0

Besta United liðið

Posted January 23rd, 2006. Filed under Uncategorized

Þetta var ljúft í gær. Ef nágrannarnir voru ekki með á hreinu að það er stundum hópur United manna að horfa á leiki á númer 22, þá hljóta þeir að vita það núna.
Í tilefni þessa ætla ég að skella fram United liðinu mínu. Ég endaði á að búa til þrjú lið og til að treina þetta aðeins og neyða sjálfan mig til bloggfærslna ætla ég að birta þau í skömmtum.
Fyrst kemur besta United lið sem leikið hefur saman. Fyrir alla fædda eftir sirka 1953 er þetta einfalt:

Schmeichel
Parker – Pallister – Bruce – Irwin
Kantsjelskís – Keane – Ince – Giggs
Hughes – Cantona

Þetta lið byrjaði 11 leiki, unnu 10 og gerðu eitt jafnteflibyrjaði 12 leiki, unnu alla, skoruðu 24 mörk og fengu á sig 3 og smiðshöggið var 4-0 sigur í bikarúrslitaleiknum 1994. Firnasterk vörn, grimm miðja, fljúgandi kantmenn og Le Dieu. Betra gerðist það ekki.

Leave a Comment