1

Alzheimer Medium

Posted February 11th, 2006. Filed under Uncategorized

Ég er ekki með allar sellur í gangi. Ég meina það.
Síðasta laugardag skrapp ég í Kringluna, lét gera við saumsprettu á buxum meðan ég beið og fór svo í Hagkaup. Og skildi buxurnar eftir við kassann…
Náði í þær á þriðjudag.
Í dag, laugardag, skrapp ég í Kringluna, fór í Eyma, keypti 2 kiljur á helmingsafslætti, fór svo í Hagkaup. Og …
Legg ég á og mæli um að ég verði hnakkaskotinn þegar ég er hættur að geta æst mig yfir fótbolta af því ég man ekki eftir með hvaða liðum ég held.
Kemst ekki í dag, ekki þið fara og reyna að hirða bækurnar…

One Response so far

  1. Birnan says:

    Alsheimer Medium???
    Held að þú sért kominn í “The Major League” í Allaklúbbnum vinur minn 😉

Leave a Comment