Húsaveiki

Posted March 26th, 2006. Filed under Uncategorized

Við veltum því alltaf fyrir okkur hvort Seðló væri ekki húsaveikur. Nú er víst búið að afsanna það almennt, en hitt er víst að ég er haldinn ákveðinni húsaveiki.
Ég keypti fyrstu önn af Húsi, lækni, úti, er búinn að horfa á hana og náði mér núna í það sem af er annarri önn. Laurie er bara snillingur.
Annars get ég ekki látið mér detta neitt sniðugt í hug. Og þó. Það bendir allt til að innan skamms verði húsið mitt rækilega vírað. Hef ekki hugmynd um hvað verkið tekur langan tíma en það skiptir ekki öllu. Plönin eins og þau standa núna hljóma geysilega vel. Hefur tekið lengri tíma að ganga í þetta en upphaflega ætlað, en held að það hafi ákveðna kosti í för með sér.
Ferming um næstu helgi. Þetta og næstu 13 árin á eftir fæ ég frí frá fermingum eitt árið. Nema náttlega fermingarbörnin sjái ekki ástæðu til að bjóða ekki afa/ömmubróður sínum. Eða þau ákveði að fermast ekki. Þá myndi trúleysinginn glotta.

Kalt

Posted March 19th, 2006. Filed under Uncategorized

Djöfull er kalt hér. Næst kem ég hér í maí eða júni.
En þetta er búið að vera fínt. 102. hæðin var opin í Empire State, miklu flottara útsýni (og færri og dýrara) en pallurinn á 86. hæð. Mæli með því.
Eftir: MoMA, Intrepid, The Met, og Ben & Jerry’s. Annað verður leikið af fingrum fram.

Nothing to see, move right along…

Posted March 12th, 2006. Filed under Uncategorized

Hef ekkert að segja, en mér finnst það ekki góðum málum til framdráttar að beita grófu tilfinningaklámi. Það getur vel verið að eitthvað megi betur fara í rekstri LSH en 80 millur verða ekki hristar fram úr ermi.
Smókinginn minn var upptekinn þessa vikuna, árshátíðin á laugardaginn og fiðluball á fimmtudaginn. Ég vona að hann hafi skemmt sér vel.
Aldrei þessu vant gerði Fjárstýring sér glaðan föstudag. Í þetta skiptið rólegt Ædolpartý (fyrsta skiptið sem ég sé þetta í heild, og sanngjörn úrslit. Maðurinn myrti Sway, Og það hefur engin áhrif að ég kann Dean Martin útgáfuna það vel að ég get hlustað á hana alla án þess að þurfa að kveikja á tónstokknum. Heh.
Ég gerði skattinn minn í dag. Ekki mjög flókið. Muna það næst og ekki mikla það fyrir mér. Nema ég kaupi eins og eitt hús.

Þórðargleði

Posted March 8th, 2006. Filed under Uncategorized

Þórður rokkar þéttingsfeitt í kvöld.

Þjófnaður

Posted March 6th, 2006. Filed under Uncategorized

Þetta var náttúrulega bara hreinn og klár þjófnaður. Ef United hefði verið öfugu megin á þessu hefði ég hreinlega farið að gráta. Eitt skot sem hitti á mark, og eitt í þverslá og við unnum 2-1. Geysilega kærkomin stig en Pascal Chimbonda er óheppnasti, og klaufskasti maður í heimi í kvöld.
Svo er bara Áfram Barca og Benfica á miðvikudaginn. Mér er eiginlega sama um leikinn á morgun, Arsenal má alveg komast áfram, enda líklegt að Juve og Barca eigi bæði auðvelt með þá. Vonandi allavega.

Árshátíðarhelgi

Posted March 6th, 2006. Filed under Uncategorized

Eins og einhverjir bankabloggaranna hafa minnst á var árshátíð. Kvöldið byrjaði með fordrykk hér í Giljalandi. Það var allt skaffað af bankanum og því var þetta með áreynsluminni partíum sem ég hef haldið. Síðan héldum við í Höllina og þar var kátt. Bagglýtingar beittu textagerðarsnilld sinni á KB og WigWam sá um að fylla gólfið. Milljónamæringarnir héldu því þannig fram til tvö og þá var haldið í bæinn. Það var þreyttur en ánægður björn sem skreið í ból undir morgun.
Í gær komu síðan nokkrir gestir að mestu óboðnir sem sáu um að klára leifar af ostabakkanum, allt var það ágætt.

Tilbúinn

Posted March 3rd, 2006. Filed under Uncategorized

Húsið er hreint og að mestu til tekið, helmingur veitinga kominn í hús, búinn að máta smókinginn og taka til fötin, pússa yfir skóna og er núna salírólegur yfir þessu öllu saman. Það er nefnilega árshátíð á morgun, sem byrjar hér heima. Úje.

Fótbolti og Gettu Betur

Posted March 2nd, 2006. Filed under Uncategorized

Lítur út fyrir að ég missi af Gettu Betur í kvöld, enda munu Frammara og Víkingar kljást um Reykjavíkurmeistaratitil. Hægt að segja ýmislegt um þessa keppni en titill og titill og dolla er dolla og ekki ætlum við að fara að tapa.
Mínir menn í MR finnst mér nokkuð kræfir að ætla að þetta sé í fyrsta skiptið sem allir liðsmenn MR séu úr Vesturbænum í 21 árs sögu keppninnar. Ég veit amk um tvö mótdæmi 🙂
Nema auðvitað að þeir segji eins og ég stundum og það er að allt sunnan Hringbrautar sé úthverfi.