum fannst Ástralía – Japan stórskemmtilegur, mér fannst hann allt í lagi. Ástralir áttu auðvitað sigurinn skilinn, en 3-1 var helst til stórt. Mistækur dómari þarna. þessi lið eiga ekki eftir að ógna Brasilíu og Króatíu.
Bandaríkin voru þvílíkt á hælunum. Gott. FIFA er á leiðinni að endurskoða hvernig þeir raða á heimslistann. Betra. Tékkar voru flottir, en eru að verða uppiskroppa með sóknarmenn. Það hefur verið vitað síðan hann var táníngur að Rosický væri dúndurgóður, honum hefur bara á einstakan hátt tekist að komast hjá því að sanna það. Fyrr en núna. Eftir að Arsenal er búið að kaupa hann. Djöfuls.
Ghana var svipað og ég bjóst við, keyrðu á krafti og hraða. Verst fyrir þá að þeir héldu ekki út nema svona 70 mínútur og voru þá alveg búnir. Essien er naut, heppinn að fá ekki gult í gær. Ítalirnir voru þrælgóðir. Ítalía – Tékkland verður úrslitaleikurinn í riðlinum, hörkuleikur. Ég reyndar hafði spáð Ghana áfram, en held að Tékkar séu of sterki. Verð eitthvað bissí á eftir, óvíst um hvort ég nái umfjöllun, hér er spáin fyrir daginn:

Suður Kórea – Tógó 0 – 2
Frakkland – Sviss 2 – 1
Brasilía – Króatía 1 – 1

Leave a Comment