1

United liðið mitt

Posted January 29th, 2006. Filed under Uncategorized

Best að stinga nefi undan sæng (í óeiginlegri merkingu) og koma með það sem ég var búinn að lofa. Hér er besta United liðið valið úr þeim hópi sem hefur spilað með liðinu síðan ég fór að fylgjast með boltanum

Schmeichel
Neville (G) – Stam – Pallister – Irwin
Beckham – Keane – Robson – Giggs
Cantona
van Nistelrooy

Janúar er að renna sitt skeið á enda og vonandi verður febrúar ekki meira en 28 dagar. Þá fer land að rísa. Frekar andlaus þessa dagana. Tók ekki LotR maraþon í gær, vann í staðinn. Enda litlar undirtektir hér fyrir gestakomu. Hef verið að bíða eftir að geta teki maraþonið og ekki horft á neinar af myndunum stakar í lengri tíma. það eru líklega mistök. Ekki að það sé ekki nóg að horfa á, á sér í lagi inni að horfa á 5 seríu af B5 og 7. af Buffy á DVD, langt síðan ég horfði á þær síðast á vídeó(B5) og tölvuskjá(BtVS). Er þó að klára að rúlla í gegnum síðasta Angel. Á kostnað bóklesturs.
Það klukkar mig enginn, en ég held ég rúlli í gegnum Fjóra hluti memið við tækifæri.

One Response so far

  1. Kibba says:

    Hmmmm… vinna í stað þess að glápa á sjónvarpið
    Ég myndi segja að forgangsröðunin hjá þér í sé í algjöru bulli 😛

Leave a Comment