1

Mánudagur

Posted February 13th, 2006. Filed under Uncategorized

Þetta kemur mér nú aðeins í betra skap á mánudegi.
Brooklyn í gærmorgun
Svo skal nefnilega böl bæta að benda á eitthvað annað. Annars er Making Light skyldulesning fyrir þá sem hafa áhuga á bókum, SF&F eða miðjupólitík í Bandaríkjunum. Og kommentin eru næstum besti hlutinn.
Lífsstíll minn þessa dagana er hvorki hollur né skynsamur. Það er ekki gott. Samt var gaman í fertugsafmælinu á laugardaginn. Nú fara þau að hellast yfir. Flestir vina minna eru eldri en ég. Miklu eldri. Miklu miklu miklu eldri. Alveg satt. Heilu áratugunum jafnvel.
Jamm. Þetta er mánudagur til mæðu.
Fyrir þá sem eru með GúglJörð, bendi ég á linkinn sem er núna efstur í del.icio.us listanum þarna hægra megin. Virtually Torino er safn af merkingum á keppnisstaði í Tórino með uppfærðum gerfihnattamyndum. Nota svon tilt fídusinn og sjá þetta öðruvísi en beint ofanfrá. Mega kúl. En best að setja tengilinn líka hér. Très cool.

One Response so far

  1. Gill Hawks says:

    Getur huggað þig við að ég er miklu, miklu, miklu yngri en þú!

Leave a Comment